Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 20
Víkkar sjóndeildarhringinn
Erasmus+
Rannís auglýsir umsóknarfresti 2019
Sjá nánar á www.erasmusplus.is
Í menntahluta Erasmus+
Nám og þjálfun – umsóknarfrestur 5. febrúar
Samstarfsverkefni – umsóknarfrestur 21. mars
Í æskulýðshluta Erasmus+
Umsóknarfrestir 5. febrúar, 30. apríl og 1. október.
Með sífellt vax-andi netheimi býr fólk sér til aðgang að fleiri og fleiri síðum o g ö p p u m .
Lausleg talning blaðamanns sýndi
að hann var skráður inn á átján mis-
munandi aðganga í símanum einum
í gær. Trúlega mun fleiri í borðtölv-
unni. Þegar flækjustigið er orðið
þetta hátt er óhjákvæmilegt að fólk
freistist einfaldlega til þess að nota
sama lykilorðið alls staðar eða að
nota örfá lykilorð, kannski þrjú eða
fjögur, fyrir mun fleiri aðganga.
Reglulega birtast fréttir af stórum
gagnalekum. Lykilorðum á fjölda
vefsíðna hefur verið lekið og eru
þau aðgengileg hverjum þeim sem
kann að leita að slíkum vefsíðum,
gegn vægu gjaldi. Noti maður sama
lykilorðið á mörgum stöðum getur
slíkur leki því haft afar neikvæðar
afleiðingar. Gamli aðgangurinn að
Myspace gæti sum sé orðið manni
að falli og með lykilorðið þaðan að
vopni gæti óprúttinn aðili nálgast
viðkvæmar upplýsingar, jafnvel
kortanúmer, eða sent eitthvað ógeð-
fellt frá sér í þínu nafni.
Fréttablaðið fer þess vegna yfir
þrjú mikilvæg ráð sem hægt er að
styðjast við til að koma í veg fyrir að
allt fari á versta veg. Þó að hvert og
eitt stuðli að auknu öryggi er vissu-
lega best að hafa þau öll á hreinu.
Settu netöryggi
þitt á oddinn
Allt of margir nota sama lykilorðið alls staðar án til-
lits til afleiðinga þess ef þessu eina lykilorði er lekið.
Kortanúmer, viðkvæmar upplýsingar og jafnvel
orðspor manns eru í hættu. Fréttablaðið gefur les-
endum þrjú góð ráð um öryggi á netinu.
Tækni
Þórgnýr Einar
Albertsson
thorgnyr@frettabladid.is
Verstu lykilorð ársins
samkvæmt SplashID
1. 123456
2. password
3. 123456789
4. 12345678
5. 12345
6. 111111
7. 1234567
8. sunshine
9. qwerty
10. iloveyou
Samfélagsmiðillinn Facebook
greindi í gær frá hugbúnaðarvillu
sem olli því að útgefendur snjall-
forrita sem geta tengst Facebook
gátu skoðað allar þær myndir sem
allt að 6,8 milljónir Facebook-not-
enda höfðu hlaðið upp á miðilinn
en aldrei klárað að birta.
Mögulega vegna þess að viðkom-
andi snerist hugur og vildi ekki birta
myndina.
Samkvæmt yfirlýsingu frá Face-
book gátu útgefendur allt að 1.500
forrita séð þessar óbirtu myndir í
september síðastliðnum en villan
hefur nú verið löguð.
„Okkur þykir leitt að þetta hafi
skeð. Í næstu viku munum við gefa
útgefendum verkfæri svo þeir geti
séð hvort villan snerti þá beint. Við
munum vinna að því með útgef-
endum að eyða myndunum og láta
alla þá sem villan gæti hafa haft
áhrif á vita af málinu,“ sagði í yfir-
lýsingunni.
Þetta er langt frá því að vera fyrsta
hneykslismál Facebook á árinu. – þea
Veittu aðgang
að óbirtum
myndum
Enn eitt öryggismálið.
Nordicphotos/GEtty
Notaðu öruggt lykilorð
Ef maður ætlar ekki að
nota lykilorðastjóra er
þetta að minnsta kosti
lágmark. Mesta hættan
stafar af því að fólk sem
þekkir mann geti giskað
á lykilorðið og að
óprúttnir aðilar
reyni einfaldlega að
prófa allar mögu-
legar samsetningar.
Það gæti virst góð
hugmynd að nota
lykilorð sem lítur einhvern veginn
svona út: „XoE3!#lz5“. Þannig geta
vinir ekki giskað á lykilorðið og
tölustafir og tákn gera þrjótum
erfiðara fyrir að finna réttu sam-
setninguna.
Það er enn sniðugra að nota
í staðinn þrjú eða fjögur orð af
handahófi, sem ekki tengjast
manni persónulega. Auðveldara
er að muna slík lykilorð, tölva væri
mörg ár að giska á lykilorðið „taska.
heftari.flaska.dagatal“ og orðin
tengjast manni ekki persónulega.
Tveggja þátta
auðkenning
Mörg forrit og
vefsíður bjóða not-
endum upp á að
nota tveggja þátta
auðkenningu. Það þýðir
að fyrstu innskráningu í nýju
tæki, eða jafnvel hverja einustu
innskráningu, þarf að staðfesta
með því að slá inn kóða sem
maður fær sendan í farsímann.
Þetta gerir það að verkum að
mun erfiðara er að brjótast inn á
aðganginn. Ekki dugar lengur að
vera með lykilorðið eitt.
Lykilorðastjórar
Svokallaðir lykilorðastjórar (e.
password managers) eru forrit sem
vista öll lykilorðin þín á einum,
öruggum og dulkóðuðum stað.
Allflest þessara forrita bjóða þér
upp á að búa til nýtt lykilorð fyrir
þig. Eitthvað sem maður ætti sjálfur
í vandræðum með að muna en for-
ritið man auðveldlega.
„Ef ég gæti gefið ykkur aðeins eitt
ráð fyrir framtíðina myndi það vera
að nýta sér lykilorðastjóra,“ sagði
blaðamaður The Verge í umfjöllun
sinni á síðasta ári.
Tvö vinsælustu forritin, Lastpass
og Dashlane, eru tiltölulega einföld
bæði í notkun og uppsetningu.
Gjaldfrjálsar útgáfur forritanna
bjóða upp á alla helstu fídusa. Þau
búa til, vista, og fylla inn lykilorð
fyrir þig.
Lastpass býður svo áskrift á tvo
dali á mánuði sem leyfir manni að
deila lykilorðum, samhliða notkun í
farsíma og gefur
forgang að að-
stoð. Áskrift að
Dashlane kostar
3,33 dali og felur
í sér samhliða
notkun í síma og
vöktun á
lykilorðum
sem hefur
verið lekið
svo fátt eitt
sé nefnt.
1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
C
E
-D
B
E
0
2
1
C
E
-D
A
A
4
2
1
C
E
-D
9
6
8
2
1
C
E
-D
8
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K