Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 118

Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 118
A llt stefnir í að Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Bene-diktsson verði ein af söluhæstu bókum ársins. Ekki ætti það að koma á óvart því bækurnar í þessum bókaflokki hafa notið gríðar legra vinsælda á liðnum árum og unnið til verðlauna. Þitt eigið tímaferðalag er fimmta bókin í bókaflokknum og eins og áður ræður lesandinn framvindunni og getur að þessu sinni valið um 60 mismunandi enda. Nýtt leikrit byggt á bókaröðinni verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu í janúar og svo er ný bók um ævintýri Ævars vísindamanns væntanleg næsta vor. „Það er frábært hversu vel þetta hefur gengið. Það sem ég er að gera virkar greinilega og talar til bæði krakka og foreldra. Ég get ekki annað en verið hæstánægður,“ segir Ævar Þór. Hvað er það í þessum bókum sem höfðar svona vel til krakka? „Ég held að það sé samspil spennu og húmors. Formið á þessum bókum er þannig að lesandinn ræður framvindunni og það býr til fjölskyldustundir. Foreldrar lesa bækurnar með börnunum sínum, systkini lesa saman og vinir sömu- leiðis. Mitt hlutverk sem höfundur er að finna nýja heima á hverju ári sem hægt er að leika sér í.“ Eins og þú segir þá ræður lesand­ inn framvindunni sjálfur í þessum bókum og það er boðið upp á ótal möguleika. Veistu til þess að börn hafi prófað þá alla? „Þegar Þín eigin þjóðsaga kom út hitti ég krakka sem sögðu mér að þeir hefðu lesið alla bókina og lögðu ofuráherslu á orðið ,,alla“. Pínulítil stúlka mætti með bókina og hafði prófað alla möguleika sem hún fann og fletti síðan í gegnum bókina til að vera viss um að hún hefði engu sleppt. Í þessari nýju bók eru meira en sextíu mismunandi endar, það er hægt að lesa hana aftur og aftur og sagan er aldrei eins, sem skapar skemmtilegt samtal milli krakka, þar sem þau fara mismunandi leiðir. Allt í einu eru þau farin að tala um bækur eins og þau tala um bíó- myndir eða sjónvarpsþætti.“ Trúir á bjarta framtíð Skiptu bækur máli í lífi þínu þegar þú varst barn? „Ég er alinn upp í sveit í Borgar- firði og við systkinin erum öll miklir bókaormar. Reglulega var farið í Borgarnes og náð í bækur á bóka- safnið og þar á meðal var þunn bók, leynilögreglusaga, þar sem hægt var að velja ýmsa möguleika varðandi framvinduna. Þegar ég byrjaði að skrifa af alvöru þá mundi ég eftir þessari bók og ákvað að nýta mér þessar leikreglur. Þegar krakkar spyrja mig: Hvernig fékkstu hug- myndina um að gera svona bækur? Þá svara ég: Með því að lesa. Þannig fylli ég á hugmyndatankinn.“ Þú hefur lagt mikið af mörkum til að auka áhuga krakka á bókum. Hefurðu áhyggjur af minnkandi bók­ lestri ungu kynslóðarinnar? „Ég hef áhyggjur, annars hefði ég ekki farið af stað með allt það sem ég er að gera, en ég trúi því að fram- tíðin sé björt. Þegar ég fer í skóla og spyr hverjir séu að lesa rétta nánast allir upp hönd. Mér finnst við vera í sókn, en vandamálið er kannski helst hvernig við eigum að fá unglinga til að lesa meira. Ég tel að lausnin liggi í því að við þurfum nauðsynlega fleiri bækur fyrir þann aldurshóp.“ Þú ert þá ekki svartsýnn á framtíð bókarinnar? „Nei, kannski er ég of jákvæður en það er líka allt í lagi.“ Hilla hinna ólesnu bóka Lestu enn þá mikið núna á fullorðins­ árum? „Já, ég les mikið en kaupi meira. Fyrir nokkrum árum var þetta orðið svo slæmt að ég fjárfesti í bókahillu sem ég merkti sem Hillu hinna ólesnu bóka. Ég les mikið á íslensku og ensku en líka mikið af teiknimyndasögum sem mér finnst áhugavert form, þar sem höfundar eru að setja fram alls konar hug- myndir og ádeilur í skemmtilegu formi.“ Áttu eftirlætishöfunda? „Á táningsaldri var ég farinn að lesa Stephen King og Arnald af því ég vildi lesa upp fyrir mig og Roald Dahl las ég þegar ég var yngri og aftur núna þegar ég er eldri og vil sjá hvernig þeir bestu í bransanum skrifa. Kurt Vonnegut er í miklu uppáhaldi, stíll hans heillar mig sem og endurtekningar á setningum og þemum. Líka Lemony Snicket sem skrifar yndislega niðurdrepandi barnabækur, þar sem hann leikur sér með tungumálið í bland við sótsvartan húmor. Það má finna fingraför Snickets í Þín eigin bóka- flokknum. Allt í einu gerðist það svo að mér þykja ævisögur mjög spennandi og sérstaklega ef þær eru lesnar á hljóðbók af höfundinum. Ég er nýbúinn að hlusta á ævisögu Eric Idle í Monty Python, hún er veru- lega áhugaverð og hann les afar vel. Nú er ég að hlusta á ævisögu Robbie Williams sem hann les því miður ekki sjálfur. Það er örugglega hluti af því að þroskast að vilja fræðast um líf annars fólks.“ Langar að skrifa fyrir unglinga Er stundum sagt við þig: Ætlarðu bara að skrifa fyrir börn? – eins og það sé ekki merkilegt starf? „Fyrir nokkrum árum var ég í Tjarnarbíói á leiksýningu og kunn- ingi minn vippaði sér að mér og sagði hátt og snjallt til að vera viss um að allir myndu heyra: „Ætlarðu ekki að hætta að skrifa fyrir börn og fara að gera eitthvað alvöru?“ Ég sneri mér að honum og sagði: „Það er út af nákvæmlega þessu hugarfari sem ég ætla að halda áfram að skrifa fyrir börn.“ Ég held að aumingja maðurinn hafi haldið að barnabæk- ur skiptu engu máli. Hann hafði að sjálfsögðu afar rangt fyrir sér. Engar bókmenntir eru mikilvægari, enda grunnurinn sem allt byggir á. Bækur höfðu mikil áhrif á mig þegar ég var barn, mér finnst óskap- lega gaman að skrifa fyrir krakka og mig langar til að halda því áfram. Mig langar einnig að skrifa fyrir unglinga, þeir eiga skilið að við séum sem flest að skrifa fyrir þá.“ Þú hefur hlotið alls kyns verðlaun, viðurkenningar og tilnefningar fyrir bækur þínar og sjónvarpsþætti. Þú hefur greinilega skilað starfi sem skiptir máli. „Mér þykir mjög vænt um við- tökurnar sem hafa oft og tíðum verið ótrúlegar. Það er hvatning til að halda áfram og reyna að gera enn betur.“ Kassi sem má brjóta í neyð Hvað er fram undan? „Fram undan er leikrit í Þjóðleik- húsinu, Þitt eigið leikrit, sem verður frumsýnt 25. janúar og er lauslega byggt á Þinni eigin goðsögu. Áhorf- endur ráða hvað gerist í leikritinu og sýningin er því reglulega stöðvuð til að leyfa áhorfendum að ákveða framvinduna. Endarnir eru margir og mismunandi og ef verkið endar illa er það auðvitað áhorfendum að kenna en ekki okkur sem að verkinu stöndum. Þarna þurfa leikarar að æfa hluta af verkinu sem þeir fá kannski aldr- ei að sýna vegna þess að einhverjar leiðir verða ekki fyrir valinu hjá áhorfendum. Ég er búinn að lofa leikurum því að hafa kassa á svið- inu með gleri og þar inni í verður handritið. Kassann má svo brjóta í neyð ef leikarar muna ekki hvað á að gerast næst. Ég get fullvissað ykkur um að þetta verður sýning ólík öllu öðru sem sést hefur í íslensku leikhúsi. Ef fólk ætlar að sjá eina sýningu oftar en einu sinni í vetur þá er það Þitt eigið leikrit, það er alveg á hreinu. Svo er ég að byrja á fimmta lestrar átaki mínu sem verður það síðasta og stendur frá 1. janúar til 1. mars. Nöfn fimm barna sem taka þátt í átakinu verða dregin út og þau verða persónur í síðustu bókinni um bernskubrek Ævars vísinda- manns sem kemur út í vor. Það góða við að vinna með kenn- urum, bókasafnsfræðingum og krökkum í verkefni eins og þessu er að ég fæ oft sendar hugmyndir. Ein þeirra var að leyfa foreldrum að taka þátt í lestrarátakinu, enda eru þeir mikilvægustu lestrarfyrirmynd- irnar. Það þýðir að allir foreldrar og forráðamenn geta nú tekið þátt og verður svo eitt foreldri dregið út og mun það enda í bókinni. Í þessu átaki hafa krakkarnir fyllt út lestrarmiða sem foreldrarnir hafa kvittað undir en nú þurfa krakk- arnir að kvitta undir lestrarmiðana hjá foreldrunum. Í fyrstu fjórum átökunum hafa verið lesnar meira en 230.000 bækur þannig að það verður spennandi að sjá hver loka- talan verður næsta vor.“ Þú segir þetta verða síðasta lestrar átak þitt, af hverju? „Ég held að það sé best að hætta á toppnum og sömuleiðis áður en krakkarnir fá leiða á átakinu. Að því sögðu, ég mun halda áfram að finna nýjar leiðir til að auka lestraráhuga ungu kynslóðarinnar en í þessu ákveðna lestrarátaki er komið að einhverjum öðrum að taka við kefl- inu og hlaupa enn hraðar og lengra en ég hef gert.“ Höfundur í leit að nýjum heimum Ævar Þór Benediktsson situr ekki auðum höndum. Ný barnabók hans er að slá í gegn. Verið er að æfa leikrit eftir hann í Þjóðleikhúsinu. Hann er svo að ýta síð- asta lestrarátaki sínu úr vör. „Engar bækur eru mikilvægari en barnabækur,“ segir Ævar Þór. FréTTabLaðið/EyÞór Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Fyrir Nokkrum árum Var ég í TjarNarBíói á leiksýN- iNgu og kuNNiNgi miNN Vippaði sér að mér og sagði HáTT og sNjallT Til að Vera Viss um að allir myNdu Heyra: „ÆTlarðu ekki að HÆTTa að skriFa Fyrir BörN og Fara að gera eiTTHVað alVöru?“ 1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r68 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 C F -2 1 0 0 2 1 C F -1 F C 4 2 1 C F -1 E 8 8 2 1 C F -1 D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.