Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 8
8 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 heimilisofbeldi meðan á meðgöngu stendur en rannsóknir benda til að konur vilji láta spyrja sig (Bacchaus, Mezey og Bewley, 2002; Foy, Nelson, Penney og Mcllwaine, 2005; Wenzel, Monson og Johnson, 2004). Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin af reynslu kvenna af ofbeldi á meðgöngu. Nokkuð hefur þó verið fjallað um heimilis- ofbeldi í íslenskum fjölmiðlum og í bókum og benda má á bók Ragnhildar Sverrisdóttur (2008), Velkomin til Íslands, sagan af Sri Rahmawati en hún fjallar um heimilisofbeldi og bók Gerðar Kristnýjar og Thelmu Ásdís- ardóttur (2005) Myndin af pabba: Saga Thelmu, þar sem Thelma lýsir æsku sinni en hún bjó við mikið heimilisofbeldi á sínu æskuheimili og slæma líðan árum saman. Erla Kolbrún Svavarsdóttir (2006) prófessor í hjúkrunarfræði fullyrðir að ofbeldi gegn konum frá hendi ofbeldismanns sé vaxandi heilsufarsvandamál hér á landi. Mikilvægt er að rannsaka reynslu kvenna af ofbeldi á meðgöngu frá sjónarhóli kvennanna sjálfra til að auka þekkingu og skilning á þessu vandmeðfarna vandamáli sem þó er líklegt að sé mun útbreiddara en áður hefur verið talið á Íslandi. Hvernig upplifa konurnar ofbeldið? Hverjar eru afleiðingar og langvinn áhrif þess? Mark- mið þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt er að auka þekkingu og dýpka skilning á líðan íslenskra kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi á meðgöngu. Rannsóknarspurn- ingin var: Hver er reynsla íslenskra kvenna sem búið hafa við ofbeldi á meðgöngu og endranær? AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknaraðferðin sem notuð var til að fá svar við rannsóknarspurningunni var Vancouver – skólinn í fyrirbærafræði sem er eigindleg aðferðafræði, en markmið hans er að auka skilning á mannlegum fyrirbærum í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna. Hann byggir á þeim skilningi að sérhver einstaklingur sjái heiminn með sínum augum og að sýn hans mótist af eigin reynslu sem hefur svo áhrif á hvernig hann upplifir tilveru sína (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Í rannsóknarferlinu er farið í gegnum sjö vitræna meginþætti sem eru stöðugt endurteknir í rannsóknarferl- inu (sjá mynd 1). Ferli rannsóknarinnar og hvernig er farið í gegnum þrepin er lýst í töflu 2. Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru tólf konur sem höfðu búið við ofbeldi á meðgöngu. Þær voru valdar með tilgangsúrtaki. Rann- sakandi leitaði til starfsfólks hjá Samtökum um Kvennaathvarf, Stígamótum, ljósmæðra í meðgönguvernd og talaði sjálf við skjól- stæðinga í meðgönguverndinni. Skilyrði fyrir þátttöku var að konan hefði verið í ofbeldissambandi á meðgöngu. Þær þurftu einnig að vera tilbúnar til að ræða reynslu sína við rannsakanda. Konurnar voru á aldr- inum 18 – 72 ára þegar viðtölin fóru fram. Meðalaldur var 37½ ár. Í töflu 3 er konunum lýst nánar og þeim er öllum gefið nýtt nafn til að vernda nafnleynd þeirra. Gagnasöfnun og gagnagreining Tekin voru alls 15 viðtöl við 12 konur. Viðtölin voru frá 40 mínútum uppí 1½ klukkustund. Fyrri höfundur tók öll viðtölin. Tvö viðtöl voru tekin við 3 konur sem höfðu þann bakgrunn að sex mánuðir eða meira var liðið frá því að ofbeldissambandi lauk. Viðtalsspurningarnar voru: Getur þú lýst reynslu þinni af ofbeldi í nánu sambandi og sagt frá því hvernig ofbeldissambandi þú varst í á meðgöngunni? Hvernig leið þér? Breyttist ofbeldið eitthvað á meðgöngunni? Framhaldið réðist svo af svörum kvennanna hverju sinni. Samræðurnar snérust um reynsluheim kvennanna og leitast var við að skilja reynslu þeirra frá þeirra eigin sjón- arhorni. Í upphafi samræðnanna voru spurn- ingarnar mjög opnar en þrengdust eftir því sem á leið. Réttmæti rannsóknarinnar Í rannsókninni var stöðugt verið að meta á gagnrýninn hátt gæði gagnasöfnunar, gagnagreiningar og framsetningu niður- staðna. Þetta var sameiginlegt verkefni rann- sakenda. Gagnasöfnun var haldið áfram þar til mettun náðist sem talið er auka réttmæti rannsóknar. Þrep 7, 9 og 11 í Vancouver– skólanum eru sérstaklega til þess fallin að auka réttmæti rannsóknar. Það er einnig talið auka réttmæti að annar rannsakandinn er sérfræðingur í ljósmóðurfræði og hinn í rannsóknarefninu og rannsóknaraðferðinni. Siðfræði rannsóknarinnar Tilskilin leyfi voru fengin hjá Vísindasiðanefnd, tilvísun (VSNb20090- 10006/03.7) og rannsóknin tilkynnt til Persónuverndar (tilvísun: S4206/2009/ LSL/-). Þar sem rannsóknin fjallar um svo viðkvæman hóp kvenna var séð til þess að konurnar hefðu aðgengi að sérfræðingi ef á þyrfti að halda. Þær sem voru í Kvenna- athvarfinu höfðu aðgang að sérfræðingi þar en aðrar að sálfræðingi. Allar konurnar fengu góða kynningu á rannsókninni, fyrst í símtali og síðan í upphafi samræðnanna og þá bæði með upplýsingabréfi og útskýr- ingum munnlega. Allar veittu óþvingað leyfi sitt og skrifuðu undir samþykkisyfirlýsingu. Ítrekað var að þær gætu hætt hvenær sem var í rannsókninni og gætu neitað að svara einhverri spurningu ef þær vildu. • Enginn fékk að vita hverjar voru í úrtak- inu nema fyrri höfundur. Voru börnin vitni að ofbeldinu? Jóna 55-65 Háskóli 18 ára 3 Já Já 21 ár L, K, A, F Já Linda 35-45 Grunnskóli 35 ára 2 Já Já 4 ár A, F Já Lára 45-55 Háskóli 17 ára 1 Nei Já 9 ár A, L Já Guðrún 25-35 Háskóli 18 ára 1 Nei Já 4 ár A, L, K, F Já Sigrún 25-35 Háskóli 26 ára 1 Nei Já 1 ár A, L Já Inga 25-35 Iðnskóli 15 ára 1 (er barnsh.) Nei Já 9 ár A, L, K Já Bára 25-35 Grunnskóli 24 ára 2 Já Já 8 ár A, L, K, F Já Dísa 65-75 Iðnskóli 18 ára 3 Nei Já 40 ár A, L, F Já Halla 15-25 Grunnskóli 17 ára Er barnshafandi Já Já 4 ár A, K Á ekki við Elsa 15-25 Stúdent 17 ára 1 Já Já 3 ár A, L, K Já Nanna 25-35 Háskóli 22 ára 1 Nei Já 9 ár A, K Já Anna 35-45 Grunnskóli 17 ára 3 (er barnsh.) Já Já 9 ár A, L, K, F Já Meðaltal 37.5 ár Mikil breidd 19.5 ár 2 börn 6 já/6 nei Allar 10.1 ár *Sjá skýringu Öll börnin Nafn Aldur Menntun Aldur konu þegar ofbeldissamband hófst Árafjöldi í ofbeldissambandi Hvers konar ofbeldi? Fjöldi barna Ólst konan sjálf upp við ofbeldi Endurlit Tafla 3. Lýsing á þátttakendum. *Skýring við töflu: Þar sem talið er upp hvers konar ofbeldi: L= líkamlegt ofbeldi, K= kynferðislegt ofbeldi, A= andlegt ofbeldi, F= fjárhagslegt ofbeldi. Allar bjuggu konurnar við fleiri en eina tegund ofbeldis. Voru börnin vitni að ofbeldinu?

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.