Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 38
38 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 Árið hefur verið viðburðarríkt í lífi ljós- mæðranema að venju. Þar ber hæst að haldin var glæsileg árshátíð innan deildarinnar. Þar komu saman ljósmæðranemar ásamt kenn- urum, sem eyddu lunganu úr kvöldinu sitjandi settlegar undir hátíðlegu borðhaldi. Skemmti- atriði voru í höndum fagmanna og bar þar hæst kynning á sprotafyrirtæki ljósmæðranema en rómur þess hefur þegar farið víða - þrátt fyrir stuttan starfsaldur. Einnig var flutt sagan „Heldrikvennahöfgi” sem byggð var á sönnum atburðum sem áttu sér stað norðan heiða. Víkjum nú að öðrum málum. Í gegnum árin hefur verið virkt net til alþjóðasamskipta, Nordplus net, en þar hefur nemendum gefist færi á að fara í skiptinám sækist þeir eftir því. Undanfarið hafa einnig verið haldnar ráðstefnur á vegum netsins þar sem nemendur frá Norður- og Eystrasaltslöndunum koma saman ásamt kennurum og leiðbeinendum. Undirritaðar fengu tækifæri til að fara á eina slíka á vordögum en þar voru kynnt ýmis áhugaverð efni. Á ráðstefnunni, sem að þessu sinni var haldin í Kaupmannahöfn og bar heitið „Empowering Midwifery Students and Young Midwives of the North“ voru nokkrir frábærir fyrirlesarar. Ólöf Ásta Ólafsdóttir kynnti doktorsritgerð sína og Guðrún Sigríður Ólafsdóttir ljósmóðir fjallaði um hlutverk leiðbeinanda í verklegu námi. Jette Aaroe Clausen hélt fyrirlestur sem byggður var á óbirtri doktorsritgerð hennar og bar heitið „What happens when a call for evidence meets diverse listening practices in antenatal care?“. Þar ræddi hún um tækni í víðum skilningi og gerði það með þeim hætti að áhugi okkar var vakinn. Svo mikið þótti okkur til erindis hennar koma að við hvetjum alla til að hafa augun opin og kynna sér skrif þessarar ljósmóður þegar að birtingu ritgerðar hennar kemur. Þá hélt Elisabeth Crang-Svalenius erindi um notkun tækni í barneignarferlinu og misnotkun hennar en Elisabeth hefur lengst af starfað við sónar- skoðanir. Sara Kindberg ljósmóðir kynnti rann- sóknir sínar á saumaskap eftir fæðingar. Í dokt- orsritgerð hennar rannsakaði hún starfshætti ljósmæðra við saumaskap og opnaði í kjölfarið heimasíðu í samstarfi við annað heilbrigð- ismenntað fagfólk. Heimasíðuna er að finna á http://www.gynzone.dk en þar er meðal annars kennt hvernig greina eigi rifur og rannsóknir lagðar til grundvallar fyrir því hvernig best sé að bera sig að. Seld er áskrift að þessari síðu og teljum við það nokkuð sem stærstu sjúkrahús landsins ættu að íhuga kaup á. Ljóst er að þarna er um að ræða gríðarlega gagnlega síðu, bæði fyrir nema sem og annað starfsfólk sem starfar á sviði fæðinga- og kvensjúkdóma. F.h. Oddrúnar Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir, formaður Ásrún Ösp Jónsdóttir, varaformaður Oddrún - Félag ljósmæðranema Ingibjörg Ýr og Anna María með brjóstakökur sem bakaðar voru fyrir tíma. Hlín og Eva Rut í saumakennslu.Jette Aaroe Clausen

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.