Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 77
-
VIRK leitar að
framúrskarandi
fagaðilum
VIRK leitar að fagaðilum sem hafa bæði menntun og viðamikla klíníska
reynslu sem sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, félagsráðgjafar eða iðjuþjálfar.
Sérfræðingar VIRK koma að ákvörðunum í málum einstaklinga í þjónustu
VIRK og þurfa að geta haldið utan um krefjandi og flókin verkefni. Þeir
taka virkan þátt í þróunarvinnu og verða að sýna sveigjanleika í starfi sínu.
Menntunar- og hæfnikröfur
• Réttindi til að starfa sem sálfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi
eða iðjuþjálfi
• Viðamikil reynsla af klínískri vinnu í sínu fagi, a.m.k. fjögur ár
• Reynsla af þverfaglegri samvinnu
• Þekking á verkefnastjórnun
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Sveigjanleiki og jákvætt viðmót.
• Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
• Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er kostur
• Þekking á vinnumarkaði, heilbrigðis- og félagsþjónustu er kostur
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða
slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í sam-
starfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinn-
ingi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í
rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll
helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan
starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menn-
ingu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður
og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.
VIRK hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um störfin.
Nánari upplýsingar um VIRK
er að finna á virk.is
Upplýsingar veitir:
Geirlaug Jóhannsdóttir
geirlaug@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með
17. desember 2018.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá
og einnar blaðsíðu kynningarbréf
þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð
grein fyrir því hvernig viðkomandi
uppfyllir hæfnikröfur starfsins.
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu,
getu og reynslu starfsmanna.
Hver einstök ráðning er mikilvæg
fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis
og viðkomandi einstaklings að vel
takist til.
Hafðu samband við okkur og sjáðu
hvað við getum gert fyrir þig.
RÁÐNINGAR
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
C
F
-7
0
0
0
2
1
C
F
-6
E
C
4
2
1
C
F
-6
D
8
8
2
1
C
F
-6
C
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K