Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 42
42 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 að halda eðlilegum fæðingum sem mest aðskildum frá áhættufæðingum. Vegna þess niðurskurðar sem nú á sér stað á LSH auk skertrar fæðingarþjónustu á kragasjúkra- húsunum er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að standa vörð um eðlilegar fæðingar. Það teljum við að sé best gert með sjálfstætt starfandi einingu sem býður upp á samfellda þjónustu ljósmóður í barneignaferlinu og rekin er utan stofnanna. Rannsóknir sýna að samfelld þjónusta ljósmóður í barn- eignaferlinu styttir legutíma á spítala, fækkar inngripum og bætir útkomu fæðinga auk þess sem ánægja kvenna er meiri. Hugmyndin er því að þróa þjónustuform sem kemur til móts við hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og gerir ljósmæðrum kleift að starfa eftir humyndafræði ljósmæðra sem lítur á barnaeignarferlið sem eðlilegt lífeðl- islegt ferli en ekki sjúkdóm. Við teljum slíkri einingu best borgið utan hátæknisjúkrahúss en í góðri samvinnu við aðrar sjúkrastofnanir og heilsugæslu. Framtíðarsýn okkar er miðstöð sem rekin er af ljósmæðrum. Þar mun samfelld þjón- usta ljósmóður í barneignaferlinu vera höfð að leiðarljósi. Ljósmóðir veitir mæðravernd, fylgir konunni þar sem hún kýs að fæða hvort sem er á heimili sínu eða sjúkrahúsi og sinnir fjölskyldunni í sængurlegu. Í ljósmæðramið- stöðinni yrði fæðingaraðstaða, þar yrði boðið uppá námskeið, ýmsar óhefðbundnar meðferðir o.fl. Vísir að þessari miðstöð er að fæðast. Við erum að þróa námskeið sem byrja næsta haust. Við erum búnar að taka á móti fyrsta heimafæðingarbarninu okkar og fleiri eru væntanleg í haust. Nú þegar umræða um niðurskurð er alls- ráðandi er tækifæri fyrir okkur ljósmæður að koma á framfæri hugmyndum okkar um hagkvæma, örugga og sjálfstæða þjónustu ljósmæðra í barneignaferlinu. Það er svo mikilvægt fyrir okkur ljósmæður að standa vörð um skjólstæðinga okkar og þá þjónustu sem við viljum veita. Jafnframt þurfum við að standa vörð um sjálfstæði okkar og tryggja það að ljósmæður hafi áfram þann kost að starfa sjálfstætt utan stofnanna. Við Bjarkar- ljósmæður ætlum að líta á þessar aðstæður sem sóknarfæri og höldum ótrauðar áfram að þróa okkar hugmyndir með framtíðarsýn- ina að leiðarljósi. Það er því aldrei að vita að nema langþráður draumur ljósmæðra um fæðingarheimili verði að veruleika í nánustu framtíð. Fyrir hönd Bjarkarljósmæðra Hrafnhildur Halldórsdóttir og Arney Þórarinsdóttir ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI • Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið. • Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar – allt árið um kring. • Kynntu þér eiginleika Decubal og kveddu þurra húð. HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA 07-2195_Sumarstelpa_Halfsida.ai 5/19/08 1:12:34 PM

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.