Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Qupperneq 6
6 28. september 2018FRÉTTIR PIZZERIA Dalvegi 2, 201 Kópavogi - Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Það er staðreynd að… Listamaðurinn Vincent van Gogh seldi aðeins eitt málverk á meðan hann lifði. Í rúm 3.500 ár hefur heimsfriður verið á tæpum 230 árum samanlagt. Það er ómögulegt að láta lífið með því að halda niðri í sér andanum. Meðallíftími drekaflugu er einn sólarhringur. Ef þú setur ekki nema smádropa af áfengi á sporðdreka verður hann samstundis trylltur og stingur sig að öllum líkindum til dauða. É g er því hugsi yfir því að óreyndur krakki fái eins tæki í hendurnar og ég fékk um 15 ára aldur án þess að skrá það, tryggja eða fá bifhjólaréttindi, heldur geti bara stokkið af stað. Ég er líka hugsi yfir því að sama barn fái ökuréttindi á gangstéttum. Til dæmis leggur fjöldi eldri borg- ara leið sína í fyrirtæki mitt og ég þori vart að hugsa það til enda ef mótorhjólið hefði skollið á eldri manneskju. Það er alveg ljóst að höggið hefði nægt til að senda við- kvæma til forfeðra sinna,“ segir Gylfi Gylfason, eigandi Radíó- búðarinnar í Bæjarlind. Í vikunni lenti Gylfi í því óhappi, þegar hann var að yfirgefa verslun sína, að 13 ára stúlka keyrði hann um koll á rafmagnsvespu. Að sögn Gylfa var höggið afar mikið og taldi hann sig hafi flogið tæpa þrjá metra við höggið. „Ég átti nú ekki von á því að vera keyrður niður hérna beint fyrir utan búðina hjá mér, ég lenti næstum því fyrir utan næstu búð við götuna. Stúlkan var á miklum hraða þegar hún keyrir á mig. Ég tókst á loft og lenti með góðum skelli á steinsteypunni,“ segir Gylfi. Tryggingamálin óljós Hann telur brýnt að opna um- ræðuna um þessi farartæki sem eru orðin algeng á gangstéttum um allt land. Mörg þeirra geta náð ansi miklum hraða og sum vega allt að 100 kíló, án far- þega. Eins og áður segir var öku maðurinn sem keyrði Gylfa um koll var 13 ára gömul stúlka og var vespan sem hún keyrði ótryggð að sögn lögreglu. „Það má einnig nefna að trygginga- mál þessa búnaðar virðast óljós og nái heimilistrygging til slíkra tjóna þá minni ég á að slík trygging er ekki undir sama eftirliti og aðrar ökutækja- tryggingar,“ segir Gylfi. Að sögn Gylfa eru foreldrar í mörgum tilfellum ekki mjög vel upplýstir um þá hættu sem get- ur fylgt þessum farartækjum. „Mín skoðun er sú að það hafi verið gerð alvarleg mistök með að leyfa allt að 50cc mótorhjól- um að yfirtaka hér gangstéttir á þeim forsendum að lág hest- aflatala setji þessi tæki í sama flokk og rafvespur. Staðreyndin er sú að mörg mótorhjól eru útbúin með innsigli sem gerir að verkum að tækin ná krafti skellinaðra þegar það er fjar- lægt. Út frá því má einnig vera ljóst að foreldrar eru jafnvel að leyfa notkun tækja á fölskum forsendum. Þá er hjálmleysi orðið ótrúlega algengt og ég hef orðið miklar áhyggjur af þessu agaleysi á gangstéttunum. Það er ekki gæfulegt að krakkar séu að byrja ökuferilinn utan laga og reglna,“ segir Gylfi. n Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is „ALVARLEG MISTÖK AÐ LEYFA ÞESSI TÆKI Á GANGSTÉTTUM" Mynd: Hanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.