Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Qupperneq 22

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Qupperneq 22
22 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 Fjöldi Asíubúa á Íslandi hefur aukist mjög undanfarin ár og eru þeir nú tæplega 1% þjóðarinnar. Það er vel þekkt að heilbrigðis- hegðun einstaklinga er mjög samofin þeirri menningu sem þeir koma frá. Í ljósi þess er mikilvægt að skoða hvaða áhrif menn- ing hefur á barneignarferlið hjá Asíubúum, með áherslu á brjóstagjöfina. Í þessari grein, sem byggir á ritgerð úr námskeið- inu Inngangur í ljósmóðurfræði í ljósmóð- urnáminu við Háskóla Íslands, var skoðað hvað það er sem hefur áhrif á viðhorf, tíðni og lengd brjóstagjafar hjá asískum konum. Fjallað var um áhrif asískrar menningar, lýðfræðilegra þætti, hvaðan asískar konur fá stuðning og hvaða áhrif hann hefur á brjóstagjöfina. Menning er stór þáttur í lífi okkar allra og skilgreinir oft viðhorf okkar og þekkingu til dæmis gagnvart brjóstagjöf. Það er því nauðsynlegt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að gera sér grein fyrir því að ef við skiljum ekki menningu okkar skjólstæðinga þá getum við ekki sinnt þeim á heildrænan hátt. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Inngangur Brjóstagjöf er ótvíræð leið til að sjá barni fyrir nauðsynlegri næringu fyrir vöxt og þroska þess. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni, WHO (2003) þá er mælt með að ungabörn fái eingöngu brjóstamjólk fyrstu sex mánuði ævinnar, en það er talið stuðla að ákjósanlegum vexti, þroska og almennu heil- brigði. Eftir það sé barninu kynnt önnur fæða sem mætir næringarþörfum þess samhliða brjóstagjöf til tveggja ára aldurs og áfram ef það er vilji foreldra. Ekki er þó hægt að horfa framhjá því að það er ýmislegt sem hefur áhrif á hvort kona hafi barn sitt eingöngu á brjósti, að hluta til eða alls ekki. Frá því ég hóf störf á deild 22A við Land- spítalann, haustið 2007, hef ég haft gríð- arlegan áhuga á brjóstagjöf. Ég hef séð hvað velheppnuð brjóstagjöf veitir bæði móður og barni mikla ánægju og vellíðan og jafnframt tekið eftir því hvað viðhorf til brjóstagjafar eru ólík eftir því hvaðan móðirin er. Af því sem ég hef kynnst þá hafa asískar konur yfirleitt jákvætt viðhorf til brjóstagjafar og eru venjulega tilbúnar til að leggja börn sín á brjóst strax eftir fæðingu. Það er þó mín upplifun að asískar konur vilja oft á tíðum gefa barninu fljótlega þurrmjólk og segja gjarnan að það sé engin mjólk komin. Ég hafði því mikinn áhuga á að kynna mér hvernig brjóstgjöf er háttað hjá asískum konum, hvernig menning sem og fleiri þættir hafa áhrif á brjóstagjöfina og hvað ljós- mæður geta gert til að styðja við brjóstagjöf þessara kvenna hér á landi svo þeim sé sinnt á heildrænan hátt. Áhrif menningar Öll hegðun og færni sem við lærum og er sameiginleg íbúum samfélagsins kallast menning. Hún er leiðarvísir fyrir fólk og segir til um hvernig lífið í samfélaginu er. Menning er lærð og lýsir lifnaðarháttum íbúa samfélagsins. Það er fyrst og fremst menning sem gerir okkur lík sumum hópum en ólík öðrum (Garðar Gíslason, 1997, bls. 82). Á síðustu árum hefur verið lögð áhersla á það í ljósmóðurfræðum sem og í hjúkrun, að horfa á einstaklinginn sem verið er að sinna á heildrænan hátt. Til að skilja hvaða áhrif barneignarferlið hefur á konuna, fjölskyld- una og samfélagið í heild sinni þurfum við að skilja þá félagslegu, andlegu, menningar- legu og líkamlegu reynslu sem konan býr við (Downe, 2004). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands (2008) þá fer fjöldi Asíubúa vaxandi hér á landi og eru þeir nú tæplega 1% þjóðarinnar. Ég tel því að í ört stækkandi samfélagi sem er sífellt að verða ríkara af annarri menningu en við höfum áður kynnst að heildræn umönnun eigi sjaldan betur við en einmitt núna. Ef ekki er skilningur gagn- vart menningu konunnar þá getum við sem fagfólk frekar haft neikvæð áhrif en góð, því heilbrigðisvitund einstaklinga er svo samofin þeirri menningu sem einstaklingurinn kemur frá. Það eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á aðlögun innflytjenda að nýju umhverfi og valdið miklu álagi, til dæmis tungumála- örðugleikar, atvinnuleysi, fyrri menntun, félagsleg staða og sú upplifun að hafa ekki stjórn á aðstæðum (Mistry, Freedman, Sweeney og Hollenbeck, 2008). Menn- ing og viðhorf hafa mikil áhrif á heilbrigði einstaklinga og þessi viðhorf eru styrkt með sterkum fjölskylduböndum og hefðum fjöl- skyldunnar (Kaewsarn, Moyle og Creedy, 2003). Öll menningarsamfélög hafa ákveðnar skoðanir, trú og hefðir sem geta stutt við og stuðlað að velheppnaðri brjóstagjöf. Það er því mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk geri sér grein fyrir því, komi fram við fólk af virðingu og reyni að mæta því þar sem það er statt. Barneignarferlið skiptir félags- legu máli ekki bara fyrir konuna heldur fyrir samfélagið í heild sinni (Cheung, 2002). Í rannsókn Chien & Tai (2007) var skoðað hvaða áhrif mismunandi fæðingarleiðir, keis- ari eða fæðing um leggöng, hefði á upphaf brjóstagjafar í Tævan. Kom fram að 15% af heildarfjölda þátttakenda hafi lagt barnið á brjóst strax eftir fæðingu og að 50% lögðu ekki barnið á brjóst strax eftir fæðingu en á meðan þær lágu sængurlegu. Jafnframt kom fram að 19% kvennanna hóf ekki brjóstagjöf fyrr en eftir sængurlegu og þegar heim var komið. Rannsakendur töldu þessi 19% vera tilkomin vegna kínverskra hefða þar sem meðgangan og fæðingin eru talin gera konuna örþreytta og komi á ójafnvægi á Yin og Yang innan kvenlíkamans. Samkvæmt þessum hefðum eiga konur að hvílast eftir fæðingu eins og þær mögulega geta, sérstaklega á sængurlegunni og eigi hvíldin að vara í a.m.k. 30 daga. Þetta er í samræmi við það sem kemur fram í grein Kaewsarn o.fl. (2003) að gamlar kínverskar hefðir hafa áhrif á asískar konur. Þær þurfi að finna jafn- vægi milli þeirra fimm þátta sem líkamanum er skipt niður í, það er málm, við, vatn, eld og jörð. Þetta jafnvægi tryggir velheppnaðan getnað og þungun og til þess að koma þessu jafnvægi á þá sé mikilvægt að hvíla sig vel, forðast bað og borða hollt mataræði. Eins og hjá öðrum þjóðum eru matur og matarvenjur stór þáttur í menningu Asíubúa en tímabilið eftir barnsburð hefur sérstaklega mikið að segja hjá þeim. Mataræðið hjá mörgum Asíubúum er flokkað í heitt og kalt eða yin og yang, þó það hafi í raun ekkert með lögun, lit, samsetningu eða hitastig matarins að gera. Heldur hefur flokkun matarins meira að gera með þau áhrif sem maturinn hefur á sjúkdóma eða líkamlegt ástand sem er svo flokkað í heitt eða kalt. Mataræðið á því að hafa mikil áhrif á mjólk- Menning og brjóstagjöf asískra kvenna Ólafía Aradóttir nýútskrifuð ljósmóðir

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.