Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 29
29Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 fram eitt augnablik því ég hélt hreinlega að það myndi líða yfir mig en staldraði stutt við þar. Ég hafði þörf fyrir að vera þarna inni. Ég fann mig því næst standandi yfir konu, frumbyrju, sem var í þann mund að fara fæða. Ljósmóðurnemi var við stjórnvölinn, þetta var prófið hennar. Við hlið mér stóð prófdómari sem lýsti yfir miklum áhuga á að koma til Íslands og vinna. Ég man að mér fannst ekki mikið til hennar koma en man annars lítið eftir samræðum okkar. Það sem stóð upp úr þarna var þegar ljósmóðurnem- inn dró upp skæri sem reyndust bitlaus. Ég man enn hjakkið í skærunum þar sem neminn erfiðaði við að klippa spöng á ódeyfðri konu. Barnið fæddist fljótlega á eftir. Útgangan Þegar ég labbaði út aftur mætti ég pípara með drullusokk í annarri hendi og með bókina „góðu” í hinni, en í henni voru reikn- ingar fyrir „þjónustu”. Málning var víða flögnuð af veggjum og umhverfið minnti einna helst á gamalt sláturhús. Ferskar blóð- lifrar voru víða á gólfum, gamalt blóð og hægðir. Yfir höfði mér flugu fuglar. Starfs- túlkur gengu yfir ganginn með fæðing- arvagn, einnig alblóðugan, á milli kvenna. Vagninn hafði undir sér þrjú hjól og var því óstöðugur. Mér fannst ég ekki heldur mjög stöðug þegar ég gekk út. Mér var óglatt, ég var reið, vonsvikin og sorgmædd. Mér fannst ég einskis megnug en á sama tíma, trúði ég ekki að ég hefði í raun orðið vitni að þeim grófu mannréttindabrotum sem ég hafði horft upp á. En reiðust var ég sjálfri mér yfir vanmættinum. Að geta ekki stappað niður fæti og sagt: Svona gerir maður ekki! „Baby friendly?” Nokkrum dögum síðar hittum við konu sem hafði fætt á þessum spítala. Á meðan hún kom barni sínu í heiminn yfirgaf maðurinn hennar hana og var hún ekki borgunarmaður fyrir þá þjónustu sem hún hafði þegið. Henni var því haldið á spítalanum og hún látin brjóstfæða börn kvenna sem ekki gátu mjólkað nóg fyrir börn sín. Henni tókst síðar að flýja með barn sitt vandlega falið í tösku. Hún sagðist ekki eiga von á því að geta verið með barn á brjósti framar, slíkir voru áverkar hennar eftir þessa dvöl. Einnig heyrðum við frá heimamönnum að ekki voru mörg ár liðin síðan upp komu mál á þessari stofnun þar sem foreldrum var tjáð að börn þeirra höfðu fæðst andvana en starfsfólk hafði þá selt nýfædd börn auðugu fólki með frjósem- isvandamál. Ólíkur efniviður til að smíða Þessa reynslu fór ég með inn í nám í ljós- móðurfræðum. Það líður vart sá dagur sem ég ekki hugsa til Pumwani og kvennanna þar. Ég endaði dagbókarfærslu mína, þennan örlagaríka dag, á orðum þess efnis að yrði ég einhvern tímann svo lánsöm að eignast börn sjálf þá skyldi ég hugsa til Nairobi og vera þakklát fyrir að búa á Íslandi. Mér verður oft hugsað til orða vinkonu minnar sem deildi þessari reynslu með mér, þegar hún spurði mig í einlægni: Er hver sinnar gæfu smiður? Ég tek undir þessa spurningu og leyfi mér að segja að þó svo megi telja, höfum við sem fæðumst inn í alsnægtir lands okkar, töluvert meiri efnivið til smíða en blessuð börnin í Afríku. Gleymum því ekki. Hvítvoðungurinn – við rétt misstum af fæðingu þessa barns. Elva Dögg við þrif eftir fæðinguna. Starfsfólk stöðvarinnar notaði kjól móðurinna við þrifin. Fæðingarspítalinn er titlaður „Baby-friendly“. Ég á engin orð yfir þennan skjöld.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.