Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 15

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Side 15
15Ljósmæðrablaðið - Sumar 2010 meðferð í fæðingu hafi ekki verið stað- fest. Þó að gagnsemi ilmkjarnaolía sem verkjameðferð hafi ekki verið staðfest með slembuðum samanburðarrannsóknum er margt sem bendir til þess að ilmkjarnaolíu- meðferð gagnist konum til að takast á við hríðarverki (Burns & Blamey, 1994; Burns o.fl., 1999; Mously, 2005; Burns o.fl., 2007, Pollard, 2008). Það var aðeins rannsókn Calvert (2005) sem uppfyllti þau skilyrði sem sett voru í fræðilegri úttekt Smith o.fl. (2006) sem eingöngu tók fyrir slembaðar samanburðarrannsóknir. Í rannsókn Calvert (2005) voru 22 fjölbyrjur, 12 í rannsókn- arhóp og 10 í samanburðarhóp. Konurnar í rannsóknarhópnum fengu ilmkjarnaolíur úr engifer (e. ginger) út í baðvatnið en konurnar í samanburðarhópnum fengu daufa blöndu af ilmkjarnaolíum úr sítrónugrasi (e. lemongrass). Konurnar dvöldu svo a.m.k. eina klukkustund í baðinu og var líðan þeirra metin á 15 mínútna fresti með því að nota verkjaskala (VAS). Ekki reyndist marktækur munur á milli hópa, enda voru of fáir þátttakendur í rannsókninni til að vænta mætti þess að fá marktækan mun. Í rann- sókninni var einnig skoðað hvort engiferolía væri hríðaörvandi og hvort hún gætt stytt fæðingartíma. Ekki reyndist marktækur munur á þessum þáttum nema hvað annað stig fæðingar reyndist styttra hjá rannsókn- arhópnum. Engiferolía er fyrst og fremst notuð við vandamálum í meltingarvegi en ástæða þess að hún varð fyrir valinu var sú að rannsakandinn hafði notað hana í starfi sínu sem ljósmóðir og hafði tekið eftir því að fæðingar virtust ganga hraðar fyrir sig og konurnar virtust finna minna fyrir verkjum þegar engiferolían var sett í baðvatnið. Slembaðar samanburðarrannsóknir henta vel þegar meta þarf gagnsemi ákveðinna meðferða í umönnun ljósmæðra (Clark, 2000) en það er ekki þar með sagt að þær séu eina leiðin til að komast að gagnsemi og öryggi ilmkjarnaolía hjá fæðandi konum. Það er vel við hæfi að gera matsrannsóknir (e. evaluation studies) þegar meta þarf árangur af ákveðnum aðferðum, meðferðum eða vinnubrögðum (Polit & Beck, 2006) og rýni (e. audit) er formleg aðferð til að meta þá þjónustu sem veitt er (Wray & Benbow, 2000). Þegar rýni er notuð til að meta árangur af nýjum meðferðum er tilvalið að gera rýni á þjónustuna áður en nýja meðferðin er innleidd til að hafa samanburð eftir innleið- ingu (Wray & Benbow, 2000). Þær rann- sóknir sem fjallað verður um hér eru flestar matsrannsóknir eða rýni en ein rannsóknin er forprófun að slembaðri samanburðarrann- sókn. Árið 1990 vildu ljósmæður á John Radc- liffe sjúkrahúsinu í Oxford finna leiðir til að lina hríðarverki og veita konum í fæðingu slökun án þess að skerða hreyfigetu þeirra, valda þeim óþægindum eða öðrum óæskilegum áhrifum (Burns & Blamey, 1994). Ilmkjarnaolíumeðferð naut vaxandi vinsælda á þessu sviði en þar sem ekki voru til rannsóknir um gagnsemi og öryggi ilmkjarnaolía í fæðingum ákváðu þær að gera forprófun að matsrannsókn sem stóð yfir í hálft ár (Burns & Blamey, 1994). Fimmhundruð áttatíu og fimm konur tóku þátt í rannsókninni, 384 frumbyrjur og 201 fjölbyrja, sem fengu alls 880 ilmkjarna- olíumeðferðir. Notaðar voru 10 mismun- andi ilmkjarnaolíur (lavender, peppermint, eucalyptus, frankincense, clary sage, jasm- ine, camomile, rose, lemon og mandarin) sem gefnar voru á mismunandi hátt, oftast með því að úða blöndu út í andrúmsloftið og næst oftast með því að setja dropa af piparmyntu á enni. Ilmkjarnaolíumeðferð var oftast gefin til slökunar (321 skipti) en einnig við ógleði (130 skipti), til hríðaörv- unar (111 skipti) og við hríðaverkjum (88 skipti). Lofnarblómaolían (e. lavender) var sú olía sem oftast var notuð. Hún var notuð við kvíða (174 skipti), verkjum (38 skipti) og til upplyftingar (12 skipti). Piparmyntuolían (e. peppermint) var oftast notuð við ógleði og uppköstum (108 skipti) og ljómasalvían (e. clary sage) var oftast notuð til hríðaörvunar (77 skipti). Bæði ljósmæðurnar og konurnar voru beðnar um að meta gagnsemi olíanna. Almenn ánægja var bæði meðal þeirra fæðandi kvenna sem nutu meðferðanna og ljósmæðranna sem tóku þátt í rannsókninni. Lofnarblómaolían (e. lavender) gagnaðist vel til slökunar bæði að mati kvennanna og ljósmæðranna og piparmyntuolían gagnist vel við ógleði og uppköstum, sérstaklega að mati kvennanna sjálfra. Til stóð að taka hlé á notkun ilmkjarnaolíanna meðan verið var að vinna úr gögnum rannsóknarinnar en bæði ljósmæðurnar og konurnar óskuðu eftir því að þessi valkostur stæði áfram til boða, þrátt fyrir að niðurstöður lægju ekki fyrir. Meira en helmingi kvennanna (62%) fannst ilmkjarnaolíumeðferðin gagnast sér, 12% fannst hún gagnslaus, 17% gátu ekki gert upp við sig hvort hún hefði gagnast og 9% gátu ekki lagt mat á gagnsemi. Í grein sem fjallar um þessa rannsókn er ekki fjallað ítarlega um útkomu mæðra og barna sem tilheyrðu rannsóknahópnum en þar kemur þó fram að 418 konur (71%) fæddu eðlilega, 117 konur (20%) fæddu með aðstoð áhalda, hjá 44 konum (8%) þurfti að gera keisara- skurð en fæðingarmáti var ekki skráður hjá 1% kvennanna. Sjötíu og fjórar konur (13%) þurftu ekki á verkjalyfjum að halda eftir að hafa fengið ilmkjarnaolíumeð- ferð. Þessar tölur segja ekki mikið þar sem hvorki er samanburðarhópur né upplýs- ingar um útkomu fæðinga á þessu sjúkra- húsi á þessum tíma. Þessi rannsókn gefur okkur því eingöngu vísbendingu um að vissar ilmkjarnaolíur geti gagnast konum í fæðingu. Burns o.fl. (1999) gerðu matsrannsókn sem veitir mikilvægar upplýsingar um gagn- semi og öryggi ilmkjarnaolía í ljósmóð- urstarfi. Þessi rannsókn var gerð á sömu fæðingardeild og rannsókn Burns og Blamey (1994) er þar eru yfir 6.000 fæðingar árlega. Þátttakendur í rannsókninni voru 8.058 konur sem þáðu ilmkjarnaolíumeðferð við kvíða og hræðslu (61%), við verkjum (7%), við ógleði og uppköstum (14%), til að örva og styrkja hríðar (6%) og til að auka almenna vellíðan (7%). Þátttakendur voru bæði frumbyrjur (60%) og fjölbyrjur (40%) jafnt heilbrigðar konur sem og konur með áhættuþætti. Fæðing var ýmist framkölluð (32%) eða fór sjálfkrafa af stað. Meira en 50% kvennanna fannst ilmkjarnaolíumeðferðin hjálpa sér en 14% kvennanna fannst hún gagnslaus. Notkun á ilmkjarnaolíum virtist draga úr þörf fyrir frekari verkjameðferð hjá hluta kvennanna og var án efa gagnleg í að draga úr kvíða og verkjum. Niðurstöður rannsókn- arinnar gáfu vísbendingar um að ilmkjarna- olíumeðferð gæti gagnast til að styrkja hríðar en það var þó ekki staðfest. Yfir 8% frum- byrja og yfir 18% fjölbyrja nýttu sér ekki hefðbundnar aðferðir til verkjastillingar eftir meðferð með ilmkjarnaolíum. Í rannsókninni var eingöngu notuð ein ilmkjarnaolía í einu til að auðvelda greiningu gagnanna. Ilmkjarna- olíur voru gefnar á mismunandi hátt, oftast með því að væta bómull, setja dropa á kodda, nudda eða nota í fótabað. Ilmkjarna- olíur voru einnig settar út í baðvatn, á ennið, inn í lófann eða í skolvökva sem notaður var til að skola spangarsvæði. Þar sem eingöngu var notuð ein ilmkjarnaolía í einu gefur það mikilvægar upplýsingar um áhrif einstakra ilmkjarnaolía á ákveðin vandamál. Lofnarblómaolían (e. lavender) var oftast notuð til að draga úr kvíða og fannst 50% kvennanna það gagnast sér en rósaolían (e. rose), sem var miklu minna notuð í rann- sókninni vegna þess hve dýr hún er, gagn- aðist 71% þeirra kvenna sem fengu hana. Kvoðuolía (e. frankincense) var einnig mikið notuð til að draga úr kvíða og fannst 44% kvenna hún gagnast sér. Lofnarblómaolían (e. lavender) sem var oftast notuð til að lina hríðarverki í fæðingu gagnaðist 54% kvennanna en 64% fannst kvoðuolían (e. frankincense) hjálpleg. Ljómasalvíuolían (e. clary sage) var mest notuð (í 87% tilfella) til að örva hríðar en aðeins 36% kvennanna fannst það bera árangur og 28% fannst það ekkert hjálpa. Piparmyntuolía (e. pepperm- int) var mest notuð við ógleði og uppköstum og fannst 54% þeirra kvenna sem ekki voru Geymsla ilmkjarnaolía Ilmkjarnaolíur eru viðkvæmar fyrir ljósi og súrefni og þær þarf að geyma í litlum, dökkum glösum. Sítrusolíur er aðeins hægt að geyma í 3-6 mánuði og ætti að geyma í ísskáp. Ilmkjarna- olíur og hómópata remedíur ætti ekki að geyma á sama stað. (Tiran, 2000; Tiran, D 2007, munnleg heimild, 10. apríl) Kassi 1

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.