Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 50
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
á aðventunni. Um helgina verður
til að mynda til sölu handgert jóla-
skraut og skart auk þess sem hægt
verður að komast í umhverfisvæna
innpökkunarþjónustu svo fátt eitt
sé nefnt.“
Fjölskyldan saman á
aðventunni
Rölt um Jólaþorpið er fyrir löngu
orðið hefð hjá mörgum Hafn-
firðingum og þeir duglegir að bjóða
fjölskyldu og vinum með sér í jóla-
gleðina auk þess sem þorpið hefur
laðað að aðra innlenda og erlenda
gesti í auknum mæli. „Hróður
Jólaþorpsins er farinn að berast
víða og það hefur hvatt okkur til
að gera enn betur. Við reynum að
hafa dagskrána á sviðinu sem mest
hafnfirska þótt við leitum líka út
fyrir bæjarmörkin. Um helgina
munu nemendur úr Víðistaðaskóla
sýna brot úr söngleik, félagar úr
skólahljómsveit Víðistaðaskóla
leika nokkur jólalög, kór Öldutúns-
skóla syngja og nemendur úr Tón-
kvísl Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
flytja jólatónlist. Alla sunnudaga
fram að jólum er haldið jólaball
kl. 15 á Thorsplani. Góðan dag er
síðan tilvalið að enda með því að
fara út að borða á góðum veitinga-
stað í bænum og fara svo á tónleika
í Bæjarbíói.“
„Hróður Jóla-
þorpsins er
farinn að berast
víða,“ segir Rósa
Guðbjartsdóttir,
bæjarstjóri
Hafnarfjarðar.
MYND/ERNIR
Öflugt og metnaðarfullt menningarstarf fer fram í Hafnarborg sem stendur í miðbæ Hafnarfjarðar.
Í jólaþorpinu
má kaupa ýmsa
gjafavöru,
hönnun, hand-
verk og matvæli.
Bókasafn Hafnarfjarðar býður upp á fjölda viðburða fyrir fólk á öllum aldri.
Byggðarsafnið er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar og saman-
stendur af fimm húsum. Eitt þeirra, Pakkhúsið, er opið yfir vetrartímann.
Hafnarborg – menningar- og
listamiðstöð Hafnarfjarðar
Hafnarborg stendur fyrir öflugu
og metnaðarfullu menningarstarfi
sem endurspeglar málefni sam-
tímans og stuðlar að fjölbreyttu
mannlífi. Dagskrá Hafnarborgar
er fjölbreytt, allt frá sýningum á
verkum frumkvöðla íslenskrar
myndlistar til tilraunakenndra
verka listamanna samtímans.
Í tengslum við sýningar eru
reglulega haldnir fyrirlestrar og
málþing, auk þess sem áhersla er
lögð á að bjóða upp á samtal gesta
við listamenn og sýningarstjóra.
Aðrir reglulegir viðburðir eru lista-
smiðjur og leiðsagnir fyrir börn,
mánaðarlegir hádegistónleikar
yfir vetrartímann, samtímatón-
leikaröðin Hljóðön og sönghátíð
á miðju sumri. Nú stendur þar
yfir sýning á verkum Guðmundar
Thoroddsen myndlistarmanns
sem ber heitið Snip Snap Snubbur.
Opnunartími: Alla daga frá kl.
12-17. Lokað á þriðjudögum.
Aðgangur er ókeypis.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Byggðasafnið er minja- og ljós-
myndasafn Hafnarfjarðarbæjar
og hefur það hlutverk að safna
og skrásetja, varðveita, forverja
og rannsaka muni og minjar um
menningarsögu svæðisins og
kynna þær almenningi. Byggða-
safnið samanstendur af fimm
húsum sem öll eru opin yfir sumar-
tímann. Í Pakkhúsinu, sem opið er
líka yfir vetrartímann, eru að öllu
jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu,
fastasýning um sögu bæjarins,
leikfangasýning og þemasýning. Á
Strandstígnum meðfram höfn-
inni í Hafnarfirði er svo að finna
ljósmyndasýningar er varpa ljósi
á dagleg störf og sögu fólksins sem
bæinn byggði.
Opnunartími: Pakkhúsið er opið
frá kl. 12-17 laugardaga og sunnu-
daga. Aðgangur er ókeypis.
Bókasafn Hafnarfjarðar
Bókasafn Hafnarfjarðar er þekk-
ingarveita og fræðslustofnun sem
heldur uppi virkri og fjölþættri
bókasafns- og upplýsinga-
þjónustu auk þess að bjóða upp
á fjölbreytta viðburði fyrir alla
fjölskylduna. Þannig eru reglu-
lega haldnar sérhæfðar smiðjur,
barnaviðburðir, upplestur og
fræðsluerindi og er dagskráin
mjög fjölbreytt á aðventunni.
Safnkostur er um 130 þúsund
eintök og er áhersla lögð á að
safnkostur endurspegli sem flest
sjónarmið og að aðgangur sé að
fjölbreyttu safnefni og upplýs-
ingum. Í Bókasafni Hafnarfjarðar
er jafnframt stærsta tónlistarsafn í
almenningsbókasafni á landinu.
Opnunartími: Bókasafnið er opið
mánudaga til fimmtudaga frá kl.
10-19, föstudaga frá kl. 11-17 og
laugardaga frá kl. 11-15.
Sundlaugar Hafnarfjarðar
Í Hafnarfirði eru þrjár sundlaugar
sem allar hafa sín sérkenni og
sjarma. Sundhöll Hafnarfjarðar er
þekkt fyrir rólegt andrúmsloft með
25 metra innilaug og tveimur rúm-
góðum heitum pottum í afgirtum
garði með öflugum nuddtækjum
sem njóta mikilla vinsælda.
Suðurbæjarlaug er útisundlaug
sem er samtengd við sérhannaða
kennslulaug inni sem einnig er góð
barnalaug. Úti eru heitir pottar,
vatnsgufa, bunusveppur, vatns-
rennibrautir og vinsæll göngustígur
sem liggur um sundlaugargarðinn.
Ásvallalaug er einstaklega fjöl-
skylduvæn innilaug sem skartar 25
metra og 50 metra sundlaug. Lyfta
með sérútbúnum hjólastól, arm-
bandi og fjarstýringu er aðgengileg
öllum þeim sem almennt eiga erfitt
með að komast ofan í stærri laugar.
Í lauginni er jafnframt barnalaug
og vaðlaug fyrir yngstu kynslóðina
með tilheyrandi leikföngum.
Innanhúss er einnig vinsæl vatns-
rennibraut, þrír heitir pottar og
eimbað. Utandyra eru svo tveir
heitir pottar.
Opnunartími: Sundhöll er opin
frá kl. 6.30-21 alla virka daga.
Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug
eru opnar frá kl. 6.30-22 mánu-
daga til fimmtudaga, kl. 6.30-20
föstudaga, kl. 8-18 laugardaga og
kl. 8-17 sunnudaga. Allar laug-
arnar verða opnar fram að hádegi
á aðfangadag og gamlársdag.
Jólaþorpið í Hafnarfirði
Litlu fagurlega skreyttu jólahúsin í
Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin
landsþekktur söluvettvangur fyrir
ýmiss konar gjafavöru, handverk
og hönnun sem tilvalið er að setja
í jólapakkann ásamt gómsætu
ljúfmeti til að borða á staðnum
eða taka með heim á veisluborðið.
Þar er meðal annars boðið upp á
lambakjöt beint frá býli í ýmsum
útfærslum, geitaosta og alls kyns
hollustuvörur úr íslensku hráefni,
heimagerðan brjóstsykur, konfekt
og karamellu. Jólasveinar koma
aukaferð til byggða til að bregða á
leik með börnunum auk þess sem
Grýla er á vappi um bæinn og Bett-
ína á ferli eftir Strandgötunni með
hestvagninn sinn.
Opnunartími: Jólaþorpið er
opið frá kl. 12-17 alla laugardaga
og sunnudaga á aðventunni. Á
Þorláksmessu verður Jólaþorpið
opið frá kl. 12-22.
2 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RHAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
C
F
-7
9
E
0
2
1
C
F
-7
8
A
4
2
1
C
F
-7
7
6
8
2
1
C
F
-7
6
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K