Fréttablaðið - 28.12.2018, Page 34

Fréttablaðið - 28.12.2018, Page 34
Óhætt er að segja að árið 2018 hafi verið viðburðaríkt í áliðnaði. Það má segja að togstreita stórveldanna í heiminum hafi hverfst um álið. Og þar sem verð á áli ræðst á heimsmarkaði hefur það áhrif á íslenska álfram- leiðslu. Tollahækkanir Banda- ríkjanna á ál hafa einkum beinst að Kínverjum, enda hefur verið sýnt fram á að ríkisstuðningur við álframleiðslu þar í landi skekki samkeppnisstöðuna á heimsvísu. En tollar á álinnflutning hafa einnig náð til Evrópuríkja og nágrannarík- janna Kanada og Mexíkó og hefur tollastríðið valdið spennu á álmörk- uðum. Áfram stefnir í heilbrigðan vöxt í eftirspurn áls upp á 4-5% á næstu árum. Umframeftirspurn er eftir áli á heimsvísu á þessu ári og útlit fyrir að svo verði áfram á því næsta. Birgðir dragast því saman, einkum í heiminum utan Kína, sem mun til lengri tíma leiða til hækkunar álverðs, samkvæmt greiningarfyrir- tækinu CRU. Á móti kemur að verð á aðföngum til álframleiðslu hefur hækkað verulega, bæði á súráli og rafskautum. Útlit er fyrir að jafn- vægi komist á súrálsmarkaði á næsta ári, samkvæmt CRU. Það sætir tíðindum að álfram- leiðsla á Íslandi hefur aldrei verið meiri. Framleidd voru yfir 880 þúsund tonn árið 2017 og þegar talið er úr steypuskálum, þar sem búnar eru til flóknari og virðismeiri afurðir með því að blanda álinu við önnur efni, þá fór framleiðslan í fyrsta skipti yfir 900 þúsund tonn. Það eru fjárfestingar í frekari áfram- vinnslu sem skapa þennan árangur ásamt bættri straumnýtingu. Ísland er næststærsti álframleið- andi í Evrópu og er Evrópa helsti markaður fyrir álafurðir íslenskra álvera. EES-samningurinn hefur mikla þýðingu, enda eru íslenskir álframleiðendur þar innan tol- lamúra. Um 16% af heimsfram- leiðslunni eru framleidd í Evrópu, þar af er hvorki meira né minna en helmingurinn endurunninn. Um 90% alls áls sem fer í bygg- ingar og farartæki í Evrópu skila sér til endurvinnslu, enda þarf til þess einungis 5% orkunnar sem fer í að frumframleiða álið. Það er því verulegur fjárhagslegur ávinningur, sem treystir rekstrargrunn endur- vinnslufyrirtækja um allan heim. Þar sem losunin í álframleiðslu á heimsvísu er einkum vegna orku- vinnslunnar, þá minnkar kolefnis- fótspor áls margfalt í hvert sinn sem það er endurunnið. Ísland er enginn eftirbátur ann- arra Evrópuríkja þegar kemur að endurvinnslu og má nefna sem dæmi hátt endurvinnsluhlutfall drykkjar- dósa úr áli, en það er yfir 90% og með því hæsta í Evrópu. Samál hefur tekið þátt í átaksverkefnum til að ýta undir endurvinnslu áls hér á landi, bæði á Fiskideginum mikla á Dalvík síðasta sumar og eins með söfnunarátaki sprittkerta síðustu jól. Undirtektir hafa verið frábærar og getur fólk áfram skilað álinu til endurvinnslu- stöðva, í söfnunargáma Grænna skáta og í tunnur Gámaþjónustunn- ar og Íslenska gámafélagsins. Fjögur teymi hönnuðu vörur til framleiðslu úr sprittkertum í sam- vinnu við Málmsteypuna Hellu og voru þær sýndar á afmælisopnun Hönnunarmars fyrr á þessu ári. Þar á meðal var stóll sem hann- aður var af Sölva Kristjánssyni hjá Studio Portland og var hann valinn til sýningar á loftslagsráðstefnunni í Póllandi fyrr í desember. Þar með var hringrásin orðin að veruleika. Meiri áframvinnsla og bætt straumnýting Pétur Blöndal, framkvæmda- stjóri Samáls Þessi áramót eru umvafin óvissu fyrir ferðaþjónustufyrir-tæki. Óvissu um flugframboð næsta árs, óvissu um samsetningu ferðamannahópsins, óvissu um gengisþróun og kostnaðarþætti og óvissu um niðurstöðu kjarasamn- inga. Það eru engin ný vísindi að óvissa er almennt slæm fyrir rekstur fyrirtækja og fyrir atvinnugrein sem byggir reksturinn á bókunum og sölu 18-24 mánuði fram í tímann veldur hún jafnvel enn flóknari stöðu en ella. Undanfarið ár höfum við séð hvernig breytingar á fjölda ferða- manna og samsetningu ferða- mannahópsins eftir markaðs- svæðum geta haft áhrif á rekstur fyrirtækjanna, meðal annars gagn- vart dvalarlengd og kaupum á skipulögðum ferðum. Þegar til allra þátta er litið er eitt það helsta sem læra mátti um rekstur ferðaþjón- ustufyrirtækja árið 2018 að það er alls ekki línulegt samhengi milli fjölda ferðamanna og afkomu fyrir- tækjanna. Þegar horft er til ársins 2019 blas- ir við að hafa verður sérstakar gætur á stöðu ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni. Skýrsla KPMG fyrir Ferðamálastofu sem út kom í haust sýnir vel þann mikla mun sem er á rekstrarskilyrðum fyrir- tækjanna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tækifærin til upp- byggingar ferðaþjónustu á lands- byggðinni eru gríðarleg en þau þarf að byggja undir með markvissum aðgerðum. Margt af því sem hefur verið gert á undanförnum þremur árum er gott, en betur má ef duga skal. Til langs tíma verður að byggja upp stefnumótun á grunni þekking- ar og rannsókna og leggja áherslu á praktískar aðgerðir til að auka dreifingu ferðamanna um landið allt á öllum árstímum. Að því þurfa allir áfram að vinna vel saman, ríki, sveitarfélög og atvinnugreinin. Í umræðu um kjaramál má stund- um skilja á verkalýðsforkólfum að atvinnurekendur sitji almennt feitir á fjósbitum stórfyrirtækja sinna. Það er einfaldlega rangt. Níutíu og níu prósent allra fyrirtækja á Íslandi eru lítil og meðalstór og hjá þessum fyrirtækjum starfa 7 af hverjum 10 starfsmönnum á landinu. Þessi fyrir- tæki standa undir 68% af greiddum launum í landinu. Yfirgnæfandi meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja fellur í þennan flokk lítilla og meðal- stórra fyrirtækja og þau hafa á und- anförnum árum fjárfest gríðarlega, glímt við miklar kostnaðarhækkanir – meðal annars vegna mikilla launa- hækkana á síðasta kjarasamninga- tímabili – og vinna í útflutningsum- hverfi þar sem gengissveiflur ráða miklu um afkomuna. Það er algerlega dagljóst að það er engin innistæða hjá ferða- þjónustufyrirtækjum fyrir ítrustu kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verði gengið fast fram til að raun- gera þær óraunhæfu kröfur er ljóst að það mun bitna einna harðast á ferðaþjónustufyrirtækjum sem þá hafa ekki aðra kosti en að draga saman seglin. Slíkur þvingaður sam- dráttur verður hvorki jákvæður fyrir atvinnurekendur né launafólk sem starfar í ferðaþjónustunni, hvað þá fyrir þau samfélög um allt land sem hefur sýnt sig að hafa nú orðið getað litið til ferðaþjónustunnar sem helsta möguleika til uppbygg- ingar fjölbreyttari atvinnutæki- færa en áður. Það er til mikils góðs unnið fyrir allt samfélagið ef hægt verður að ná skynsamlegri niður- stöðu um skiptingu þeirra gæða sem til staðar eru, í stað átaka um kröfur sem ekki eiga sér stoð í raun- veruleikanum. Slíkt mun aðeins leiða til meiri vanda fyrir alla. Ógnir og tækifæri á árinu 2019 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar Óvissa í alþjóðlegum efna-hagsmálum hefur sett mark sitt á hlutabréfamarkaði síðustu mánuði og fjárfestar munu ekki kveðja árið 2018 með miklum söknuði. Hlutabréfavísitölur austan hafs og vestan hafa lækkað um 10-15% á árinu og 15-25% frá hæstu gildum. Hér á landi hefur lækkunin verið heldur minni, eða um 2% til 5% eftir því hvort tekið er mið af Úrvalsvísitölunni eða Heildarvísi- tölu Nasdaq Iceland. Eins og ávallt er þróun hlutabréfaverðs nokkuð mis- jöfn eftir félögum. Þrátt fyrir lækkun hlutabréfavísitalna hafa til að mynda hlutabréf Haga og Iceland Seafood hækkað um um það bil þriðjung, hlutabréf Marel um 15% og hlutabréf Skeljungs og Kviku banka í námunda við 10% á árinu. Þótt verðþróun hafi ekki að öllu leyti verið að óskum fjárfesta er hægt að gleðjast yfir ýmsu á innlendum verðbréfamarkaði á árinu sem er að líða. Arion banki var skráður á Nas- daq-hlutabréfamarkaðina á Íslandi og í Stokkhólmi í júní. Útboð félag- ins var það stærsta sem íslenskt félag hefur ráðist í samhliða skráningu. Kvika banki varð fyrstur íslenskra banka á hlutabréfamarkað frá fjár- málahruninu þegar hann var skráður á First North-markaðinn í mars síð- astliðnum. Heimavellir voru skráðir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland í maí og var fyrsta fyrirtækið í meira en áratug til að sækja nýtt hlutafé í útboði sam- hliða skráningu á markað. Skráð fyrirtæki gáfu út nýtt hlutafé í mun meira mæli en sést hefur á síðustu árum, hlutafé sem þau nýttu til kröftugs vaxtar. Alls hefur útgáfa nýs hlutafjár í þessum tilgangi numið um 30 milljörðum króna undanfarið ár. Þá hefur útgáfa skráðra skuldabréfa ekki verið meiri frá árinu 2010. Hefur skuldabréfaút- gáfa bankanna og fasteignafélag- anna vegið þyngst. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að íslenskur verðbréfamarkaður getur nú veitt fyrirtækjum sveigjanleika og afl til að bregðast ákveðnar við aðstæð- um en ella, stökkva á tækifærin og styrkja samkeppnisstöðu sína. Áhugi meðal fyrirtækja á skrán- ingu hefur aukist undanfarið. Nokkur fyrirtæki hafa þegar hafið undirbúning að skráningu á hluta- bréfamarkað eða íhuga það alvar- lega. Aukinn áhugi endurspeglast einnig í þátttöku 17 smærri fyrir- tækja í First North skólanum, sem Nasdaq Iceland heldur í félagi við Íslandsbanka, KPMG, Logos og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Markmið námskeiðsins er að fyrir- tækin verði í stakk búin að skrá sig á hlutabréfamarkað að því loknu. Forsendur eru fyrir því að íslensk- ur verðbréfamarkaður haldi áfram að eflast á komandi misserum og árum og leiki sífellt stærra hlut- verk í fjármögnun íslensks atvinnu- lífs. Til þess þarf þó samstillt átak markaðsaðila og stjórnvalda. Þær leiðir að settu marki sem nefndar eru í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið eru ágætur leiðarvísir og ríma vel við úttekt alþjóðlega vísitölufyrirtækisins FTSE Russell á íslenskum hlutabréfamarkaði. Verði unnið markvisst í samræmi við leið- beiningar framangreindra aðila er von til þess að íslenskur verðbréfa- markaður geti stutt svo um munar við íslenskt efnahagslíf á komandi árum. Þróunin á íslenskum verðbréfa markaði á árinu Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Ársins sem nú er að líða verður sennilega fyrst og síðast minnst fyrir það að vera árið sem óhóflegt veiðigjald var fest í sessi. Fyrir einhverja kann það að hljóma sem öfugmæli, því samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að gjaldið á næsta ári verði lægra, í krónum talið, en á yfirstandandi ári. Sumir sem eiga að vita betur hafa kveðið vísuna um lækkun á veiðigjaldi og þykir jafnan gott efni í fyrirsagnir. Minni umræða er um það sem raunverulega gerðist með setningu laga um veiðigjald í desember. Það sem raunverulega gerðist var eftirfarandi: Veiðigjald er miðað við afkomu í útgerð frá einu ári til annars. Eðli máls samkvæmt getur það sveiflast eftir því hvort vel eða illa ári í sjávarútvegi. Hugsanavilla margra er sú að telja að ef stofn til veiðigjalds minnki þá lækki gjöldin. Til útskýringar má taka dæmi af einstaklingi sem greiðir 37% tekju- skatt. Ef tekjur hans lækka, lækkar þá skatturinn? Í krónum talið já, en hann er að greiða hlutfallslega jafn mikið í skatt, eða 37%. Upphæð veiðigjalds á næsta ári verður lægri en hún var á líðandi ári. Það er vegna verulega erfiðari rekstrarskilyrða í sjávarútvegi á árinu 2017 heldur en á árinu 2015, sem gildandi veiðigjald tekur mið af. Ef ekki hefðu verið gerðar neinar breytingar á lögum, hefði veiðigjald orðið 2,5 milljarðar króna á fisk- veiðiárinu 2019 til 2020. Það gefur augaleið að það er verulega lægri fjárhæð en þeir 11,2 milljarðar króna sem sjávarútvegur greiddi á fiskveiðiárinu 2017 til 2018. Frumvarp til lagfæringa á veiði- gjaldi hafði verið lagt fram á vor- þingi. Þar var meðal annars gert ráð fyrir leiðréttingu á gjaldinu fyrir yfirstandandi ár. Stjórnarand- staðan þráaðist við í nokkra daga og stjórnarmeirihlutinn lagði upp laupana án þess að frumvarpið kæmi til eiginlegar umræðu. Það voru mikil vonbrigði að þær lag- færingar sem boðaðar voru í fyrra frumvarpinu skyldu ekki skila sér í því síðara. Lagfæringin var jafn mikilvæg í vor og haust. En af hverju er sífellt verið að vara við háu og íþyngjandi veiðigjaldi? Fyrst ber að nefna að sjávarútvegur á Íslandi setur sig ekki upp á móti hóflegu auðlindagjaldi, en bendir þá í leiðinni á þá staðreynd að sjávar- útvegur er eini geiri atvinnulífsins sem greiðir þetta gjald. Sjávarút- vegurinn er þó langt frá því að vera eina atvinnugreinin sem nýtir auð- lind. Hvers vegna að taka eina grein svo langt út fyrir sviga og reyna að kreista úr henni hverja krónu? Við þeirri spurningu virðast fá svör. Íslenskur sjávarútvegur er einn sá fremsti í heiminum. Það byggist meðal annars á því að hann er vel skipulagður og tæknivæddur. Til þess að hægt sé að halda áfram á þeirri braut verður hann að vera í færum til að fjárfesta. Með tækni- væðingu og fjárfestingu hefur sjáv- arútveginum tekist að halda sínum hlut á alþjóðlegum markaði. Án fót- festu þar er íslenskur sjávarútvegur hvorki fugl né fiskur og á því munu allir tapa. Allt hangir þetta því saman og stundum þarf að íhuga betur sam- hengi hlutanna. Við megum vera stolt af því sem vel rekin og burðug sjávarútvegsfyrirtæki eru að gera; við erum þar fremst meðal jafningja og það er síður en svo auðfengið. Við erum síst ríkari en aðrar þjóðir af auðlindum, en af sjávarauðlind- inni hefur okkur auðnast að gera veruleg verðmæti fyrir samfélagið allt. Þeirri stöðu má ekki sólunda með of íþyngjandi gjaldtöku heima fyrir. Óhófleg gjaldtaka á eina atvinnugrein Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sumir sem eiga að vita betur hafa kveðið vísuna um lækkun á veiðigjaldi og þykir jafnan gott efni í fyrirsagnir Það er algjörlega dagljóst að það er engin innistæða hjá ferða- þjónustufyrirtækjum fyrir ítrustu kröfum verkalýðs- hreyfingarinnar Ísland er næststærsti álframleiðandi í Evrópu og er Evrópa helsti markaður fyrir álafurðir íslenskra álvera 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R14 MARKAÐURINN 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E 9 -6 9 9 4 2 1 E 9 -6 8 5 8 2 1 E 9 -6 7 1 C 2 1 E 9 -6 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.