Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 38

Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 38
Ég vona því að mynd eins og Mortal Engines verði ekki dæmd út frá því að kona leiði hana!“ segir Hera og hlær. „Reyndar er Hester með gæja í eftirdragi mestalla myndina, Tom, svo kannski yrði hún frekar dæmd fyrir að vera ekki nógu „hot“! En það væri þá algjör raunveruleg birtingarmynd ádeilu Mortal Engines, svo kannski væri eitthvað fútt í því.“ Töluðu um kindur á Skype Tökurnar tóku sex mánuði á Nýja- Sjálandi. Þar hefur samfélagið dafnað í kringum kvikmyndagerð Peters Jackson á áþreifanlegan hátt. Hera sendi prufutöku af sér fyrir myndina sem hún tók upp á Leifs- götu. Síðan var hún boðuð í spjall nokkrum dögum síðar á Skype með leikstjóranum Christian Rivers, Peter Jackson, Fran Walsh og Phil- ippu Boyens sem framleiða einnig og skrifa handritið með Peter. Í því spjalli segir Hera að þau hafi mest rætt um söguþráðinn, karakterinn og svo kindur. Hvort þær væru fleiri en íbúar hvors lands fyrir sig. Og þar með var hlutverkinu landað. „Það sem stendur upp úr í þessu öllu er hreinlega reynslan af því að taka þátt í þessu ferli. Þetta var á svo stórum skala. En vegna þess hve indælt samfélag Peter er búinn að byggja upp í kringum kvikmynda- gerð sína þá upplifði ég vinnuna á svipaðan hátt og ég væri að taka þátt í lítilli sjálfstæðri kvikmynd. Það er mikið jafnræði í vinnu við kvikmyndina á allan hátt. Það er samt auðvitað alltaf pressa að leika í kvikmynd sem er framleidd af Peter Jackson. Maður veit að maður þarf að gera eins vel og maður mögulega getur, eins og náttúrulega alltaf. Peter er frábær, svolítill nörd og almennt mjög indæll maður. Hann er með hugann við verkefni sem snýst um að búa til hamborgara- kjöt úr plöntum. Hann var alltaf að bjóða manni í mat að smakka þessa grænkeraborgara. Hann er ofboðs- lega afslappaður. Ég bjó í einu af húsunum þeirra sem liggja á strandlengju. Var fáein- um húsum frá honum og fjölskyldu hans. Það var mjög huggulegt. Stutt að rölta á milli ef ég vildi kíkja í heimsókn, nota sundlaugina eða klappa köttunum. Við dóttir þeirra erum líka góðar vinkonur í dag. Tek það samt fram að þau lifa alls ekki eins og kóngar þó að það hljómi kannski þannig þegar minnst er á sundlaugar og svona. Þau eru virki- lega hluti af samfélaginu,“ segir Hera frá. Viss um meira samstarf Finnst þér aldrei skrýtið að kynnast fólki svona náið og fara svo bara á næsta stað, næsta sett? „Maður fer að venjast því. Þetta er flæði. Fyrst var maður fullur trega en svo áttar maður sig á því að maður hittir marga vinnufélaga sem maður hefur tengst vel aftur. En stundum sækir þetta á mig. Það fer eftir því hvernig maður dílar við það. Mér fannst skrýtið að klára túrinn með þeim en ég veit að ég get alltaf hoppað upp í flugvél og farið í frí til þeirra til Nýja-Sjálands. Þau eru ekki farin úr lífi mínu og ég er reyndar viss um að við gerum aðra mynd saman. Hvort sem það verður framhald á Mortal Engines eða eitt- hvað annað,“ segir Hera. Hvað er það besta við að starfa sem leikkona? „Það er það að fara inn í alls konar sögur. Hugsanir og heima og ferðast á ólíka staði í heiminum. Að sjá og finna, setja sig í spor annarra og geta breitt út sögur frá einu heimshorni til annars,“ segir Hera. Konur dæmdar eftir útlitinu Hera segist alltaf taka eitthvað með sér úr hverju hlutverki og frá hverj- um stað. „Ég fann hugrekki og enn meiri viljastyrk en ég taldi mig búa yfir í söguhetjunni Hester. Ég er svolítið mild að eðlisfari en ég get líka verið sterk. Mér finnst ég sterkari eftir að ég kynntist Hester,“ segir Hera. „Fólk dæmir hana. Samfélagið er alltaf að dæma konur eftir útlitinu.“ Minna „hot“ í ár? „Já, einmitt,“ segir Hera og skellir upp úr. „Þetta verður að breytast og við verðum að fara að horfa meira á innri heim kvenna. Upplifanir þeirra og hugsanir en ekki statt og stöðugt á útlitið. Auk þess sem við rennum ekki út, takk fyrir. Við erum eins og falleg tré sem verða stærri og meiri, marglaga með djúpum línum, og fallegri fyrir vikið,“ segir Hera. Gjöf að fá Herdísi fyrir kennara Hera sleit barnsskónum í Hlíða- hverfi í Reykjavík og gekk í Ísaks- skóla. Hún hugsar með hlýju til skól- ans og síns gamla umsjónarkennara, Herdísar Egilsdóttur. „Herdís Egilsdóttir var umsjónar- kennari minn frá því ég var fjögurra ára þangað til ég var átta ára gömul. Ég áttaði mig á því seinna hvað það var mikilvægt hvað hún kenndi okkur og hvernig. Ég skil ekki af hverju það er ekki meira af þessu alls staðar. Að fara í gegnum það að búa til sitt eigið land, þjóðsöng, kosningar. Lýðræði og allt svona. Þegar Lion King kom út fórum við öll saman í röð niður í kjallara og þar var líklega fyrsti stóri flatskjár landsins!“ segir hún og hlær. „Við sátum og horfðum á myndina. Það Hera notar app sem heitir Head­ space til að róa hugann þegar hún er á þönum. FréTTablaðið/Eyþór Hlutverk eins og Hester Shaw eru ekki á hverju strái í Hollywood. eru ekki allir kennarar sem myndu fatta að góð kvikmynd er kennslu- efni og tæki til að kveikja á alls kyns hugtökum og málefnum. Við ræddum um myndina. Herdís er algjörlega einstök. Ég var heppin að fá að fara til hennar, það varð næstum ekki. Svona grunnur hjálpar öllum. Skapandi og virk gagnrýnin hugsun er svo mikilvæg og gagnast ekki bara lista- mönnum heldur hverjum sem er.“ Dauðans alvara Hera hefur frá barnsaldri ætlað sér að verða leikkona. Móðir Heru er Þórey Sigþórsdóttir leikkona og faðir hennar er Hilmar Oddsson leikstjóri. „Ég lærði af þeim að þú þarft að gefa þig allan í leiklistina. Fyrir mig var þetta alltaf stefnan. Ég var alltaf í þessum heimi. Foreldrar mínir reyndu í fyrstu að fá mig ofan af því að fara í leiklistarbransann. En þegar þau fundu og sáu hvað ég var einbeitt þá naut ég stuðnings þeirra. Mér var alltaf dauðans alvara með þessu,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég held stundum að fólk sé svolítið hrætt við mig því ég tek þetta allt saman svo alvarlega,“ segir hún. En málið er að ef þú ætlar þér að verða leikari, þá verður það að vera þannig að þú vilt ekkert annað. Og þannig er það með mig. Ég vil ekkert annað, annars væri ég löngu búin að gefast upp. Ég læri það annars meira og meira með aldrinum að taka hlutunum minna alvarlega. Ég upplifði að ég bar mikla ábyrgð sem barn. Þegar þú átt listamenn fyrir foreldra þá er alveg líklegt að þú hafir áhyggjur af því hvort þau nái endum saman um mánaðamótin og svona, eða hvað þau eru að vinna á mismunandi stöðum og lengi. Þetta er sérstakur og krefjandi heimur en það gefst líka oft tækifæri til að eyða tíma með foreldrum sínum sem aðrir hafa ekki sem eiga foreldra sem vinna „venjulegri“ vinnutíma eða vinnu.“ Fékk lánað selló á Nýja­Sjálandi Hera er gæddi fleiri hæfileikum. Hún æfði á selló í mörg ár og lærði meðal annars í Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Gunnari Kvaran. Tónlistin laut í lægra haldi fyrir leiklistinni. „Ég er ekki í sama formi og ég var. Ég mætti spila oftar. Sellóið er stórt og ég ferðast ekki alltaf með það. Ég hætti að æfa á selló eftir fyrsta árið mitt í MH. En ég gríp oft í sellóið, því fylgir ákveðin slökun að spila á það. Ég á mitt eigið hljóðfæri sem ég spila stundum á í London. En ég er oft stirð og klaufaleg þegar langt líður á milli. Þetta er þó allt þarna einhvers staðar, og fer að glitta í það aftur þegar maður gefur sér tíma í það. Í tökum á Mortal Engines fékk ég lánað selló sem afi leikstjórans smíðaði, það var virkilega fallegt hljóðfæri. Þægilegt að spila á það og fyrirhafnarlaust.“ Vildi fara erfiðu leiðina Ferill Heru fór strax af stað eftir að hún útskrifaðist frá LAMDA í London – The London Academy of Music and Dramatic Arts. „Ég fann að ég myndi hafa gott af því að fara út. Ég var farin að fá hlutverk hér heima. Þannig að það var smá erfitt að fara út og í annað land. Þar sem enginn þekkir þig. En ég vildi fara erfiðu leiðina,“ útskýrir Hera sem fór í gegnum strangt inntökupróf en um 4.000 manns sóttu um og aðeins 29 komust inn. „Ég vildi vita hvert þetta myndi leiða mig. Eftir á að hyggja var þetta risastórt verkefni sem fylgdi mikið álag. En ég hafði þetta nú af. Þó að stundum hafi ég keyrt mig út svo að það hreinlega sá á mér. Leiklistar- skólar eru svo mismunandi. Hlut- verkin sem ég tók að mér á Íslandi áður en ég fór út reyndust mér vel. Ég lærði af þeim. En svo var hollt að læra ýmislegt annað nýtt. Best var að ná betur utan um tungumálið. Ég var hægari í öllu, til dæmis í því að segja brandara. En það kom fljótt. Eg get það núna eftir að hafa búið í London í áratug. Loksins!“ segir Hera og hlær. Undið upp á sig Verkefni Heru hafa stækkað veru- lega að umfangi og því fylgir mikið umstang. Hera nýtur aðstoðar umboðsskrifstofu, tveggja umboðs- manna, lögfræðings, almanna- tengslateymis og stílista. „Þetta hefur undið svolítið upp á sig. Mér finnst þetta stundum svo- lítið skrýtið. Hvað það eru margir sem vinna fyrir mig, eða með mér. Það hefur bæði sína kosti og galla. Það er nú auðvitað jákvætt að ég er með heilan her með mér. En mér finnst samt gott að hafa sem mest samskipti við fáeina aðila, minn innsta hring. Þannig næ ég betur að halda stjórn.“ Einfaldar líf sitt og setur mörk Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég reyni að sofa. Sem hefur ekki verið að ganga vel, vegna ferðalaga og tímamismunar. Ég reyni að undir- búa mig, mér finnst það minnka álagið, hvað er ég að fara að tala um? Og ég reyni að einfalda allt sem ég geri og leyfi fólki í kringum mig að gera það sem það er sérfræðingar í. Ég er líka að reyna að setja mörk, ég er mjög greiðvikin manneskja að eðlisfari. En ég er núna að átta mig á því að ég get ekki hjálpað öllum sem vilja aðstoð mína, hvort sem það tengist bransanum, að koma sér á framfæri eða einhverju öðru. Maður getur ekki gert allt. Þó að mig langi og ég reyni. Ég er að læra á þetta. Já, og svo reyni ég bara að fara í heitt bað og hlusta á tónlist. Ég nota líka app í símanum sem heitir Headspace, það hjálpar mér mikið. Sérstaklega núna þegar ég hef lít- inn tíma þá nota ég appið, hlusta á skilaboðin og það róar hugann og hjálpar mér að ná áttum. Ég mæli með þessu,“ segir Hera. „Ég reyni líka að passa upp á það að borða, því það er létt að hreinlega gleyma því. Ég drekk ekki kaffi, eða ég reyni allavega að halda mig frá því, því það er voða gott, en það gerir mig alveg ruglaða!“ segir hún og hlær. Þau eru ekki farin úr lífi mínu og ég er reyndar viss um að við gerum aðra mynd saman. ↣ 1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C E -F 9 8 0 2 1 C E -F 8 4 4 2 1 C E -F 7 0 8 2 1 C E -F 5 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.