Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Qupperneq 8
8 MENNING 28. september 2018
Leitin að klaustrunum. Klaustur
hald á Íslandi í fimm aldir eftir
Steinunni Kristjánsdóttur
Leitin að klaustrunum eft-
ir Steinunni Kristjánsdóttur er
glæsilegt verk þar
sem gerð er
ítar leg grein
fyrir rannsóknum höfundar og
aðstoðarmanna hennar á sviði
fornleifafræði. Auk lýsinga á vett-
vangi er vísað til fjölda tiltækra
heimilda. Bókin er skrifuð á skýru
og aðgengilegu máli og bregður
upp lifandi myndum, bæði af
sögu klausturhalds
á Íslandi og af
starfi forn-
leifafræðinga. Mjög er vandað til
útgáfunnar sem prýdd er fjölda
mynda, teikninga og korta. Útgef-
andi: Sögufélag, í samvinnu við
Þjóðminjasafn Íslands.
Litbrigði húsanna. Saga
Minjaverndar og endurgerðra
bygginga um allt land eftir
Guðjón Friðriksson.
Í Litbrigðum húsanna rekur Guð-
jón Friðriksson sögu Minjavernd-
ar og ítarlega sögu marga þekktra
húsa á Íslandi, íbúasögu þeirra,
hnignunarsögu, baráttu fyrir
verndun þeirra og loks endur-
gerð. Litbrigði húsanna er ekki
einungis saga um byggingar, held-
ur einnig saga um samfélag og
fólkið sem byggir það. Verkið er
ákaflega fallegur gripur og munar
þar ekki síst um þátt Snorra Freys
Hilmarssonar sem annast mynda-
val en bókin er prýdd fjölmörgum
ljósmyndum og teikningum sem
ásamt texta Guðjóns gera sögu
húsanna lifandi og spennandi. Út-
gefandi: Mál og menning.
Pipraðir páfuglar eftir Sverri
Tómasson
Í Pipruðum páfuglum fjallar
Sverrir Tómasson á fróðlegan
og glettinn hátt um mataræði,
borðsiði og eldamennsku Ís-
lendinga á miðöldum, eins og
slíku er lýst í miðaldahandritum.
Byggt er á fjölmörgum heimild-
um, bæði frumheimildum og síð-
ari tíma fræðiritum og höfundur
eykur mjög skemmtigildi bókar-
innar með vísunum í bókmennta-
texta og þjóðsögur. Pipraðir pá-
fuglar er fallega hönnuð bók
með fjölda litprentaðra mynda úr
miðaldahandritum og rúsínan í
pylsuendanum eru 23 uppskrift-
ir af herramannsmat frá Reykhól-
um. Útgefandi: Hið íslenska bók-
menntafélag.
Sjálfstætt fólk. Vistarband og
íslenskt samfélag á 19. öld eftir
Vilhelm Vilhelmsson
Sjálfstætt fólk er fróðlegt og að-
gengilegt verk um vistarbandið og
líf alþýðunnar á 19. öld. Höfund-
urinn Vilhelm Vilhelmsson setur
margslungið samband undir-
sáta og yfirboðara, andóf, átök
og möguleika í fræðilegt sam-
hengi. Hann varpar nýju og nokk-
uð bjartara ljósi á vistarbandið og
sýnir fram á hvernig það þjónaði
margvíslegum samfélagslegum
tilgangi og var hluti af menningu
og stjórnskipulagi Norður-Evrópu.
Víða er leitað fanga í þessu viða-
mikla verki og útgáfan öll hin
vandaðasta. Útgefandi: Sögufélag.
Svo veistu að þú varst ekki
hér. Hinsegin sagnfræði og
hinsegin saga á Íslandi, ritstj.
Íris Ellenberger, Ásta Kristín
Benediktsdóttir og Hafdís Erla
Hafsteinsdóttir
Svo veistu að þú varst ekki hér er
fræðirit um sögu hinsegin fólks á
Íslandi, hið fyrsta sinnar tegund-
ar og er því um tímamótaverk
að ræða. Í bókinni er að finna
sex ritrýndar greinar eftir jafn-
marga höfunda sem hver á sinn
hátt varpar ljósi á sögu hinsegin
fólks, orðræðu um hinsegin fólk
og hinsegin fræði sem nálgun á
sögu og samfélag. Verkið er þarft
og mikilvægt innlegg í umræðu
samtímans. Auk ritstjóranna eiga
Þorsteinn Vilhjálmsson, Þorvald-
ur Kristinsson og Kristín Svava
Tómasdóttir greinar í bókinni. Út-
gefandi: Sögufélag.
Í dómnefndinni voru:
Árni Matthíasson, Hildigunnur
Þráinsdóttir og Soffía Auður
Birgisdóttir
Betri
Svefn
TILNEFNINGAR TIL MENNINGARVERÐLAUNA DV 2017
M
enningarverðlaun DV
fyrir árið 2017 verða af-
hent við hátíðlega athöfn
föstudaginn 5. október í
nýjum og glæsilegum höfuðstöðv-
um DV að Suðurlandsbraut 14. Í ár
verða veitt verðlaun í sjö flokkum;
kvikmyndum, leiklist, tónlist, bók-
menntum, fræðum og stafrænni
miðlun auk þess sem veitt eru sér-
stök heiðursverðlaun.
Þá verða lesendaverðlaun dv.is
veitt en þar munu lesendur dv.is fá
tækifæri til þess að kjósa það verk,
listamann eða höfund sem þeim
líst best á. Þriðjudaginn 2. október
hefst netkosning á dv.is sem stend-
ur til miðnættis 4. október. Sú til-
nefning sem hlýtur flest atkvæði í
netkosningunni hreppir lesenda-
verðlaun dv.is.
Hér má sjá allar tilnefningarnar
og skipan dómnefnda í tveimur
flokkum, flokki fræðirita og leik-
list. Á næstu dögum verða birt á
vef dv.is tilnefningar í öllum þeim
flokkum sem veitt verða verðlaun
fyrir.
Fræðirit
Steinunn Kristjánsdóttir
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir
Ásta Kristín Benediktsdóttir
Brynhildur
Guðjónsdóttir
Vilhelm Vilhelmsson
Guðjón
Friðriksson
Sverrir Tómasson
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is