Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 24
24 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 fáar asískar mæður fóru í brjóstagjafa- eða foreldrafræðslu í meðgönguvernd heldur sóttu þær flestar sínar upplýsingar til móður sinnar eða tengdamóður. Í rannsókn Foo o.fl. (2005) kom fram að rúmlega 50% þeirra asískra mæðra sem ekki fengu upplýs- ingar og ráðgjöf frá heilbrigðisstarfsfólki á meðgöngunni voru líklegri til að hafa börn sín lengur á brjósti. Þar segir þó jafnframt að það megi ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem heilbrigðisstarfsfólk getur haft á tíðni og lengd brjóstagjafar í tengslum við fræðslu hjá konum almennt í samfélaginu. Það hefur sýnt sig að móðir sem fær góðan stuðning að heiman og er hvött til að halda áfram með brjóstagjöf af fjölskyldumeðlimum sem og heilbrigðisstarfsmanni er tæplega fjörutíu sinnum líklegri til að hafa barn sitt á brjósti. Asískar konur setja oft fjölskyldutryggð ofar sínum eigin hagsmunum og því er mikil- vægt að sameina heilbrigðisfræðslu fyrir fjölskylduna í heild sinni en ekki bara fyrir konuna eina (Cheung, 2002). Eldri konur innan asískra heimila sem hafa sterka tilfinningu fyrir hefðum og venjum og hafa reynslu af því að ala upp mörg börn hafa venjulega ákveðnari skoðanir á næring- armunstri barna en yngri kynslóðir. Þessar konur eru líklegri til að segja nei við notkun á þurrmjólk og treysta frekar á hið hefðbunda form það er brjóstamjólkina (Abada, Trovato og Lalu, 2001). Þetta er í samræmi við rann- sókn Masive (2006) en þar litu tengdamæður í Nepal á sig sem mikilvægan aðila í fæðingu og sængurlegunni. Þær litu svo á að móðurmjólkin væri náttúruleg, nægjanleg, nauðsynleg og óviðjafnanleg næring og hana ætti að hvetja til að gefa sem fyrst. Asískar ömmur telja að nýbakaðar mæður þurfi mikinn stuðning eftir fæðinguna og að þær hafi mikla reynslu til að leysa vandamál og gefa ráð hvað varðar barneignarferlið. Þær eigi líka hagsmuna að gæta að barnabörnin verði heilbrigð þ.e.a.s. þau muni hugsa um ömmu sína og afa þegar þau eru orðin eldri (Ingram o.fl., 2003). Jákvætt viðhorf ömmunnar til brjóstagjafar hefur mikilvægt hlutverk í að asískar konur hefji og viðhaldi brjóstagjöf (Lee, o.fl., 2007). Þátttaka feðra í brjóstagjafaferlinu, til að stuðla að og viðhalda brjóstagjöf hjá mæðrum, er alltaf að verða mikilvægara sérstaklega í hinum vestræna heimi. Þar er reynsla eldri kvenna ekki lengur eins aðgengileg og kjarnafjölskyldan orðin algengari (Susin og Giugliani, 2008). Það er því mjög mikilvægt að feður séu hafðir með þegar verið er að kynna kosti brjóstamjólkur og mikilvægi hennar fyrir heilbrigði móður og barns. Í rannsókn Scott o.fl. (2001) kom fram að ef móðir fékk góðan stuðning frá maka sínum sem og heilbrigðisstarfsfólki þá var hún líklegri til að hefja brjóstagjöf og halda henni áfram eftir að heim var komið. Ef að móðirin skynjaði aftur á móti frá föður barnsins að hann vildi frekar að barninu væri gefin þurrmjólk eða hann var á báðum áttum hvaða leið væri best að fara þá var líklegra að hún hefði ekki brjóstagjöf eða hefði barnið á brjósti í mjög stuttan tíma. Feður gera sér oft ekki grein fyrir mikilvægi stuðn- ings þeirra í að hafa áhrif á brjóstagjöf maka sinna það er því mikilvægt að hvetja feður til þátttöku í umræðunni um brjóstagjöf, hún er ekki eingöngu mál móðurinnar. Fleiri sálfélagslegir þættir geta þó haft áhrif á upphaf og lengd brjóstagjafar hjá móður og sá sem oftast er nefndur teng- ist þeim hugmyndum sem konan hefur um brjóstagjöf áður en þungun á sér stað. Sýnt hefur verið fram á auknar líkur á að móðir hætti brjóstagjöf hafi hún ekki verið búin að taka ákvörðun um næringargjöf barnsins fyrir þungun (Scott o.fl., 2001). Samkvæmt rannsókn Scott o.fl. (2001) kom í ljós að konur sem tóku ákvörðun um að hafa barn á brjósti eftir að þær urðu þungaðar voru átta sinnum líklegri til að hætta brjóstagjöf í sængurlegunni en konur sem tóku ákvörðun um að hafa barn á brjósti fyrir þungun. Sambærilegar niðurstöður fengust í rann- sókn Foo o.fl. (2005) og kom þar fram að konur sem voru búnar að taka ákvörðun um að hafa barn á brjósti fyrir þungun voru mun líklegri til að hefja og viðhalda brjóstagjöf eftir fæðingu barns. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að hvenær barnið er lagt á brjóst eftir fæðingu hafi einnig áhrif á upphaf og lengd brjóstagjafar. Kom fram í rannsókn Chien og Tai (2007) að þær konur sem lögðu barn sitt á brjóst strax eftir fæðingu eða mjög fljótlega, voru líklegri til að hafa börn sín á brjósti í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir fæðingu. Samkvæmt Riordan (2005, bls. 697) kemur fram að það séu aðallega sex þættir sem hafa áhrif á brjóstagjöf kvenna: • Móðirin hefur hug á að hafa barnið á brjósti í lengri tíma • Móðirin hefur skuldbundið sig að hafa barnið á brjósti • Móðirin og fjölskyldan eru með gott stuðningsnet • Móðirin er með jákvætt viðhorf gagnvart brjóstagjöf • Barnið fer fljótt á brjóst eftir fæðingu • Móðirin forðast að gefa barninu aðra fæðu en brjóstamjólk eins og þurrmjólk eða vatn. Með því að hafa þessa sex þætti að leið- arljósi þá geta ljósmæður og annað heilbrigð- isstarfsfólk aukið áhrif sín á brjóstagjöf til hins betra með góðri og hnitmiðaðri fræðslu til verðandi foreldra og almennings alls. Mikilvægi fræðslu: Í dag eru valmöguleikar foreldra er snúa að barneignarferlinu töluvert fleiri og flókn- ari en þeir voru fyrir nokkrum árum síðan, að ég tali nú ekki um fyrir nokkrum áratugum síðan. Foreldrar geta valið að fæða í heima- húsi eða á sjúkrastofnun og vonandi einhvern tíma á fæðingarheimili sem stýrt verður af ljósmæðrum. Einnig eru ýmsar rannsóknir og fósturskimanir í boði fyrir fólk sem geta haft áhrif á líf konunnar og fjölskyldunnar í heild sinni. Til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um hvað það ætlar að gera er nauðsynlegt að það sé vel upplýst um hverjir kostirnir og gallarnir eru og hver áhættan sé. Upplýstar ákvarðanir hafa með siðfræði- og sálfræðilega þætti að gera og að virðing sé borin fyrir sjálfræði einstaklinganna og þeirra ákvörðun. Þetta leiðir til að einstaklingarnir eru oft sáttari við þá ákvörðun sem þeir taka og betri andlegri líðan er náð (Gourounti og Sandall, 2008). Legutími sængurkvenna innan spítalans er alltaf að verða styttri og styttri heimaþjón- usta ljósmæðra eykst og heimafæðingar að verða vinsælli. Þetta hefur leitt til þess að fræðsla til verðandi foreldra fer í auknu mæli fram á heimilum nýju fjölskyldunnar og í heilsugæslunni. Þar eru ljósmæður í lykil- hlutverki til að hafa góð áhrif á brjóstagjöf verðandi mæðra sem og aðra þætti er varða heilbrigði móður og barns. Ekki má þó gleyma að ljósmæður og annað heilbrigð- isstarfsfólk innan spítalans er einnig í lykil- aðstöðu til að fræða nýbakaða foreldra. Sýnt hefur verið fram á að þær konur sem upplifa

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.