Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 7
7Ljósmæðrablaðið - júlí 2010
saman alveg. Í rannsókninni kom fram að
ofbeldið hafði í sumum tilvikum hafist á
meðgöngunni eða þegar konan var nýbúin
að eignast sitt fyrsta barn með manninum. Í
rannsókn Jóhönnu Rósu Arnardóttur (2009),
forstöðumanns Rannsóknarseturs í barna- og
fjölskylduvernd við Háskóla Íslands, kemur
fram að um 42% kvenna á Íslandi hafa orðið
fyrir ofbeldi, hótunum og kynferðislegri
snertingu sem olli vanlíðan eftir 16 ára
aldur en 22% höfðu upplifað ofbeldi í nánu
sambandi, þar af voru um 5% barnshafandi
þegar síðasta ofbeldisatvikið átti sér stað.
Hvati að rannsókninni
Samkvæmt erlendum tölum má ætla að
ofbeldi hjá barnshafandi konum sé nokkuð
algengt en ljósmæður hér á landi hafa
almennt ekki spurt um það í meðgönguvernd-
inni. Fyrri greinarhöfundur er útskrifuð sem
ljósmóðir í maí 1988 og hefur starfað sem
slík síðan. Ég hef unnið á mörgum stöðum
á landinu og hef mikla reynslu af konum
í meðgönguvernd, í fæðingum og einnig
hef ég sinnt konum í heimaþjónustu eftir
fæðinguna. Það hefur komið fyrir á þessum
árum að ég hef rekist á konur sem hafa
hagað sér afar einkennilega og erfitt hefur
verið að komast að þeim. Eftir á að hyggja
tel ég að þessar konur hafi sumar hverjar
búið við ofbeldi og átt verulega erfitt þess
vegna. Þessar konur fengu ekki viðeigandi
aðstoð og þykir mér það miður.
Það sem vakti áhuga minn enn frekar
var að 2006 fór ég til Bristol á Englandi á
ráðstefnu sem þar var haldin um áhættuhópa
og þar á meðal ofbeldi á meðgöngu. Á
þessari ráðstefnu áttaði ég mig á hve stórt
vandamál ofbeldi á meðgöngu er og ég hef
áhuga á að taka þátt í uppbyggingu betri
meðferðar fyrir þessar konur.
Bakgrunnur og staða þekkingar
Á Íslandi eru um 5000 fæðingar á ári sem
segir okkur að um 450 barnshafandi konur
búi við ofbeldi á hverju ári miðað við að
tíðnin sé um 9% og miðað við breskar
tölur væru það um 1000 konur á ári (Bacc-
haus o.fl., 2001; WHO 2002). Í töflu 1 er
samantekt um stöðu þekkingar varðandi
ofbeldi á meðgöngu og endranær.
Í klínískum ráðleggingum í með-
gönguvernd (NICE) sem Landlæknisem-
bættið (2008) gaf út er þess getið að heil-
brigðisstarfsfólk skuli vera vakandi fyrir
einkennum eða vísbendingum um heimilis-
ofbeldi. Skapa þurfi aðstæður í viðtali sem
auðvelda konum að tjá sig um ofbeldi. Sýnt
hefur verið fram á að mjög fáir spyrja um
Mynd 1. Vitrænir meginþættir í rannsókn-
arferlinu í Vancouver-skólanum í fyrir-
bærafræði.
Tafla 1. Staða þekkingar í upphafi rannsóknarinnar
Tafla 2. Þrep rannsóknarferlisins í Vancouver skólanum og hvernig þeim var fylgt í þessari
rannsókn
Konur sem búa við ofbeldi eru einangraðar og hafa oft lítil
samskipti við fjölskyldu og vini
Margar konur lýsa auknu ofbeldi á meðgöngu
Þungun veitir þeim enga vörn gegn ofbeldi
Flestar konur skammast sín og vilja ekki láta umheiminn vita af
aðstæðunum sem þær búa við og vona sífellt að mennirnir þeirra
lagist
Margar þessara kvenna hafa litla sjálfsvirðingu og lítið sjálfsálit og
eru oft þunglyndar
Þær fá frekar fæðingarþunglyndi ef þær hafa verið þolendur
ofbeldis á meðgöngu
Konurnar leita meira til heilbrigðiskerfisins vegna ýmissa
óútskýrðra einkenna eins og meiðsla, langvarandi verkja,
kviðverkja, einkenna frá kynfærum og einkennum á meðgöngu
eins og háum blóðþrýstingi, bjúgs, blæðingum á meðgöngu, vegna
slæmra uppkasta, ógleði, ofþornunar ásamt nýrna- og blöðrubólgu
Rannsóknir benda til að heimilisofbeldi sé algengasti áhættuþáttur
á meðgöngu, algengari heldur en fyrirsæt fylgja, sýkingar og fleira
Það að grípa snemma inn í á meðgöngu hefur verndandi áhrif fyrir
móður og barn. Eftir því sem konan býr við minni streitu þeim mun
minni eru áhrifin á barnið
Wallace, 2007; WHO, 2002
Du Plat-Jones, 2006; Macy, Martin,
Kupper, Casanueva og Guo, 2007
Shadigian og Bauer, 2003
Vatnar og Björkly, 2009; Wallace,
2007
Hegarty, Gunn, Chondros og Small,
2004; Wallace, 2007
Antoniou, Vivilaki, og Daglas, 2008;
Bacchaus, Mezey og Bewley, 2002;
Tiwari og fl. 2007
Brown, McDonald og Krastev, 2008;
Hilden o.fl., 2004; Soglin, Bauchat,
Soglin og Martin, 2008
Campbell, Woods, Chouaf og Parker,
2000
Naumann o.fl., 1999
Konur sem búa við ofbeldi Heimild
Þrep 1. Val á samræðufélögum: úrtakið.
Þrep 2. Undirbúningur hugans: vera kyrr.
Þrep 3. Þátttaka í samræðum: gagnasöfnun.
Þrep 4. Skerpt vitund varðandi hugmyndir
og hugtök: byrjandi gagnagreining.
Þrep 5. Þemagreining: að setja orð á
hugmyndir.
Þrep 6. Að smíða greiningarlíkan fyrir hvern
þátttakanda – að átta sig á heildarmynd reynslu
hvers einstaklings.
Þrep 7. Staðfesting á hverju greiningarlíkani
með viðkomandi þátttakanda.
Þrep 8. Heildargreiningarlíkan er smíðað úr
öllum einstaklings greiningarlíkönunum.
Þrep 9. Heildargreiningarlíkanið borið
saman við rannsóknargögnin.
Þrep 10. Meginþema sett fram sem lýsir fyrir-
bærinu (niðurstöðunum) í hnotskurn.
Þrep 11. Staðfesting á heildargreiningarlíkani
og meginþema með einhverjum þátttakendum.
Þrep 12. Niðurstöður rannsóknarinnar skrif-
aðar upp þannig að raddir allra þátttakenda
heyrist.
Valdar voru 12 konur sem höfðu búið við ofbeldi
á meðgöngu og endranær. Þátttakendur voru
valdir með tilgangsúrtaki. Í Töflu 3 er lýsing á
þátttakendum.
Fyrirframgerðar hugmyndir voru ígrundaðar og
settar meðvitað til hliðar.
Eitt til tvö viðtöl við hverja konu, samtals 15
viðtöl. Fyrsti höfundur tók öll viðtölin.
Hugmyndum komið í orð. Unnið var samhliða
að gagnasöfnun og gagnagreiningu.
Leitast var stöðugt við að svara spurningunni:
Hver er kjarninn í því sem þessi kona er að
segja? Viðtölin lesin yfir aftur og aftur og merkt
við. Greind voru bæði yfir- og undirþemu.
Meginþemun í sögu hverrar konu voru dregin
fram og þau mikilvægustu sett fram í greining-
arlíkani fyrir hverja og eina.
Álits var leitað hjá öllum konunum og studdu
þær það sem kynnt var fyrir þeim.
Öll einstaklings greiningarlíkönin voru borin
saman innbyrðis og smíðað heildar-greining-
arlíkan – sjá yfirlit yfir niðurstöður (Tafla 4).
Til að tryggja þetta voru öll viðtölin lesin yfir
aftur og borin saman við heildar-greiningarlík-
anið.
Stöðug streita, ótti og kvíði: Reynsla kvenna sem
búið hafa við ofbeldi á meðgöngu og endranær.
Niðurstöðurnar voru bornar undir nokkrar af
konunum og voru þær sammála niðurstöðum.
Vitnað var beint í konurnar til að auka trúverð-
ugleika rannsóknarinnar og sýna að niðurstöður
byggja á orðum þátttakenda.
Þrep í rannsóknarferlinu Það sem gert var í þessari rannsókn