Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 65
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan mannauðsstjóra til að leiða
stefnumörkun og framkvæmd mannauðsþjónustu á velferðarsviði. Mannauðsstjóri heyrir undir sviðsstjóra
velferðarsviðs og situr í yfirstjórn sviðsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Fagleg forysta og stjórnun mannauðsþjónustu sviðsins
• Stefnumörkun í mannauðsþjónustu, samræming og eftirlit með
málaflokknum
• Ráðgjöf og stuðningur vegna mannauðsmála til stjórnenda og starfsmanna
• Yfirumsjón með launa- og kjaramálum sviðsins
• Ábyrgð á að leiða umbætur í vinnuumhverfi starfsfólks af erlendum uppruna
• Ábyrgð á lykiltölum mannauðsmála
• Yfirumsjón og ábyrgð á vinnuvernd, öryggismálum og heilsueflingu á sviðinu
• Samskipti við hagsmunaaðila
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi auk framhaldsmenntunar
í mannauðsstjórnun, vinnusálfræði eða önnur sambærileg menntun
• Yfirgripsmikil reynsla af mannauðsmálum í fjölmennri rekstrareiningu
• Leiðtogahæfileikar og reynsla af stjórnun
• Reynsla af ráðgjöf við stjórnendur um mannauðsmál
• Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar og rík þjónustulund
• Frumkvæði, metnaður til að ná árangri, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti
• Geta til þess að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum í einu
• Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu og rekstri sveitarfélaga er kostur
MANNAUÐSSTJÓRI VELFERÐARSVIÐS
Nánari upplýsingar veita:
Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is
Áslaug Kristinsdóttir, aslaug@hagvangur.is
Regína Ásvaldsdóttir, regina.asvaldsdottir@reykjavik.is, sími: 411 1111
Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2019.
Umsóknir ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi
óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri
félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn.
Á velferðarsviði starfa 2.500 starfsmenn í yfir 1.500 stöðugildum, á um 100 starfseiningum sem margar
veita þjónustu allan sólarhringinn. Velferðarsvið þjónustar um 15.000 einstaklinga á ári og eru áætluð
heildarútgjöld sviðsins árið 2019 um 27 milljarðar króna.
Mannauðsráðgjafar velferðarsviðs eru hluti af fjölmennum hópi mannauðsráðgjafa borgarinnar sem
vinna að því að gera Reykjavíkurborg að framúrskarandi vinnustað.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) óska eftir að ráða framkvæmdastjóra.
Meginþættir starfsins
• Ábyrgð á fjármálum, starfsmannahaldi og daglegum rekstri skrifstofu SSH
• Ábyrgð á stjórnsýslulegri meðferð svæðisskipulags og sameiginlegri
vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins
• Mótun og umsjón með vinnslu verkefna sem tengjast sóknaráætlun
höfuðborgarsvæðisins og þróun tölfræðigagna
• Umsjón með eigendavettvangi byggðasamlaga
• Ráðning og samskipti við ráðgjafa, verkefnisstjóra og sérfræðinga sem
koma að verkefnum sem unnin eru á vettvangi samtakanna
• Samskipti við aðildarsveitarfélög vegna samstarfsverkefna sem eru í gangi
hverju sinni
• Hagsmunagæsla gagnvart löggjafar-, fjárveitingar- og framkvæmdavaldi
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
• Þekking og reynsla af rekstri og starfsemi sveitarfélaga
• Þekking og reynsla af stjórnun og stefnumótun
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar, traust og trúverðugleiki
• Hæfni í að tjá sig í ræðu og riti
• Mjög góð tök á íslensku og ensku, kunnátta í Norðurlandamáli kostur
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Nánari upplýsingar veita:
Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2018.
Umsóknir ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru pólitískur og faglegur samstarfsvettvangur sveitarfélaganna
á höfuðborgarsvæðinu. Megináherslur og verkefni í starfi SSH snúast um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samgöngumál,
rekstur byggðasamlaga og skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins
sem og tilfallandi verkefni sem tengjast samstarfi sveitarfélaganna hverju sinni. Fjölbreytt verkefnaflóra er að talsverðu leyti leyst
í samstarfi við utanaðkomandi ráðgjafa og sérfræðinga og á hverjum tíma eru starfandi verkefna- og samráðshópar vegna
margvíslegra samstarfsverkefna aðildarsveitarfélaganna.
Hlutverk framkvæmdastjóra SSH er að vinna með stjórn samtakanna að framgangi og farsælli úrvinnslu verkefna sem tengjast
ofangreindu, auk samskipta við ráðuneyti, opinberar stofnanir og aðildarsveitarfélög samtakanna.
ATVINNUAUGLÝSINGAR 5 L AU G A R DAG U R 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
C
F
-8
8
B
0
2
1
C
F
-8
7
7
4
2
1
C
F
-8
6
3
8
2
1
C
F
-8
4
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K