Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 4
Veður
Suðaustan 10-15 og víða vætusamt í
dag, en áfram hægara og þurrviðri á
Norðurlandi. Hiti 2 til 7 stig.
sjá síðu 62
Sundlaugarpartí
Heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði skemmti sér konunglega í gær við serrí-
drykkju og konfektát og leiki í sundlaug hjúkrunarheimilisins. Fréttablaðið/Eyþór
sAMGÖNGuMáL „Ungir ökumenn
eru í rauninni sá hópur sem er að
skera sig úr með sinni góðu hegðun.
Þau hafa kannski bara aldrei staðið
sig jafn vel og núna,“ segir Þórhildur
Elín Elínardóttir, samskiptastjóri
Samgöngustofu, en á undanförnum
árum hefur dregið úr umferðar-
slysum sem ungir ökumenn eiga
aðild að.
Samkvæmt tölum Samgöngu-
stofu, sem ná til fyrstu átta mánaða
ársins, hafa orðið 107 umferðar-
slys sem ungir ökumenn eiga aðild
að. Er þar um að ræða ökumenn á
aldrinum 17-20 ára. Hafa þessi slys
aðeins einu sinni verið færri á sama
tíma frá árinu 2002 en fyrstu átta
mánuði síðasta árs voru þau 113 og
137 árið áður.
Hið sama er uppi á teningnum
þegar horft er á alvarleg umferðar-
slys. Þau voru 12 fyrstu átta mánuði
ársins en 19 bæði í fyrra og hittið-
fyrra. Umferðarslysum þar sem
ungir ökumenn eiga í hlut hefur
fækkað umtalsvert frá 2007 og 2008
þegar fjöldi þeirra náði hámarki.
Fyrstu átta mánuði þeirra ára voru
slysin um 250 talsins.
Að sögn Þórhildar má rekja
þennan árangur til nokkurra þátta.
„Það var gerð breyting á ökunáminu
2010 sem hafði strax merkjanleg
áhrif í fækkun slysa hjá ungum öku-
mönnum. Námið var gert ítarlegra
þar sem Ökuskóla 3 var bætt við.“
Annar stór þáttur séu breytingar
sem gerðar voru á punktakerfinu
2007.
„Það ár var svolítill hápunktur í
fjölda slysa. Það var farið í það að
nýta punktakerfið skipulega gagn-
vart ungum ökumönnum þannig
að það varð mjög virk endurgjöf á
hegðun í umferðinni.“
Þá skipti miklu máli það fræðslu-
og forvarnarstarf sem unnið sé.
„Krakkar eru alveg frá leikskólaaldri
að fá umferðarfræðslu sem hentar
þeirra aldri og þroska. Þessi fræðsla
heldur áfram alveg upp í framhalds-
skólana.“ Þórhildur telur einnig að
samfélagsbreytingar eigi þátt í þess-
ari jákvæðu þróun.
„Síðast en ekki síst er hægt að
nefna ábyrgð foreldra. Samfélagið
hefur verið að þróast á þann hátt að
foreldrar taka upp til hópa virkari
þátt í uppfræðslu barna sinna og
hegðun þeirra.“
Það sé merkilegt að þessi þróun
eigi sér stað á sama tíma og umferð
hafi aukist umtalsvert. „Þessi árang-
ur er sérstaklega eftirtektarverður í
því ljósi. Þeim er reyndar pínulítið
að fækka sem taka bílpróf 17 ára.
Við sjáum þá tilhneigingu í útgáfu
ökuskírteina. Það er ekki endilega
sama ofuráhersla lögð á það að fá
bílpróf 17 ára.“
sighvatur@frettabladid.is
Ungir ökumenn aldrei
staðið sig jafn vel og nú
Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur farið fækkandi undan
farin ár og miðað við tölur fyrstu átta mánaða ársins heldur sú þróun áfram.
Samskiptastjóri Samgöngustofu segir ýmsar ástæður að baki þessari þróun.
Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur farið fækkandi
undanfarin ár þrátt fyrir umtalsvert aukna umferð. Fréttablaðið/aNtON briNK
Ungir ökumenn eru
í rauninni sá hópur
sem er að skera sig úr með
sinni góðu hegðun. Þau hafa
kannski bara aldrei staðið sig
jafn vel og núna.
Þórhildur Elín Elínardóttir,
samskiptastjóri Samgöngustofu
595 1000
GRAN CANARIA60+
ALLT INNIFALIÐ
29. Janúar í 14 nætur
Frá kr.
199.995
FARARSTJÓRI: GUNNAR SVANLAUGS
viðskipti Bandaríska fjárfestingar-
félagið Indigo Partners hyggst fjár-
festa fyrir allt að 75 milljónir Banda-
ríkjadala, jafnvirði nær 9,4 milljarða
króna, í WOW air.
„Fjárfestingin er þó háð niður-
stöðunni í viðræðunum við skulda-
bréfaeigendur WOW air,“ segir í til-
kynningu frá WOW. Enn sé unnið að
áreiðanleikakönnun. Indigo kaupi
hlutabréf í WOW air og sé að skoða
að gefa út breytanlegt skuldabréf til
WOW. – gar
Fjárfest í WOW
með fyrirvörum
Fleiri myndir af fjörinu á Hrafnistu er að finna á
+Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í
Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+Plús
verðLAGsMáL Samkvæmt verðlags-
vísitölu fyrir neysluútgjöld heimil-
anna er Ísland dýrasta landið í Evr-
ópu. Niðurstöðurnar eru á vegum
Eurostat, Hagstofu Evrópusam-
bandsins, og byggja á umfangsmikl-
um verðmælingum í 38 löndum.
Það er nánast sama hvar borið
er niður, Ísland kemur yfirleitt
verst út. Eini flokkurinn sem Ísland
kemur þokkalega út, í evrópskum
samanburði, er sameiginlegur
flokkur fyrir rafmagn, eldsneyti og
aðra orkugjafa. Þar leikur lágt raf-
orkuverð lykilhlutverk.
Húsgögn og innréttingar, heim-
ilistæki og raftæki eru dýrust á
Íslandi. Vöruflutningar eru hvergi
dýrari en hér og verðlag á veit-
ingastöðum og hótelum er hæst á
Íslandi. Aðeins í Noregi er áfengi og
tóbak dýrara en hér, en þar munar
litlu. Matvara er dýrari í Sviss og
Noregi en Ísland er í þriðja sæti. – bg
Ísland dýrasta
land í Evrópu
svíÞjÓð Dómstóll í Gautaborg
úrskurðaði í gær lýðháskólanema á
þrítugsaldri í gæsluvarðhald vegna
gruns um að hafa undirbúið hryðju-
verk í samráði við aðra.
Hinn grunaði er ríkisfangslaus
Palestínumaður með tengsl við
Sýrland og hefur búið á ýmsum
stöðum í vesturhluta Svíþjóðar frá
2014. Hann er með bráðabirgða-
dvalarleyfi. Sænska öryggislög-
reglan handtók manninn snemma
á fimmtudagsmorgun. Nokkrir voru
þá kallaðir til yfirheyrslu en þeim
var sleppt síðar um daginn.
Lögreglan fékk tilkynningu frá
öðru landi um meintan undirbún-
ing að hryðjuverki í Svíþjóð. – ibs
Palestínumaður
talinn hyggja á
hryðjuverk
skúli Mogesen, forstjóri WOW air.
Fréttablaðið/aNtON briNK
1 5 . d e s e M b e r 2 0 1 8 L A u G A r d A G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
C
E
-F
4
9
0
2
1
C
E
-F
3
5
4
2
1
C
E
-F
2
1
8
2
1
C
E
-F
0
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K