Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Side 31
Íslensk framleiðsla 28. september 2018 KYNNINGARBLAÐ 1000 ÁRA SVEITAÞORP: Ferskar kartöflur í umhverfisvænum umbúðum Þetta er óneitanlega hugsjón enda er ekki nóg að hafa bara plastlausan september. Við þurfum að gera meira, gera allt sem við getum til að minnka notk- un á einnota plastumbúðum,“ segir Ársæll Markússon, eigandi fyrirtæk- isins 1000 ára sveitaþorp sem selur ferskar kartöflur í umhverfisvænum pappírsumbúðum. „Ég er búinn að vera í kartöflum frá því ég var pínulítill patti og í gegnum tíðina hef ég séð hvað plastnotkun hefur aukist gríðarlega. Ég spurði sjálfan mig hvernig gæti ég breytt nærumhverfi mínu til að sporna við þessu og svarið var sérvaldar og handpakkaðar kartöflur í fallegum, umhverfisvænum umbúðum,“ segir Ársæll. Kalla má 1000 ára sveitaþorp fjölskyldufyrirtæki en Ársæll, sem er alinn upp við kartöfluræktun í Þykkvabænum, starfar einn í fyrir- tækinu en nýtur aðstoðar foreldra sinna sem eru gamalgrónir kartöflu- ræktendur. Ársæll er 32 ára gamall, menntaður matreiðslumaður og hefur starfað í Bandaríkjunum, Frakk- landi og Danmörku. „Síðan kom ég heim og þá var gott að leita aftur til upprunans, komast með hendurnar aftur í jörðina, í gróð- urmoldina,“ segir Ársæll, en fyrirtækið var í raun stofnað utan um nýja kjöt- afurð sem Ársæll hefur þróað og ber heitið Skræður. Skræðurnar koma á markaðinn síðar í haust og segjum við þá betur frá þeim. Kartöflurnar í umhverfisvænu pappírsumbúðunum frá 1000 ára sveitaþorpi eru til sölu í verslunum Krónunnar, Melabúðinni og Nóatúns. „Vonandi fylgja aðrar búðir þeirra fordæmi. Því fólk verður að hafa val í sínu nærumhverfi til jákvæðra breytinga,“ segir Ársæll að lokum. Þeir sem kaupa þær fá góðar og ferskar kartöflur um leið og þeir stuðla að minni plastnotkun á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.