Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Page 34
Íslensk framleiðsla 28. september 2018KYNNINGARBLAÐ Þóra Björk Schram hefur fengist við listsköpum meirihluta ævi sinnar en á síðustu árum hefur sköpunarkraftur hennar fengið sífellt meiri útrás í fallegum nytjahlutum, til dæmis veggskúlptúrum, stólkollum með fögrum sessum, rekaviðarkollum með sessum í sauðalitum og litríkum púðum. „Ég fæst við málverkið og vatnslitina inni á milli en ég er textílhönnuður að mennt og stefndi alltaf leynt og ljóst að iðnhönnun eða vöruhönnun,“ segir Þóra Björk sem lærði í Bandaríkjunum auk þess að ljúka textílnámi frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands. Yfirfær- slan í vöruhönnun tók mikinn kipp fyrir örfáum árum þegar Þóra Björk komst í stærri vinnuaðstöðu: „Ég var með vinnustofu á Korpúlfsstöðum í átta ár og var þar í dásamlegu umhverfi. En ég flutti mig um sett í Gufunes fyrir þrem- ur árum. Ég fékk þar stóra vinnustofu í nýja lista- og kvikmyndaþorpinu sem er að rísa þar. Þá fór ég að geta víkkað út vinnuna og gert mun stærri og meira krefjandi hluti,“ segir Þóra Björk. Íslensk náttúra – þetta fagra og smáa „Ég sæki innblásturinn fyrst og fremst í íslenska náttúru. Tek gjarnan myndir af plöntum og það heillar mig að reyna að gefa þessum litlu blóm- um og jurtum rödd – til dæmis dýjamosa, blóð- bergi og geldinga- hnappi, svona jurt- um sem okkur hættir til að ganga yfir án þess að taka eftir,“ segir Þóra Björk. Þóra Björk hefur átt í gefandi sam- starfi við húsgagnahönnuðinn Ólaf Þór Erlendsson um hönnun á stólkoll- um undir merkinu SPOT Iceland. Þóra Björk hannar sessur á kollana: „Ég nota þarna íslensku ullina sem ég læt lita og spinna fyrir mig áður en hún er nýtt í sessurnar. Ég útfæri mínar hugmyndir í lit og formi af íslenskum plöntum og þegar ég er búin að finna plöntuna gef ég henni gps-punktinn, nákvæma staðsetningu þar sem ég fékk inn- blásturinn – og þær upplýsingar fylgja SPOT kollinum.“ Þóra Björk er einnig þekkt fyrir mjög fallega púða sem hún hannar. „Við púðagerðina er ég alveg í núvitundinni og það er gott að fara í þá til að hvíla sig á öðru – ég kemst alveg í trans.“ Auk þess hannar Þóra Björk hljóðskúlptúra, vegg- og gólfteppi sem tengjast sama efni auk þess að mála og taka ljósmyndir. Mæltu þér mót við listamanninn Nánar má skoða list og hönnun Þóru Bjarkar á Facebook, Þóra Björk Design, SPOT Iceland og thorabjorkdesign.is. Til að þreifa á verkunum og hugsanlega kaupa eða leggja inn pöntun er gott að mæla sér mót við Þóru Björk í galler- íi hennar að Vatnsstíg 3. Er þá fyrst hringt í listamanninn í síma 822-7510. Samtalið getur síðan þróast með þeim hætti að farið er með Þóru Björk upp í vinnustofu hennar í Gufunesi. Sjá einnig Instagram-síðu Þóru Bjarkar: https://www.instagram.com/ thorabjorkdesign/. ÞÓRA BJÖRK SCHRAM: Vöruhönnun innblásin af íslenskri náttúrufegurð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.