Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 41

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 41
41Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 Haustið 2009 stóð meirihluti nýútskrif- aðra ljósmæðra frammi fyrir því að vera án atvinnu. Við tókum okkur saman og fórum að setja niður hugmyndir sem okkur langaði að vinna að. Ljóst var að við fengjum ekki vinnu sem ljósmæður innan stofnanna þannig að eini möguleikinn var að starfa sjálfstætt. Við höfðum flestar mikinn áhuga á að starfa við heimaþjónustu og sumar voru mjög spenntar fyrir heimafæðingum. Ekki leið á löngu þar til haft var samband við okkur frá LSH en þar hafði umræða verið í gangi um heimaþjónustuna og þörf fyrir bætt skipulag og utanumhald um þá þjónustu. Raddir höfðu heyrst um þann möguleika að LSH tæki yfir heimaþjónustuna og óttuðumst við það mjög og sáum fyrir okkur að möguleikum ljós- mæðra til að starfa sjálfstætt gæti fækkað verulega ef svo færi. Eftir miklar vangaveltur ákváðum við því að vinna af krafti með þessa hugmynd og sáum fyrir okkur að heil- mikið væri hægt að bæta skipulag á þjónust- unnar til þess að tryggja að hún væri alltaf aðgengileg og eins að auðvelda ljósmæðrum að starfa við heimaþjónustu. Okkur var ljóst að ekki yrðu allir jákvæðir í garð þess- arar hugmyndar en töldum að þegar uppi væri staðið yrði þetta einungis til hagsbóta fyrir ljósmæður. Hugmyndin var því kynnt ljósmæðrum og viðbrögðin voru yfirleitt jákvæð. Við tókum þetta mjög alvarlega t.d. fóru þrjár á námskeið um stofnun og rekstur smáfyrirtækja og gríðarleg vinna var lögð í gerð viðskiptaáætlunar. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð á flestum vígstöðvum virðist þetta ekki ætla að ganga þrautalaust fyrir sig. Eftir fjölda funda á LSH og með forsvarsmönnum SÍ virðist hugmyndin ætla að stranda á því að enginn er tilbúinn til að greiða fyrir umsýsluna. Það er okkur svo mikið reið- arslag nú í vor þegar sú umræða kemur upp að hugsanlega séu yfirvofandi breytingar á heimaþjónustunni og hugmyndir uppi um að hún verði e.t.v. sett undir heilsugæsluna. Við erum þó ekki hættar og ætlum að halda þessari hugmynd áfram á lofti því bæði er hún ódýr í rekstri og eins tryggir hún það að heimaþjónusta ljósmæðra verði áfram í höndum okkar ljósmæðra þar sem hún á heima, þjónustan verði tryggð öllum sem á henni þurfa að halda, alla daga, allan ársins hring. Þó svo að mikil vinna hafi farið í þróun umsýslu heimaþjónustunnar undanfarna mánuði, fórum við af stað með aðra hugmynd í upphafi sem við höfum verið að vinna að samhliða því verkefni í vetur. Hugmyndin er að bjóða upp á uppá samfellda þjónustu í barneignaferlinu með áherslu á heimafæð- ingar. Það er okkar tilfinning að heimafæð- ingar séu ekki vel kynntar sem valkostur fyrir heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu. Við höfum því unnið að gerð heimasíðu sem m.a hefur það að markmiði að veita verð- andi foreldrum upplýsingar um heimafæð- ingar. Heimasíðan bjorkin.is var svo opnuð í apríl sl. og hefur fengið ágætis viðtökur og höfum við tekið við nokkrum fyrirspurnum um heimafæðingar í gegnum síðuna sem er í stöðugri þróun. Ljósmæður í mæðravernd geta því bent skjólstæðingum sínum á síðuna þegar þær ræða um val á fæðing- arstað. Undirritaðar ásamt Kristbjörgu Magnúsdóttur heimafæðingaljósmóður fóru á fund heilsugæsluljósmæðra hjá miðstöð mæðraverndar á dögunum. Þar voru ljós- mæður hvattar til að kynna heimafæðingar sem raunhæfan valkost þegar farið er yfir val á fæðingarstað með verðandi foreldrum í fyrstu heimsókn í mæðravernd. Fórum við þess á leit að foreldrar fengju með sér nafnspjald heim þar sem heimasíða Bjark- arinnar er kynnt en þar verður listi yfir allar heimafæðingarljósmæður sem það kjósa ásamt hagnýtum upplýsingum um heimafæð- ingar. Vel var tekið í þessa bón og á næstu dögum munu ljósmæður í heilsugæslu fá afhent þessi nafnspjöld. Rannsóknir benda til þess að heilbrigðum konum í eðlilegu ferli farnist betur í ljósmóð- urstýrðum einingum heldur en hefðbundnum fæðingardeildum þar sem áhættufæðingar eru. Því teljum við mikilvægt að reyna Neyðin kennir naktri konu að spinna Arney Þórarinsdóttir, Ljósmóðir Hrafnhildur Halldórsdóttir, Ljósmóðir H U G L E I Ð I N G A R L J Ó S M Ó Ð U R

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.