Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 75

Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 75
Saltfiskplokkfiskur með spínati og eggjum Fyrir 4 500 g saltfiskur, vel afvatnaður 2 bökunarkartöflur, meðalstórar 250 ml mjólk, eða eftir þörfum ½ laukur, saxaður smátt 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 1-2 timjangreinar eða svolítið þurrkað timjan Nokkur piparkorn 50 ml rjómi (má sleppa) 2 msk. ólífuolía Hvítur pipar 4 egg Spínatið: 300 g spínat ½ msk. ólífuolía 2-3 msk. rúsínur 2-3 msk. fræblanda (salatblanda) eða graskersfræ 1 tsk. dijon-sinnep ½ msk. hvítvínsedik Skerið útvatnaðan saltfiskinn í nokkur stykki. Flysjið bökunar­ kartöf lurnar, skerið í bita og sjóðið þar til þær verða meyrar. Setjið næst mjólkina, laukinn og hvítlaukinn, timjangrein eða tvær og nokkur piparkorn í pott og hitið. Setjið saltfiskinn út í (mjólkin þarf ekki að f ljóta yfir) og látið malla mjög rólega í nokkrar mínútur, þar til fiskur­ inn er rétt gegnsoðinn. Fiskur settur á disk og soðið (mjólkin) er síað. Roðf lettið fiskinn, setjið aftur í pottinn ásamt kartöf lunum og stappið með kartöf lustappara eða sleif. Hellið rjómanum saman við og næst ólífuolíunni. Heitri mjólkinni er næst hrært saman við smátt og smátt þar til plokk­ fiskurinn verður hæfilega þykkur (ekki þarf að nota alla mjólkina). Kryddið vel með pipar, smakkið og bragðbætið eftir þörfum. Á meðan þetta fer fram skal sjóða fjögur egg í fimm mínútur. Kælið og f lettið skurninni gætilega af. Hellið ½ msk. af ólífuolíu í pott. Bætið rúsínum og fræblöndu út í og síðan spínatinu. Steikið í 1­2 mínútur og hrærið oft á meðan. Hrærið hvítvínsedikinu og sinnepinu saman við og hrærið. Skiptið spínatblöndunni á fjóra diska og setjið plokkfiskinn ofan á. Skerið eggin til helminga og leggið ofan á fiskinn. Heimild: nannarognvaldar.com Ofnbakaður saltfiskur að hætti Portúgala Fyrir 8-10 manns Hægt er að útbúa réttinn fyrr um daginn og eiga bara eftir að setja hann í ofninn. 1,3 kg útvatnaður saltfiskur 1 kg kartöflur 4-6 laukar (600 g), smátt saxaðir 1-2 dl ólífuolía 3-4 hvítlauksrif, pressuð ½ lítri matreiðslurjómi 2 dl mjólk 200 g ostur 3 stífþeyttar eggjahvítur 3 harðsoðin egg Pipar, múskat, steinselja Smjör og olía til steikingar Saltfiskur settur í pott með köldu vatni og suðan látin koma upp. Hitinn er næst lækkaður og fiskurinn látinn sjóða í u.þ.b. 10 ­15 mínútur (alls ekki bullsjóða). Sjóðið kartöflurnar og eggin (harð­ soðin). Olía og smá smjör sett í pott. Látið hvítlauk og lauk malla við lágan hita á meðan saltfiskur og kart­ öflur sjóða. Það er mikilvægt að laukurinn fái að malla góða stund á lágum hita – bragðið verður mildara og með smá sætum keim. Fiskurinn er hreinsaður, skorinn í litla bita og bætt út í laukinn. Rjóma og mjólk bætt við svo kássan verði að þykkum jafningi. Osturinn er rifinn og 3/4 af honum bætt út í ásamt steinselju og pipar. Kartöflurnar eru flysjaðar, skornar í sneiðar og settar í botninn á smurðu eldföstu móti. Stráið smávegis af múskati yfir. Blandið stífþeyttum eggjahvítum varlega saman við fiskikássuna og hellið næst yfir kartöflurnar. Eggjabátar eru settir ofan á og 1/4 af rifna ostinum stráð yfir. Einnig gott að rífa parmesanost yfir ef hann er til. Bakað í ofni við 180°C í 30­45 mínútur. Með þessu er gott að bera fram salat og nýbakað brauð. Heimild: www.hanna.is. Veisla fram undan í vetur Landsmenn mættu vera duglegri að elda saltfisk enda úrvals hráefni sem býður upp á ótal möguleika. Væri ekki tilvalið að gera árið 2019 að árinu sem saltfiskurinn ratar reglulega inn á matseðil heimilisins? Hér koma tvær skemmtilegar og ekkert allt of flóknar uppskriftir þar sem saltfiskurinn er í aðalhlutverki. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Eggið og spínatblandan lyftir saltfiskplokkfisknum í hæstu hæðir. Virkilega bragðgóður og skemmtilegur ofnréttur. ÚTSALAN ER HAFIN! VINNUR ÞÚ FERÐ FYRIR TVO TIL BALI? SJÁ NÁNAR Á REEBOKFITNESS.IS VIKUFERÐ FYRIR TVO Í FITNESS BOOT CAMP MEÐ ÖLLU FYRIR ALLA - ENGIN BINDING FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 2 . JA N ÚA R 2 0 1 9 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -9 1 5 0 2 2 0 2 -9 0 1 4 2 2 0 2 -8 E D 8 2 2 0 2 -8 D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.