Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 110
Listaverkið
„Hvað skyldi þetta nú
vera,“ sagði Konráð og
tók upp pappírsblað
með tölustöfum og
undarlegum táknum sem
hann sá liggja á jörðinni.
„Mér sýnist þetta vera
stærðfræðiþraut,“ sagði
Lísaloppa. „En þessi
þarna þrjú tákn eru
ekki tölustafir svo það
getur nú varla verið,“
sagði Konráð. „Það er nú
einmitt þrautin,“ sagði
Lísaloppa.
„Að finna út fyrir hvaða
tölustafi þessi þrjú tákn
standa, svo þessi fjögur
dæmi gangi upp,“ bætti
hún við.
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
331
Getur
þú reiknað
út fyrir hvað
a
tölustafi tákn
in
þrjú standa
?
?
?
Hvað heitir þú og hvað ert þú gam-
all? Ég heiti Fannar Vilhjálmsson
og er fjögurra ára en verð fimm ára
22. desember.
Hvað heitir leikskólinn þinn?
Leikskólinn heitir Vinagarður og
deildin Uglugarður.
Hvað er skemmtilegast að gera
þar? Að fara í fóbó, feluleik og polla-
leik.
Hvað er mest gaman að gera
heima? Lesa bækur og leika.
Lestu mikið? Já, ég er alltaf lesa.
Uppáhaldsbókin mín er Andrésar
Andar Syrpa.
Hvað vilt þú verða þegar þú verð-
ur stór? Lögreglumaður, þá er ég að
bjarga fólki.
Hefur jólasveinn verið á ferli í
kringum húsið þitt? Já! Að gefa
gjafir! En bara börnum sem eru
stillt. Einn vinur minn var óþekkur,
þá fékk hann kartöflu í skóinn.
Hefur þú lent í óveðri? Ég hef verið
inni þegar það voru þrumur og eld-
ingar. Það var skemmtilegt.
Hvað er það fyndnasta sem þú
veist um? Ég man eftir einu rosa-
lega fyndnu, þegar Andrés Önd
og Jónas nágranni hans voru að
þræta og Jónas kastaði Andrési í
kökuna. Skellti hausnum í kökuna!
Ég man líka þegar við fórum á pizzu-
stað og pabbi gleymdi pizzunni
uppi á þaki og við lögðum af stað
og ég var með timbursverð í bíl-
stólnum og síðan heyrðist BAMM
á hringtorginu og pabbi sagði „ekki
slá sverðinu aftur í kallinn minn“
og ég sagði „ég var ekki að gera
þetta!“. Þá var þetta pizzan okkar,
sem ég átti að fá, sem hafði flogið
fram af bílnum. Við fundum hana í
hjólförum og bílar höfðu keyrt yfir
hana. Það var soldið fyndið.
Hvað finnst þér skemmtilegast við
jólin? Að fá pakka og blása á kerti
þegar ég vil, því ég er afmælisbarnið
um jólin.
Hlakkar þú til áramótanna? Já, þá
sprengir maður flugelda. Hvað ef
maður sprengir upp flugeld sem fer í
rassinn á einhverjum þá flýgur hann
upp í loft og þýtur eins og eldflaug!
Pitsan flaug
í götuna
Fannar Vilhjálmsson verður afmælisbarn
um jólin og má blása á kerti þegar hann vill.
„Þegar ég verð stór vil ég verða lögreglumaður.“ fréttablaðið/sigtryggur ari
HVað eF maður
sPrengir uPP
Flugeld sem Fer í rassinn á
einHVerjum, þá Flýgur Hann
uPP í loFt og þýtur eins og
eldFlaug!
Gunnþóra Rós Gunnarsdóttir, sjö ára, sendi
okkur þessa mynd.
„Hott hott,“ gæti jólasveinninn verið að segja við hreindýrið.
Hann er á hraðri leið til byggða með sitthvað handa börnunum.
1 5 . d e s e m b e R 2 0 1 8 L A U G A R d A G U R60 H e L G i n ∙ F R É T T A b L A ð i ð
krakkar
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
C
F
-1
2
3
0
2
1
C
F
-1
0
F
4
2
1
C
F
-0
F
B
8
2
1
C
F
-0
E
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K