Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 28
MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sunna Tsunami eins og hún er þekkt í heimi blandaðra bardagalista, er enn frá vegna meiðsla en vonast til að geta barist fljótlega á nýju ári. Á laugardaginn verða sautján mán- uðir síðan hún barðist síðast þar sem hún vann þriðja bardaga sinn á atvinnumannsferlinum í Invicta- bardagasamtökunum gegn Kelly D’Angelo. Hún er ein af fremstu bardaga- konum landsins en leiðinleg meiðsli sem tóku sig upp í bardaga hennar gegn Mallory Martin í fyrra hafa dregið dilk á eftir sér. „Þetta eru gömul meiðsli frá bar- daganum gegn Mallory. Hún er með mjög harðan haus sem er eins og veggur og það laskaði höndina á mér. Eftir þann bardaga fór ég í myndatökur og þar kom ekkert í ljós hvað var að hendinni þann- ig að ég tók strax næsta bardaga og barðist stuttu síðar gegn Kelly,“ segir Sunna sem átti erfitt með að æfa fyrir þann bardaga. „Höndin var nánast ónýt, ég gat ekki kýlt tveimur vikum fyrir bar- daga og í öllum myndatökum sást bara lítið brot en það sást ekki að ég reif öll liðbönd í þeim hnúa sem ég nota mest þegar ég kýli. Svo fara smábein úr liði sem á varla að vera hægt og það kom ekki í ljós fyrr en sérstakur handasérfræðingur sá þetta í samstarfi við röntgenlækni. Þá sáu þeir loksins hvað hafði farið úrskeiðis.“ Sunna hefur ekki farið í aðgerð vegna meiðslanna. „Rökrétt hefði verið að fara strax í aðgerð þegar þetta kemur upp en þetta greindist svo seint og ég var búin að fara í annan bardaga svo að það var tvísýnt hvaða árangur myndi nást með aðgerðinni. Það hefði tekið sex mánuði í endurhæf- ingu og svo hefði ég jafnvel þurft að fara í aðra aðgerð út frá því. Ég hef farið eftir ráðum hvernig best er að vinna að endurhæfingu og hef á trú á hæfni líkamans til að laga þetta.“ Sunna hefur sinnt þjálfun hjá Mjölni og tekið þátt í daglegu starfi til að dreifa huganum. „Þetta hefur verið erfiður tími, langt tímabil, en það hefur hjálpað mér mikið að taka þátt í starfi Mjölnis við að þjálfa. Það hefur dreift huganum. Erfiðasta við þetta allt saman er hausinn á manni, hvort þetta sé varanlegt og vera að velta framhaldinu fyrir sér. Um tíma átti ég erfitt með að lyfta vatnsglasi og prjóna en núna get ég prjónað, haldið á stórri vatnsflösku og kýlt hluti þannig að þetta er allt að koma til,“ sagði Sunna glaðbeitt. „Höndin er ekki eins og verður aldrei aftur 100 prósent en ég er búin að sætta mig við það. Það er allt á réttri leið og ég sé bjarta tíma fram undan.“ Búið var að samþykkja bardaga gegn Jamie Moyle sem átti að fara fram á laugardaginn en hún þurfti að hætta við vegna meiðslanna. „Ég var búin að bóka bardaga 15.  desember þar sem ég átti að mæta Jamie Moyle sem hefði verið frábær bardagi fyrir mig en ég þurfti að hætta við vegna meiðslanna. Hún hefur tvívegis barist í UFC og þetta hefði verið góður stökkpallur fyrir minn feril. Ég er enn þá svolítið að naga mig í handarbökin út af því að hafa hætt við þann bardaga en á sama tíma þakklát fyrir að hafa gefið líkamanum lengri tíma til endurhæfingar,“ sagði Sunna sem sinnir endurhæfingunni á stað sem er henni afar kær. „Ég ákvað að koma til Taílands til að hlaða batteríin á sama tíma og njóta lífsins og æfa á fullu. Hér tók ég fyrstu bardaga mína og það er táknrænt að koma hingað aftur með dóttur mína og við æfum saman. Ég er að finna aftur eldmóðinn og ég er alls ekki hætt, þegar ég kem heim þá set ég allt á fullt og stefni á að berjast næst í mars.“ kristinnpall@frettabladid.is Erfiðastur er hausinn á manni Sunna stefnir á að snúa aftur í búrið í mars á næsta ári. Hún hefur glímt við þrálát meiðsli. Mynd/HallMar Freyr Sunna Tsunami Davíðs- dóttir, bardagakona úr Mjölni, þurfti í haust að blása af bardaga, sem átti að fara fram á laugar- daginn, vegna þrálátra meiðsla í hendi sem hafa verið að plaga hana. Langan tíma tók að greina meiðslin en hún er á réttri leið og von- ast til að komast aftur í búrið innan skamms. Um tíma átti ég erfitt með að lyfta vatnsglasi og prjóna en í dag get ég prjónað, lyft vatns- flösku og kýlt af fullum krafti. Sunna Tsunami Davíðsdóttir KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Golf Atvinnukylfingurinn Guð- rún Brá Björgvinsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni hefur leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópu- mótaröðina í  Marokkó á sunnu- daginn. Leiknir verða fimm hring- ir á Amelkis-golfvellinum í úthverfi Marrakesh og eru alls 115 kylfingar skráðir til leiks. Niðurskurður verður eftir fjórða hring þar sem sextíu efstu kylfingarnir berjast um eitt af efstu 25 sætunum sem veitir fullan þátttökurétt á Ev r ó p u m ó t a r ö ð - inni á næsta ári. Með Guðrúnu í ráshóp á sunnu- daginn eru þær Lauren Horsford frá Englandi og hin finnska Niina Liias og verða þær ræstar út klukkan 9.40 um morguninn að staðartíma. Guðrún Brá sem varð Íslandsmeistari í högg- leik í fyrsta sinn fyrr á þessu ári er að reyna í annað sinn að komast inn á Evrópumótaröðina, sterkustu mótaröð Evr- ópu. Hún lenti í 53. sæti á sama tíma fyrir ári og var sex höggum frá því að öðlast þátt- tökurétt. Þess í stað keppti hún á LETA-móta- röðinni, næst sterkustu móta- röð Evrópu á þessu ári, hennar fyrsta sem atvinnukylfingur. Bestum árangri náði hún undir lok tíma- bilsins þegar hún deildi 17.  sæti í Barcelona eftir að hafa verið meðal efstu kylfinga fyrir loka- hringinn. Takist henni að komast inn á Evr- ópumótaröðina verða tveir íslenskir kylfingar á mótaröðinni á næsta ári. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leikið á mótaröðinni undanfarin tvö ár með góðum árangri. Þá verður hún fjórði íslenski kylf- ingurinn sem kemst á þessa sterk- ustu mótaröð Evrópu ef henni tekst að enda meðal 25 efstu kylfinga á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sem varð á sínum tíma fjórum sinnum Íslandsmeistari í höggleik kvenna varð sú fyrsta til að komast inn á mótaröðina og lék í tvö ár. Þá hefur Ólafía Þórunn Kristins- dóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tekið þátt í mótum á Evrópumóta- röðinni með reglulegu millibili undanfarin ár. – kpt Guðrún Brá hefur leik í Marrakesh  HAndbolti Það kemur í ljós í dag hvaða liði íslenska kvennalandslið- ið í handbolta mætir í umspilli fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Japan árið 2019.  Ísland komst áfram á lokastig undankeppninnar þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti riðilsins í Skopje á dögunum en liðið var með besta árangurinn í öðru sæti riðla- keppninnar. Alls verða átján lið í pottinum þegar dregið verður í París á morgun og er Ísland í neðri styrkleikaflokki. Í efri styrkleikaflokki má finna nágranna okkar frá Danmörku og Svíþjóð og norsku valkyrjurnar hans Þóris Hergeirssonar ásamt Spáni, Þýskalandi, Svartfjallalandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Serbíu. Leikirnir fara fram í maí og júní næstkomandi og mun íslenska liðið byrja á heimavelli. – kpt Dregið í umspil fyrir HM í dag Úr æfingarleik landsliðsins gegn Sví- þjóð. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Crossfit Björgvin Karl Guðmunds- son og Sara Sigmundsdóttir eru bæði í 3. sæti fyrir lokadag Dubai CrossFit  Championship sem fer fram í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum þessa dagana.  Sara átti góðan dag í gær þegar hún lenti í 2. sæti, 4. sæti og 9. sæti í þrautum  dagsins  og saxaði með því á forskot Samantha Briggs sem leiðir fyrir lokadaginn. Í karlaflokki var Björgvin í öðru sæti fyrir gær- daginn en missti Mathew Fraser, hraustasta mann heims, fram úr sér snemma í gær. Björgvin átti góðan dag í gær og náði best öðru sæti  ásamt því að koma í mark í fimmta og sjötta sæti en Fraser er kominn með gott for- skot í efsta sæti.  – kpt Sara og Björgvin í þriðja sæti fyrir lokadaginn 1 5 . d e s e M b e r 2 0 1 8 l A U G A r d A G U r26 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð sport 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -2 5 F 0 2 1 C F -2 4 B 4 2 1 C F -2 3 7 8 2 1 C F -2 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.