Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 4

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 4
4 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 Nú er sumar á eyjunni okkar grænu og landið skartar sínum fegursta búningi. Lund langflestra léttist mikið með björtum sumarnóttum og lífið verður að flestu leiti auðveldara á einhvern hátt. Ljósmæður, eins og aðrir, taka sín sumarfrí og þá er gott og gaman að geta litið í og lesið Ljósmæðrablaðið sem er nú, sem fyrr, fullt af góðum greinum. En ekki fara allir í frí og þeir sem standa vörð um heilbrigðisþjónustuna hafa ekki kost á því að fara af vaktinni. Í síðustu pistlum mínum hef ég komið inn á umfjöllun um niðurskurð, kreppu og svo til endalausar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda og finnst manni á hverjum tíma að lengra verði ekki gengið í sparnaði án þess að öryggi skjólstæðinga verði skert. Löngum hefur því verið haldið fram að þær sparnaðar- aðgerðir sem hafa komið til framkvæmda eigi ekki að skerða þjónustu við skjól- stæðinga en nú er svo komið að það er eins og að stinga höfðinu í sandinn að líta framhjá þeirri þjónustuskerðingu sem orðin er. Nú verðum við að leggja kapp okkar á að standa vörð um öryggi skjól- stæðinga okkar og þar liggur Ljósmæðra- félagið ekki á liði sínu. Mikið starf er í gangi á vegum félagsins varðandi stefnumótun, könnun á heimaþjónustu við sængurkonur og margt fleira. Það er ósk mín að þessi vinna komi til með að skila þeim árangri sem vonast er til, þ.e. að leiða það enn á ný í ljós að störf ljósmæðra og þjónusta þeirra er skilvirk og þjóðfélaginu ódýr. Enn á ný kemur styrkur félagsins þannig í ljós með óeig- ingjarnri vinnu félagsmanna. Á síðum þessa tölublaðs birtist fyrri grein Ástþóru Kristinsdóttur og Sigríðar Halldórsdóttur um ofbeldi, ótta og kvíða kvenna á meðgöngu. Við lestur grein- arinnar birtist manni heimur sem flestum er hulinn og í þessum heimi eru ekki bjartar sumarnætur. Anna Sigríður Vernharðsdóttir er höfundur greinar um notkun ilmkjarnaolía í fæðingu. Einhverra hluta vegna hefur notkun þeirra ekki náð almennri útbreiðslu og er það án efa að einhverju marki þekkingarleysi um að kenna og mögulega hræðslu við hið óþekkta. Það er von okkar að með þessari umfjöllun verði ljósmæður opnari fyrir því að nota þessa tækni. Íslenskar ljósmæður hafa í gegnum tíðina verið duglegar að hleypa heim- dragann og kynnst í heimsóknum sínum ólíkum háttum miðað við þá sem við búum við. Það er alltaf ómetanlegt þegar þær ljósmæður eru tilbúnar til að deila þeirri reynslu með okkur sem heima sitjum og verðum við fróðari fyrir vikið. Á síðum Ljósmæðrablaðsins nú birtast frásagnir frá starfi íslenskra ljósmæðra í Nuuk á Grænlandi og heimsókn ljós- móðurnema á fæðingarspítala í Nairobi í Kenía. Ólíkara getur það varla verið. Í blaðinu er einnig grein ljósmóðurnema um brjóstagjöf asískra kvenna og má því segja að fjölþjóðlegur blær sé yfir blaðinu. Þegar við kynnumst menningu annarra þjóða og skynjum viðhorf þeirra til fæðinga og barneignarferlisins er óhætt að segja að við verðum ríkari fyrir vikið og ættum að eiga auðveldara með að leggja línurnar varðandi þá stefnumót- unarvinnu sem stöðugt er í gangi varð- andi barneignarþjónustu á Íslandi. En þó svo að sögur annarra af heimsóknum á framandi slóðir séu alltaf til gagns og gamans er fátt sem kemur í stað menntunar. Í blaðinu kemur fram að enn á ný standa fyrir dyrum breyt- ingar á námskrá í ljósmóðurfræði og er nú stefnt að því að breyta inntöluskil- yrðum og skipuleggja 5 ára nám strax að loknu stúdentsprófi. Óneitanlega hljómar það vel að vegurinn frá stúdentsprófi að ljósmæðraleyfinu verði styttur og verður vonandi til þess að styrkja námið og þann góða þekkingargrunn sem er forsenda þess að ljósmóðurþjónusta eflist í samfélaginu. Einnig er hægt að lesa um stafsnám til sérfræðiviðukenningar sem hefur staðið til boða á Landspítalanum í tæp tvö ár. Mun það án efa vera til þess fallið að styrkja ljósmæður og renna enn styrkari stoðum undir sjálfstæði stétt- arinnar. Nú, þegar lengsti dagur ársins er liðinn fara dagarnir að styttast á ný og áður en við vitum af gengur haustið í garð með litríkum laufum á trjánum, skólum sem iða á ný af lífi og öðru því sem einkennir haustið. Fram að því er öllum gott að njóta íslenska sumarsins. Koma í huganna orð skáldsins Guðmundar Guðmundssonar sem hann orti um íslenska sumarið; „Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu’ í fallegri sveit.“ . Ég vona að þið njótið þessa tölublaðs Ljósmæðrablaðsins og sendi ljósmæðrum öllum mínar bestu sumarkveðjur. Bergrún Svava Jónsdóttir ritstjóri Ljósmæðrablaðsins Ritstjórapistill

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.