Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 5

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 5
5Ljósmæðrablaðið - Sumar 2010 Það er okkur Íslendingum tamt að vera bjartsýnir á vorin og þó yfir okkur rigni bæði eldgosi og eirðarleysi, getum við glaðst yfir gróandi náttúru sem iðar af lífi. Þetta vorið er kannski enn meiri ástæða til þess að leggja sig eftir að gleðjast yfir því fagra og smáa sem verður á vegi okkar hvern dag, því ekki blæs byrlega í samfélaginu. Ljósmæður hafa heldur ekki farið varhluta af þeim þrengingum. Yfirvinnubann skerðir laun ljós- mæðra um 10% Eftirminnilega fengu ljósmæður kjarabót í þann veginn sem Hrunið varð en áhrif yfirvinnubanns í kjölfar þess, hefur haft sláandi áhrif á laun ljósmæðra síðustu misserin. Opinberar launatölur sýna að milli septembermánaða 2008 og 2009, hafa heildarlaun ljósmæðra lækkað um tæp 10% vegna skerðingar á yfirvinnu sem nemur að meðaltali um 50.000 kr á mánuði fyrir hverja. Nýrri tölur liggja ekki á lausu en við vitum allar að vinnuumhverfi ljós- mæðra hefur harðnað enn meira síðan í september og við megum því búast við enn skuggalegri tölum á næstunni. Að vinna fyrir launum og gefa með brosi Við höfum ekki haft trú á því að hægt sé að reka fæðingaþjónustu án yfirvinnu þar sem eðli starfsins er þannig að ekki er hægt að hlaupa frá því þó vakt sé lokið. Og sú er raunin að ljósmæður komast oft á tíðum ekki frá starfi sínu vegna anna á deild. Þá hefur oft borið á óánægju yfir því að fá slíka yfirvinnu ekki greidda sem skiljanlegt er. Það er í valdi hverrar ljósmóður að gera grein fyrir yfirvinnu sinni í vinnuskyldu- banka og ætli þær ekki meðvitað að gefa vinnu sína með brosi á vör, verða þær að tryggja að ástæða yfirvinnunnar sé skráð í vinnuskyldubanka. Sé sú athugasemd hins vegar hundsuð af vinnuveitanda, getur Ljósmæðrafélagið aðstoðað félagsmenn í að leita réttar síns. Limbó ljósmæðra Atvinnuleysi, ráðningarbann og niður- skurður hefur þau áhrif að ljósmæður óttast um störf sín og kollega sinna. Á nokkrum stofnunum hafa ljósmæður verið beðnar um að skerða kjör sín að öðrum kosti komi til uppsagna. Allir hafa sínar skuldbind- ingar sem launin verða að standa undir. Það er því skiljanlegt að fólk sé frekar tilbúið til þess að skerða laun sín tímabundið en að eiga það á hættu að missa vinnuna. Þannig byrjar þetta limbó sem stéttarfélögin eru máttlítil fyrir, þar sem ákvörðunin liggur hjá hverjum og einum félagsmanni en ekki hjá stéttarfélaginu. Áframhaldandi niðurskurður Nú er því hótað að fljótlega standi val ríkisstarfsmanna á milli verndun kjara og verndun starfa. Fjárlög fyrir árið 2011 kveða á um 6-10% skerðingu í kostn- aði við opinbera þjónustu og nú þegar er búið að skera svo nærri grunnþjónustu að vandi verður að finna þar eitthvað kjöt á beinunum sem sníða á af í þessari umferð. Þegar valið stendur á milli verndunar kjara og verndunar starfa, er erfitt að velja milli minna atvinnuleysis og áratuga kjarabar- áttu. Að kasta krónunni en spara aurinn Hvaða þjónustu höfum við efni á og hvaða þjónustu höfum við ekki efni á að fórna? Nærtækt dæmi um hið síðarnefnda er heimaþjónusta ljósmæðra sem hefur sparað heilbrigðiskerfinu hundruðir milljóna hvert einasta ár í styttri sængurlegu á fæðingar- stofnunum. Væri sú þjónusta ekki fyrir hendi, þyrfti meðallegutími sængurkvenna ekki að aukast nema um einn sólarhring til að sparnaður af afnámi heimaþjónust- unnar væri farinn, að auki myndi kostn- aður vegna endurkoma að öllum líkindum aukast mikið. Þá er ekki talinn með missir af því öryggi sem sængurkonur og börn þeirra njóta í þessari þjónustu. Annað dæmi um misskildan sparnað er skerðing ljósmóðurþjónustu á lands- byggðinni eins og nú stendur yfir á Sauð- árkróki. Bakvakt ljósmæðra þar hefur nú verið aflögð og enga ljósmóðurþjónustu að fá utan skrifstofutíma á svæðinu frá Akureyri, norður til Ísafjarðar og vestur til Akraness. Allar barnshafandi konur þurfa því að sækja grunnöryggisþjónustu um langan veg, annað hvort á eigin kostnað eða á kostnað heilbrigðiskerfisins með sjúkraflutningum. Þess má geta að einn almennur sjúkraflutningur frá Sauðárkróki til Akureyrar kostar 200.000 kr. Það þarf því ekki marga slíka flutninga til að auka kostnað heilbrigðiskerfisins við barneign- arþjónustu á Norðurlandi vestra við niður- lagningu bakvakta ljósmæðra á svæðinu. Fórnarlömb eða gerendur Svo virðist sem við búum við algert skiln- ingsleysi á eðli og öryggi barneignarþjón- ustu. Við getum búist við að horfa upp á þjónustuna verða dýrari og verri með tilviljanakenndum niðurskurði sem eykur óhjákvæmilega kostnað annarsstaðar í heil- brigðiskerfinu. Engin heildræn mynd er á því hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi á að virka, einungis sniðið af hér og hvar sem best liggur við höggi hverju sinni. Enginn ber á móti því að okkur er nauðsynlegt að spara en það hlýtur að þurfa áætlun um það hvaða lágmarksþjónustu á að varðveita og hvernig hún á að virka svo raunverulegur sparnaður hljótist af. Ljósmæður á Íslandi eru bæði vel mennt- aðar og sigldar, þær vita hversu mikil- vægt það er að halda barneignarþjónustu faglegri og hafa tillögur um umbætur á núverandi þjónustu. Nú þegar niðurskurður er jafn tilviljanakenndur og raun ber vitni, stendur það engum nær en ljósmæðrum að verja skjólstæðinga sína. Það skiptir því gríðarlega miklu máli að ljósmæður leggi formlega fram tillögur sínar um hvernig barneignarþjónustu skal veita á landinu í stað þess að bíða eftir næstu niðurskurðar- hugmynd heilbrigðisyfirvalda. Ef vel tekst til að koma þeim hugmyndum á framfæri gæti þessi kreppa orðið barn- eignarþjónustu í landinu til bóta. Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands Bölmóður og bjargráð Á V A R P F O R M A N N S L M F Í

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.