Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 11
11Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 vel. Hún segir að nú á meðgöngunni fái hún oft miklar martraðir og dreymir að hún: „sé enn föst og allt þetta góða sem er búið að vera að ske hafi bara verið draumur. Mér er búið að dreyma þetta rosalega oft og mér líður ömurlega þegar ég vakna“. Halla er barnshafandi af sínu fyrsta barni og þá rifj- ast upp mikið af fyrra ofbeldi: „Það er bara búið að skemma mig, það minnir svo á [grætur]“. Hún hefur farið tvisvar í fóstur- eyðingu vegna þess að hún vildi ekki eiga barn með ofbeldismanninum. Höfnunartilfinning. Konurnar eiga allar í erfiðleikum með að sættast við sig sjálfar og finnst erfitt að stofna til nýrra sambanda. Halla lýsir miklum létti þegar hún var búin að segja manni sínum frá fyrra sambandi: „Þetta er alltaf hluti af manni segir hún„ … en svo kemur líka bakslag [grætur] aftur og aftur og höfnunin og skömmin er hræðileg … þetta eru mín innstu hjartasár. Jákvæðni og bjartsýni eftir skilnað. Þrátt fyrir allt eru konurnar fullar bjartsýni og halda sínu striki í kjölfar skilnaðar. Þeim finnst þær vera á réttri leið og eru glaðar með það. Þær upplifa mikinn létti, þær segja margar að nú loksins viti þær hvernig samband eigi að vera. Anna er jákvæð og segir: „Þó að þetta sé búinn að vera dýr skóli, ég missti börnin mín og ég missti allt sem ég átti… þá stend ég uppi miklu sterk- ari karakter og stend með mér…. Ég myndi ekki vilja vera þessi einmana, niðurbrotna með enga sjálfsvirðingu, láta alla traðka á mér, þora ekki að hafa mína skoðun“. UMRÆÐUR Þetta er fyrsta eigindlega rannsóknin á Íslandi um reynslu kvenna af ofbeldi á meðgöngu og rannsóknin veitir mikilsverða innsýn inn í þá miklu þjáningu sem það er fyrir barnshafandi konur að búa við ofbeldi, einmitt þegar þær þurfa svo mikið á stuðn- ingi að halda og að finna að einhver stendur með þeim. Margt í þessari rannsókn kemur heim og saman við aðrar sambærilegar erlendar rannsóknir. Yfirlit yfir slíka samsvörun er að finna í töflu 4. Allar konurnar áttu mjög erfitt í samræðum okkar þegar þær voru að rifja upp ofbeld- issambandið þrátt fyrir að þær hefðu sagt að þetta væri komið langt frá þeim. Niður- stöðurnar lýsa miklu niðurbroti á konunum sem jafnvel sér ekki fyrir endann á. Hvað er það sem getur hjálpað okkur að skilja þetta mikla niðurbrot? Þær lýsa líðan sinni þannig að þeim hafi fundist þær „dánar“ og þær hafi „búið í prísund“ og að það sé búið „að skemma þær“. Þær lýsa því hvernig þær földu líðan sína fyrir fólkinu sínu og lugu til um meiðsl sín því þær skömmuðust sín svo mikið. Þær lýsa því hvernig þær vonuðust alltaf til að næsti dagur yrði betri, maður- inn myndi lagast því þær væru barnshafandi eða búnar að eiga barn. Þetta er vel þekkt og vel lýst í skilgreiningu á Stokkhólms heil- kenninu en það lýsir sér í því að konan fer að taka málstað ofbeldismannsins og trúir öllu því sem hann segir henni (Wallace, 2007). Einkenni þeirra sem sigra á vígvelli er oft að eyðileggja, yfirbuga, kúga og þvinga og konurnar upplifðu sig gersigraðar í ofbeld- issambandinu þar sem þær áttu við ofurafl að etja. Alveg eins og í stríðshrjáðu landi þar sem eyðileggingin blasir við er uppbygging- arstarfið ekki auðvelt. Það tekur langan tíma og krefst mikillar þolinmæði hjá konunum. Heilbrigðiskerfið er ekki nógu vakandi fyrir þessum hópi kvenna og þær vita oft ekki hvert þær geta leitað. Meðal þess sem getur hjálpað okkur að skilja þetta niðurbrot eru nýjustu rannsókn- arniðurstöður úr sál- og taugaónæmisfræði (psychoneuroimmunology). Þær rannsóknir hafa sýnt að mannveran er ein heild, líkami og sál. Það sem brýtur niður sálina, brýtur niður líkamann og öfugt. Sálin, taugakerfið og ónæmiskerfið eru nátengd og „tala“ stöð- ugt saman. Þegar við bregðumst við atburði eða aðstæðum gerum við það sem ein heild (Sigríður Halldórsdóttir, 2007). Allar konurnar hafa búið við mikla streitu og vitað er að streita er mjög ónæmisbælandi (Hobel, Goldstein og Barrett, 2008). Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl streitu og þunglyndis eftir fæðingu (Tiwari o.fl. 2008), konurnar í þessari rannsókn sögðust kannast vel við það. Í rannsókninni kom fram að konurnar voru flestar mjög ungar, yfirleitt fimmtán til átján ára, þegar þær fóru í samband með ofbeldis- manninum, þeim finnst að þær hafi ekki gert sér grein fyrir að samband átti ekki að vera svona eins og þeirra. Ein konan í rannsókn- inni sagði að hún hafi ekki áttað sig á þessu fyrr en hún sá að vinkonur hennar voru svo hamingjusamar en hún sjálf ekki. Það leiddi til þess að hún fór að skoða samband sitt. Þessari tilfinningu hefur verið lýst í rann- sókn sem Naumann o.fl. (1999) gerðu. Flestar konurnar í þessari rannsókn sögðu að ofbeldið hefði lítið breyst á meðgöngunni. Nokkrar sögðu þó frá því að kynlíf hefði breyst. Ein sagði að maður hennar hefði ekki viljað eiga við hana kynlíf á meðgöngunni því hún væri svo ógeðsleg svona ófrísk. Í mörgum tilvikum tóku sambýlismenn þeirra ekki tillit til þeirra í kynlífinu og fóru fram á eins mikið kynlíf eða jafnvel meira en áður. Rannsóknir sýna að hættulegasta tímabilið er fyrstu mánuði meðgöngunnar en þá versnar ofbeldið oft og síðustu mánuðirnir eru jafn- framt hættuminnstir. Allra hættulegastir eru mánuðurnir eftir fæðingu (Bowen o.fl., 2005, Gielen o.fl., 1994, Macy o.fl., 2007). Vatnar og Björkly (2009) benda á að það að vera barnshafandi eða eiga börn verndi konur á engan hátt fyrir ofbeldi. Það festi þær enn frekar því sumar konur geta enn síður sagt frá ofbeldinu á meðgöngunni. Það samræmist vel konunum í þessari rannsókn þar sem sumar vilja ekki segja frá þungun sinni og ein skammaðist sín fyrir að vera barnshafandi eftir sambýlismann sinn. Þeim konum sem voru beittar einni tegund ofbeldis virðist ganga betur að vinna úr ofbeldissambandinu heldur en hinum sem búa við fleiri tegundir ofbeldis. Þetta samræmist grein Erlu Kolbrúnar Svavars- dóttur (2008), Konur sem lifa við stöðugan ótta: Hjúkrun gegn ofbeldi. Þar segir hún til viðbótar að konurnar telji að andlegt ofbeldi sé miklu verra en það líkamlega, því það andlega brjóti niður sjálfstraust þeirra. Það passar mjög vel við skilgreiningu Sigríðar Halldórsdóttur (2003a) á niðurbroti í grein hennar um Eflingu og niðurbrot: Kenning um samskiptahætti og áhrif þeirra, en hún segir að niðurbrot sé eigin reynsla af samskiptum þar sem einstaklingnum sem valdið hefur virðist algjörlega standa á sama um þoland- ann og misbeiti valdi sínu. Þetta gerist í samskiptum þar sem valdaaðilinn kúgar og niðurlægir, krefst undirgefni og algerrar stjórnar. Ekkert þol sé fyrir andstæðum skoðunum. Niðurbrot brjóti niður tilfinn- ingu þess sem fyrir verður, um stjórn á eigin lífi og aðstæðum og þolandanum finnst hann kúgaður, algerlega berskjaldaður og rödd hans þögnuð (Sigríður Halldórsdóttir, 2003a). Flestar kvennanna búa við tíð og þungbær endurlit og eru jafnvel að glíma við reynslu sína mörgum árum síðar. Þær eru þó jákvæðar og segjast vera á réttri leið en það sé erfitt og taki tíma, minningarnar komi upp á yfirborðið þegar síst varir. Þær segj- ast verða þunglyndar þegar minningarnar sækja að. Það sem oft viðheldur minning- unum er að konurnar verða að hafa samband við ofbeldismanninn því flestar eru þær með sameiginlegt forræði barna og verða því að eiga samskipti vegna þeirra. Takmarkanir rannsóknarinnar Allar konurnar í þessari rannsókn voru komnar úr ofbeldissambandinu. Misjafnt er fyrir hve löngu en sumar losnuðu fyrir mörgum árum. Kannski er lífsreynsla þeirra farin að blikna í tímans rás. Þá ber að nefna að fyrsti höfundur sem tók öll viðtölin er að gera sína fyrstu rannsókn og kannski myndi annar rannsakandi líta á þessi samtöl með öðrum augum. Notagildi rannsóknarinnar Rannsókn þessi er sú fyrsta sem gerð er á reynslu kvenna sem hafa búið við ofbeldi á meðgöngu hér á landi. Í henni koma fram mikilvægar upplýsingar um eigin reynslu kvenna af ofbeldi á meðgöngu og endranær sem nýtast ekki bara til að skapa umræðu heldur til að auka þekkingu og skilning á reynsluheim þeirra. Með aukinni þekk- ingu ljósmæðra og annarra fagstétta aukast líkurnar á því að konur fái þá umönnun á meðgöngu sem æskileg er. Mikilvægt er að koma af stað markvissri kennslu og fræðslu til ljósmæðra og annars fagfólks svo

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.