Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Page 62
62 SPORT 28. sept 2018
H
eimur fótboltans getur
verið grimmur, smáat-
riði og heppni geta skipt
sköpum ef þú ætlar að
ná alla leið. Ungir drengir, sem
eiga sér þann draum að ná
langt, missa hann oft fljótt úr
höndum sér. Meiðsli, rangar
ákvarðanir og fleira getur leik-
ið þar stórt hlutverk. DV fékk til
liðs við sig nokkra álitsgjafa til
að skoða hvaða íslenskir leik-
menn hefðu átt að ná miklu
lengra en raun bar vitni, leik-
menn sem höfðu allt til þess að
ná langt. Um er að ræða leik-
menn sem sköruðu fram úr
mjög ungir að árum og mikið
var látið með. Listinn gæti verið
lengri en ákveðið var að skera
niður við níu nöfn.
BARNASTJÖRNUR SEM NÁÐU
EKKI AÐ UPPLIFA DRAUMINN
n Heimur fótboltans getur verið grimmur n Meiðsli verða oft til þess að draumurinn rætist ekki
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Við gömlu höfnina
EILÍF HAMINGJA
GRILLAÐ ÞORSKSPJÓT,
HUMARSÚPA & BRAUÐ
HÁDEGIS TILBOÐ
VIRKA DAGA
2.850
Viktor Unnar Illugason
Meiðsli á meiðsli ofan hafa einkennt feril
Viktors Unnars Illugasonar sem var á sín-
um ein mesta vonarstjarna sem íslenskur
fótbolti hafði séð. Hann var keyptur 16
ára gamall til Reading og það var slegist
um hann, stórlið um alla Evrópu vildu fá
Viktor. Sú saga er sögð að Reading, sem á
svipuðum tíma fékk Gylfa Þór Sigurðsson,
hafi lagt mesta áherslu á að fá Viktor og
þá rekið augun í Gylfa, sem gæti náð langt.
Hjá Reading töldu allir öruggt að Viktor
gæti orðið næsta stjarna liðsins. Alvarleg
bakmeiðsli gerðu Viktori erfitt fyrir hjá
félaginu, hann komst aldrei inn í aðalliðið.
Hann kom heim til Íslands árið 2008 og
gekk í raðir Vals. Síðan hann kom heim
hafa meiðsli plagað hann og orðið til þess
að hann hefur leikið í neðri deildum síðustu
ár. Hann lék með Kórdrengjum í sumar en
liðið komst upp úr neðstu deildarkeppni
KSÍ.
Átti að verða íslenski Alan Smith
Sigurður Donys Sigurðsson
Kraftur, snerpa, úthald og elding. Svona
væri hægt að lýsa því hvernig Sigurður
Donys frá Austurlandi hafi verið á sínum
yngri árum sem knattspyrnumaður.
Sjaldan hefur ungur drengur vakið jafn
mikla athygli á Íslandi. Newcastle,
Manchester United og Middlesbrough
höfðu öll sýnt Sigurði áhuga og fylgst
með framgangi hans. Hann fór ungur að
árum frá Einherja, uppeldisfélagi sínu,
í Þór á Akureyri en náði aldrei flugi þar.
Hann hefur stundum prófað að vera í
öðru liði en Einherja en hugurinn leitar
alltaf heim.
Átti að verða íslenski Diego
Maradona
Hjálmar Þórarinsson
Hjálmar byrjaði að vekja athygli fyrir
frammistöðu sína með Þrótti 16 ára
gamall árið 2002. Þar var á ferð öflugur
framherji, klókari en flestir, sterkur
og nokkuð áræðinn. Skoska stórliðið
Hearts ákvað að festa kaup á Hjálmari
en þar fékk hann lítil tækifæri. Eftir
tæp þrjú ár í Skotlandi kom Hjálmar
heim, árið 2007, og lék með Fram árið
2011. Síðan þá lék hann aðeins í neðri
deildum. Það var árið 2014 sem Hjálmar
opnaði sig um geðræn vandmál sín og
skrifaði um það pistil. ,,Þunglyndi er
ógeðslegt og ég óska ekki mínum versta
óvini að ganga í gegnum það sem ég hef
á síðustu þremur árum. Orsakirnar eru
alls konar og úrræðin álíka flókin. Sum
úrræði hjálpa manni mikið, önn-
ur ekki svo mikið og mikill munur getur
verið á milli alvarleika og mismunandi
„útfærslum“ einkenna milli einstak-
linga,“ skrifaði
Hjálmar meðal
annars.
Átti að
verða
íslenski
Robbie
Fowler
Ingólfur Sigurðsson
Gæti enn orðið frábær spilari í efstu deild á Íslandi en
Ingólfur fór mjög ungur að vekja athygli erlendra liða.
Það var árið 2008, þegar Ingólfur var 15 ára gamall,
sem hann gekk í raðir Heerenveen í Hollandi. Hann
vakti athygli þar og margir héldu að þarna væri
næsta stjarna hollenska fótboltans. Hann fór hins
vegar að finna fyrir andlegum veikindum sem hann
hefur svo rætt opinskátt í seinni tíð, Ingólfur kom
heim árið 2009 og fór í KR en ári síðar var hann aft-
ur farinn í hollenska félagið. Stoppið var stutt
og síðan þá hefur Ingólfur spilað á Ís-
landi. Hann lék í sumar í næstefstu
deild en á sér þann draum að
finna sig í Pepsi-deildinni á
nýjan leik.
Átti að verða íslenski
Cristiano Ronaldo
Björn Jónsson
Hætti í fótbolta sumarið 2014 eftir aðeins
einn leik með Kára í neðri deildum. Það
heyrðu flestir talað um Björn Jónsson af
Akranesi í kringum 2000 og í nokkur ár þar
á eftir. Hann hætti hins vegar í fótbolta
aðeins 24 ára gamall. Ungur að árum hélt
Björn til hollenska félagsins Heerenveen,
hann var hjá félaginu í nokkur ár en kom til
Íslands árið 2011 og gekk í raðir KR. Þar náði
hann aldrei neinu flugi vegna meiðsla.
Björn gafst að lokum upp á fótboltanum,
var með ótrúlega hæfileika til að vera í
fremstu röð.
Átti að verða íslenski Cristiano
Ronaldo
Rannver Sigurjónsson
Rannver er eitt mesta efni sem
Breiðablik, þar sem besta unglingastarf
landsins fer fram, hefur séð. Ótrúlegur
styrkur og hraði varð fljótt vopn sem
fáir réðu við í fari Rannvers, hann var
17 ára gamall byrjaður að láta til sín
taka í Kópavoginum. Hann og allir aðrir
bjuggust við því að atvinnumennskan
kæmi, það var ekki spurning um hvort,
heldur hvenær. Hann lék í nokkur ár í
Kópavoginum en fór síðan í önnur lið
og hætti loks sumarið 2013, þá 29 ára
gamall.
Átti að verða íslenski Michael
Owen
Þórarinn Kristjánsson
Bjargvætturinn, Þórarinn Brynjar Krist-
jánsson úr Keflavík var 16 ára byrjaður
að láta til sín taka. Eins og svo margir
sem eiga að eiga glæsta framtíð fyrir
sér, þá voru það meiðsli sem urðu til
þess að Þórarinn náði ekki að gera neitt
merkilegt úr ferli sínum. Hann lék með
Keflavík stærstan hluta ferilsins og var
oft öflugur, miðað við byrjunina á ferli
hans og hæfileika þá hefði Þórarinn átt
að ná miklu lengra en að vera á Íslandi í
stundum ekkert alltof góðu formi.
Átti að verða íslenski Dennis
Bergkamp
Björn Orri Hermannsson
Nautið úr Árbænum var maður sem
flestir töldu að myndi leika fjölda
A-landsleikja í hjarta varnarinnar.
Hann virtist hafa allan pakkann,
16 ára gamall var hann keyptur til
Ipswich á Englandi en draumurinn
rættist aldrei þar. Björn kom
heim 18 ára gamall, árið 2007,
en meiðsli urðu til þess að ferill
hans komst aldrei af stað. Björn
lék með yngri landsliðum Íslands
og hefði með smá heppni getað náð
mjög langt.
Átti að verða íslenski Tony Adams
Sigmundur Kristjánsson
„Simmi Kristjáns, hann á eftir að verða
stjarna,“ mátti oft heyra á völlum landsins
í kringum 2000. Þá var Sigmundur farinn
að vekja áhuga erlendra lið og árið 2001
samdi hann við Utrecht í Hollandi. Hann
stoppaði ekki lengi þar og kom heim
skömmu síðar. Meiðsli höfðu mikið að segja
í því að Sigmundur náði aldrei að hámarka
það úr ferlinum sem var mögulegt. Hann
átti góð ár í KR frá 2005 til 2007. Sigmund-
ur lék oftast sem kantmaður en hann var
klókari en flestir og með hraða og styrk.
Átti að verða íslenski David
Beckham