Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Qupperneq 34
Íslensk framleiðsla 28. september 2018KYNNINGARBLAÐ Þóra Björk Schram hefur fengist við listsköpum meirihluta ævi sinnar en á síðustu árum hefur sköpunarkraftur hennar fengið sífellt meiri útrás í fallegum nytjahlutum, til dæmis veggskúlptúrum, stólkollum með fögrum sessum, rekaviðarkollum með sessum í sauðalitum og litríkum púðum. „Ég fæst við málverkið og vatnslitina inni á milli en ég er textílhönnuður að mennt og stefndi alltaf leynt og ljóst að iðnhönnun eða vöruhönnun,“ segir Þóra Björk sem lærði í Bandaríkjunum auk þess að ljúka textílnámi frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands. Yfirfær- slan í vöruhönnun tók mikinn kipp fyrir örfáum árum þegar Þóra Björk komst í stærri vinnuaðstöðu: „Ég var með vinnustofu á Korpúlfsstöðum í átta ár og var þar í dásamlegu umhverfi. En ég flutti mig um sett í Gufunes fyrir þrem- ur árum. Ég fékk þar stóra vinnustofu í nýja lista- og kvikmyndaþorpinu sem er að rísa þar. Þá fór ég að geta víkkað út vinnuna og gert mun stærri og meira krefjandi hluti,“ segir Þóra Björk. Íslensk náttúra – þetta fagra og smáa „Ég sæki innblásturinn fyrst og fremst í íslenska náttúru. Tek gjarnan myndir af plöntum og það heillar mig að reyna að gefa þessum litlu blóm- um og jurtum rödd – til dæmis dýjamosa, blóð- bergi og geldinga- hnappi, svona jurt- um sem okkur hættir til að ganga yfir án þess að taka eftir,“ segir Þóra Björk. Þóra Björk hefur átt í gefandi sam- starfi við húsgagnahönnuðinn Ólaf Þór Erlendsson um hönnun á stólkoll- um undir merkinu SPOT Iceland. Þóra Björk hannar sessur á kollana: „Ég nota þarna íslensku ullina sem ég læt lita og spinna fyrir mig áður en hún er nýtt í sessurnar. Ég útfæri mínar hugmyndir í lit og formi af íslenskum plöntum og þegar ég er búin að finna plöntuna gef ég henni gps-punktinn, nákvæma staðsetningu þar sem ég fékk inn- blásturinn – og þær upplýsingar fylgja SPOT kollinum.“ Þóra Björk er einnig þekkt fyrir mjög fallega púða sem hún hannar. „Við púðagerðina er ég alveg í núvitundinni og það er gott að fara í þá til að hvíla sig á öðru – ég kemst alveg í trans.“ Auk þess hannar Þóra Björk hljóðskúlptúra, vegg- og gólfteppi sem tengjast sama efni auk þess að mála og taka ljósmyndir. Mæltu þér mót við listamanninn Nánar má skoða list og hönnun Þóru Bjarkar á Facebook, Þóra Björk Design, SPOT Iceland og thorabjorkdesign.is. Til að þreifa á verkunum og hugsanlega kaupa eða leggja inn pöntun er gott að mæla sér mót við Þóru Björk í galler- íi hennar að Vatnsstíg 3. Er þá fyrst hringt í listamanninn í síma 822-7510. Samtalið getur síðan þróast með þeim hætti að farið er með Þóru Björk upp í vinnustofu hennar í Gufunesi. Sjá einnig Instagram-síðu Þóru Bjarkar: https://www.instagram.com/ thorabjorkdesign/. ÞÓRA BJÖRK SCHRAM: Vöruhönnun innblásin af íslenskri náttúrufegurð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.