Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 36

Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 36
Leikkonan Hera Hilmars-dóttir er stödd hér á landi og fylgir eftir stór-myndinni Mortal Eng-ines sem hún fer með aðalhlutverk í. Myndin er frumraun Christians Rivers og framleidd af Peter Jackson. Hera fær almennt mikið lof fyrir leik sinn í myndinni og þykir fara vel með hlutverk hinnar viljasterku upp- reisnarkonu Hester Shaw. Mortal Engines er byggð á fyrstu bókinni í fjögurra bóka bálki enska rithöfundarins Philips Reeve. Ef myndin verður vinsæl í kvik- myndahúsum gæti verið að fleiri verði gerðar í framhaldi. Myndin gæti því orðið upphaf á kvikmynda- bálki í ætt við önnur verk Peters Jackson, The Lord of the Rings og The Hobbit. Mortal Engines er framtíðar- ævintýri. Borgir eru skriðdrekar sem ferðast um jörðina í leit að orku. Valta yfir og gleypa minni borgir. Grafík og tæknibrellur eru fyrirferðarmiklar en Hera sagði frá því á sérstakri Nexus-forsýningu í Laugarásbíói á miðvikudagskvöld að brellurnar væru minni en fólk grunar. Ótal risastór kvikmyndasett voru byggð, sum á stærð við heilan smábæ. Finnur ekki fyrir frægðinni Hera gefur sér tíma til að spjalla um hlutverkið og lífsins gang á Kaffi Vest. Hún hefur nóg fyrir stafni. Hefur ferðast landa á milli vegna frumsýninga Mortal Engines, því fylgir mikil vinna. Þá er hún í tökum á nýrri sjónvarpsþáttaseríu, See. Serían verður sú fyrsta úr smiðju Apple og er framtíðarævintýri eins og Mortal Engines. Sögusviðið er nokkuð óvanalegt en allir í þessum dystópíska heimi eru blindir. Hand- rit þáttanna skrifar Steven Knight, höfundur Peaky Blinders, og þeim er leikstýrt af Francis Lawrence, sem leikstýrði meðal annars The Hunger Games: Catching Fire og Mockingjay 1 & 2. Hera, finnur þú fyrir því að þú sért orðin fræg? Hera hlær. „Nei, bara alls ekki. Ég finn bara fyrir því að það er meira að gera. Mér finnst annars afskaplega lítið hafa breyst. Ég tek ekki eftir því að fólk horfi meira á mig eða á eftir mér. Kannski er það af því að á plak- ötum fyrir myndina er ég með trefil fyrir hálfu andlitinu,“ segir hún. Hester, hún er skemmtileg kven- hetja. Og óvenjuleg, er það ekki? „Hún er meiri háttar og það ger- ist ekki oft að maður fær boð um að leika hlutverk sem er jafn vel skrifað. Hún er svo marglaga og saga eins og hennar er miklu oftar sögð af karlhetjum í svona kvikmyndum. Hún er breysk, gerir mistök, er með stórt og ljótt ör í andlitinu. Það er dýpt í henni. Það er svo oft sem konur eru svo einhliða, sérstaklega í hasar- og hetjumyndum. Þar er oft gert út á útlitsmiðaðan kynþokka og karlar drífa söguna. Mortal Engines er hins vegar saga sem er drifin áfram af kvenhetjum. Sem eru sterkar og þær sýna miklu frekar sinn innri mann, mér finnst það svo ótrúlega mikilvægt,“ segir Hera. Stórsigur að bera ör „Hester er ekki sett í kynþokkafull- an búning eins og oft verður þegar sögur sem þessar rata á hvíta tjaldið. Hún er ekki í þröngum fötum með ýktan farða og það er ekkert gert út á fegurð eða þokka. Ég er með stórt ör í andlitinu, er reytt og sveitt,“ segir Hera. Þó hafi sumir harðir aðdáendur bókanna orðið von- sviknir yfir því að Hester hafi ekki verið enn ljótari. „Í bókunum er hún blind á öðru auga og með afar djúpt ör í gegnum andlitið, það vantar hluta af nefinu á henni. Mér fannst eiginlega stór- sigur að ég var þó með svona stórt og ljótt ör í andlitinu. Það var tækni- lega erfitt að gera stórt ör í kringum augnsvæðið. Það var tekin ákvörð- un um að láta augnatillitið vera stór- an hluta af tjáningu Hester á sínum innri heimi, þess vegna náði örið til dæmis ekki yfir augað,“ útskýrir Hera. Klökknaði yfir Wonder Woman Hún segist þrá að þróunin haldi áfram í þá átt að í kvikmyndum fái kvenhetjur í meiri mæli að sýna meira af sínum innri heimi í stað kynþokka. Og fái að vera sterkari og stærri gerendur í sögum kvikmynda. „Veistu að ég eiginlega fékk kökk í hálsinn á nokkrum stöðum þegar ég horfði á Wonder Woman til dæmis. Í senunum þar sem við sjáum allar konurnar vera að berjast og gera bara alls konar áhugaverða hluti í myndinni, þá fann ég svo sterkt hvað ég sakna þess að konur fái þetta rými í kvikmyndum. En á sama tíma óskaði ég þess kannski að hún hefði fengið að vera aðeins hrárri, með minni förðun og svona. Af því kynþokki kvenna fyrir mér snýst ekki um að við séum fullkom- lega tilhafðar. Sérstaklega ef við erum Wonder Woman og höfum í nógu að standa! Hverjum finnst ekki messí kona sexí?“ segir hún og skellir upp úr. „Maður er bara orðinn þreyttur á því að það sé einhver ákveðin hug- mynd um kynþokka kvenna sem er bara alls ekki alltaf málið. Við höfum upp á svo miklu meira að bjóða.“ Ekkert grín að taka þessi skref „Það væri svo frábært ef við kæm- umst á betri stað sem samfélag. Það er ekkert grín að taka þessi skref í Hollywood. Auðvitað er staður fyrir fullkomið lúkk, flott bikiní eða þrönga galla, ekki misskilja mig, við þurfum alveg smá af hvoru tveggja, en það er bara ekkert jafnvægi í því. Sumar af þeim kvikmyndum sem hafa verið gerðar, þar sem reynt var að brjótast út fyrir rammann og ætlast til að þær gerðu vel á alheims- vísu þess vegna, eru myndir sem eru einfaldlega bara ekki nógu góðar. Í mörgum þeirra eru konur gerðar „sterkar“ eða „áhugaverðar“ út frá einhverjum hugmyndum gamal- dags karllægra viðmiða, enda oftast karlmenn sem skrifa, leikstýra og framleiða. Þessar myndir eru gerðar fyrir konur, svona til að sýna lit, og þegar konur mæta svo ekki í bíó af því að þær eru engan veginn að tengja við myndina, þá er ástæðan sem er gefin oft svo fráleit. Ég gleymi því til dæm- ist aldrei þegar einn framleiðandinn einnar þannig stórmyndar sagði við mig: „Það sem við lærum á þessu er að næst höfum við karlmann með henni. Það er betra.“ Þetta snýst náttúrulega engan veginn um það. Það að niðurstaðan hafi í einlægni verið að myndir sem konur leiða geri það ekki nógu gott í kvikmyndahúsum er sorglegt. Konur dæmdar eftir útlitinu „Ef ég hugsaði ekki þannig, þá væri ég búin að gefast upp,“ segir Hera Hilmars- dóttir um leik- listina. Hún hefur einbeittan vilja að vopni í velgengni sinni í Holly- wood. „Ég held stundum að fólk sé svolítið hrætt við mig því ég tek þetta allt saman svo alvarlega.“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is „Veistu að ég eiginlega fékk kökk í hálsinn á nokkrum stöðum þegar ég horfði á Wonder Woman,“ segir Hera og vill að konur fái meira rými í kvikmyndum. Fréttablaðið/Eyþór Þetta verður að breyt- ast og við verðum að fara að Horfa meira á innri Heim kvenna. upp- lifanir Þeirra og Hugs- anir en ekki statt og stöðugt á útlitið. ↣ 1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r34 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -0 D 4 0 2 1 C F -0 C 0 4 2 1 C F -0 A C 8 2 1 C F -0 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.