Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 43

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 43
43Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 Fagráð ljósmæðra á Landspítala var stofnað formlega 17. desember árið 2008. Það er opið öllum ljósmæðrum á Landspítala og er með aðsetur á kvenna- og barnasviði. Á ársfundi fagráðsins er stýrinefnd valin, en hlutverk hennar er m.a. að móta sýn og stefnu ljósmóðurþjónustu jafnframt því að efla rannsóknir og kennslu í ljósmóðurfræði. Í stýrinefnd sem valin var á 1 árs afmæli fagráðsins í desember 2009 eru: • Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður fræðasviðs og fulltrúi námsbrautar í ljós- móðurfræði • Anna Sigríður Vernharðsdóttir, fulltrúi fagráðs á sviði fæðingarhjálpar, ljósmóðir MS í sérfræðinámi • Bára Hildur Jóhannsdóttir, fulltrúi fagráðs á sviði sængurlegu, aðstoðaryfirljósmóðir • Gróa Margrét Jónsdóttir, fulltrúi fagráðs á sviði gæðamála, gæðastjóri • Hanna Kristín Guðjónsdóttir, fulltrúi fagráðs sviði heilbrigði kvenna, þróun- arstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar, meistaranemi • Rannveig Rúnarsdóttir, fulltrúi yfir- ljósmæðra á kvenna- og barnasviði, meistaranemi • Valgerður Lísa Sigurðardóttir, fulltrúi fagráðs á sviði meðgönguverndar, ljós- móðir MS í sérfræðinámi Starfsemi fagráðsins felst m.a. að skipuleggja málstofur, ráðstefnur eða málþing í samstarfi við aðrar mennta- og heilbrigðisstofnanir og fagfélög. Í samræmi við þetta voru vetur- inn 2009-2010 í samstarfi við Ljósmæðra- félag Íslands og námsbraut í ljósmóðurfræði haldin 8 málþing víða á landinu, undir heitinu Meðganga og fæðing„ eðlilegasti hlutur í heimi“. Tilgangurinn var efla ljós- mæðraandann, hafa samráð og umræðu um fagleg málefni og stefnu ljósmóðurfræða, náms og starfs. Það sem efst er á baugi á miklum breytingartímum í heilbrigðisþjón- ustunni. Lokaráðstefna var síðan haldin 5. maí á alþjóðadegi ljósmæðra þar sem áhersla var lögð á samskipti í víðum skilningi þess hugtaks. Í hópumræðum og samantekt frá málþingunum komu fram hugmyndir sem vonandi munu nýtast vel í stefnumótun ljós- mæðra um barneignarþjónustu á Íslandi m.a. til að efla samfellda og heildræna ljósmóð- urþjónustu í þágu barnhafandi kvenna og fjölskyldna þeirra, „hvar sem er hér á landi“. Þótti ráðstefnan takast afar vel og rætt um að 5. maí ráðstefna ætti að vera árlegur viðburður í ljósmæðrasamfélaginu. Sjá nánari lýsingu á aðild og starfssemi ráðs- ins hér að neðan. Ólöf Ásta Ólafsdóttir Fagráð ljósmæðra: - Er opið öllum ljósmæðrum sem starfa á Landspítala og er vettvangur til að þróa og efla ljósmæðraþjónustu, kennslu og rannsóknir á Landspítala í samstarfi við námsbraut í ljósmóðurfræði, hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands. - Er með aðsetur á kvenna- og barnasviði en starfsemi þess tekur til viðfangsefna á sviði ljósmóðurfræða á Landspítala í samstarfi við aðrar mennta- og heilbrigðis- stofnanir. Stýrinefnd: - Á ársfundi fagráðs ljósmæðra á Landspít- ala er stýrinefnd valin sem starfar eftir skipulagskrá sem ársfundur samþykkir. Hún skiptir með sér verkum og leggur fram starfsáætlun fyrir næsta ár. - Í 7 manna stýrinefnd fagráðsins sitja forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóð- urfræði á kvenna- og barnasviði sem er formaður (1), fulltrúi yfirljósmæðra á kvenna- og barnasviði (1) fulltrúar ljósmæðra á sviði meðgönguverndar (1) fæðingarhjálpar (1) og umönnunar í sængurlegu (1) heilbrigði kvenna (1) og gæðamála (1). Þessir fulltrúar skulu jafnan vera með meistaragráðu, í fram- haldsnámi eða hafa umsjón með sérverk- efnum. Hlutverk stýrinefndar er vera leiðandi í að – - Móta sýn og stefnu ljósmæðra í þróun ljósmæðraþjónustu. - Greina, ákveða áherslur og forgangsraða verkefnum í samráði við yfirljósmæður/ deildarstjóra og hlutaðeigandi aðila innan og utan Landspítala. - Fjalla um fagleg málefni ljósmæðra, að eigin frumkvæði eða samkvæmt erindum sem henni er send. - Efla rannsóknir og kennslu í ljósmóð- urfræði. - Stuðla að starfsþróun ljósmæðra. - Styðja við sérfræðinám í ljósmóðurfræði. - Efla þverfræðilegt samstarf innan heil- brigðisvísinda s.s. hjúkrunar og lækninga á kvenna- og barnasviði, kynheilbrigði, fæðingar-og kvensjúkdómafræði, barna- hjúkrunar, barnalækninga og heilsugæsl- unnar. Starfsemi fagráðs ljósmæðra/ stýrinefndar felst í – - Reglulegum samráðsfundum með yfirljósmæðrum/deildarstjórum og forstöðumönnun fræðasviða og greina í ljósmóðurfræði á LSH og H.Í. - Stofnun samstarfshópa um ýmis verk- efni er lúta að rannsóknum, kennslu, símenntun, gæða- og þróunarmálum. - Málstofum, ráðstefnum og málþingum í samstarfi við aðrar mennta- og heilbrigð- isstofnanir og fagfélög s.s. námsbraut í ljósmóðurfræði við H.Í. og Ljósmæðra- félag Íslands. Fagráð ljósmæðra á Landspítala – fréttatilkynning Fagráð ljósmæðra á Landspítala Aðild og skipulag

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.