Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Qupperneq 33

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Qupperneq 33
33Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 telur lykilatriði fyrir þetta ferli að milli konu og ljósmóður sé gagnkvæmt samband byggt á trausti. Upplýst val Þegar verið er að taka ákvörðun er nauðsynlegt að hafa upplýsingar um þá valkosti sem eru í boði. Þá er oft talað um að konan hafi upplýst val. En hvað er upplýst val? Þegar val er upplýst þarf konan að hafa fengið upplýsingar og skilið hvað í þeim felst (Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997). Til þess þurfa að vera valkostir með mögulegum leiðum og aðgengilegar upplýs- ingar um kosti og galla þeirra. Það felur í sér að einstaklingnum er frjálst að velja hvaða kost sem er og að dómgreind eða skoðun annarra hafi ekki áhrif á hvað hann velur. Þýðing þess að hafa val er tvíræð; eitt er að byrja með auða töflu og skapandi hugsun og sjá svo hvert það leiðir – en fyrir flestar konur afmarkast val líklega við þá kosti sem þeim er boðið í barneignarþjónustunni (Anderson, 2002) sem um leið takmarkar sjálfræði konunnar (Leap og Edwards, 2006). Umræða um upplýst val er nátengd umræðu um upplýst samþykki því um leið og konan velur er hún að samþykkja einn af þeim möguleikum sem henni er boðið að velja um. Samþykki byggir á sjálfræði einstaklings- ins og til að það sé fullgilt þarf konan að vera fær um að taka ákvörðun án þvingunar og hafa fengið allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að byggja ákvörðun á (Beauchamp og Childress, 2001). Hvað hefur áhrif á val og ákvarðanatöku? Það er margt sem hefur áhrif á hvernig konan velur eða tekur ákvörðun. Ýmsir félagslegir þættir, menningarlegur bakgrunnur, menntun, fyrri reynsla hennar og væntingar hafa þar áhrif á. Einnig geta utanaðkomandi þættir haft sterk áhrif á val kvenna, t.d. reglur og stefna heilbrigðis- stofnana, hvernig fræðsla er veitt og aðgengi þeirra að upplýsingum. Skortur á upplýsingum getur hindrað konur í að taka ákvörðun. Stundum stýrir starfsfólk því að konan fær ekki upplýsingar eins og kom fram í rannsókn Stapleton, Kirkham og Thomas (2002) að ef tiltekin þjónusta var ekki í boði á stofnuninni þá fannst starfs- fólki það ekki eiga að afhenda bæklinga með upplýsingum um þá þjónustu. Val er þannig ásættanlegt ef konan velur það sem er þægilegt fyrir stofnunina og ekki trufl- andi fyrir starfsemina (Bones, 2005). En stundum standa ljósmæður frammi fyrir því að val konunnar er ekki samkvæmt reglum eða hefðum. Í rannsókn á skynjun íslenskra ljósmæðra á öryggi og áhættu við eðlilegar fæðingar kom fram að þeim fannst þær stundum þurfa að fara út fyrir ramma reglna til að virða ákvörðun/val konunnar ef það var ekki í samræmi við reglur stofnunar. Dæmi um það var notkun vatns á 1. stigi fæðingar þar sem legvatnið var grænt (Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2009). En getum við einhverju breytt um þá þætti sem hafa áhrif á ákvarðanatöku? Innri þáttum konunnar getum við líklega ekki breytt svo glatt en við getum haft áhrif á ytri þætti m.a. með fræðslu og upplýsingum á aðgengilegu formi svo þær geti tekið upplýsta ákvörðun. Ljósmæður eru í lykilaðstöðu til að veita fræðslu til verðandi foreldra þar sem þær koma að á öllum stigum barneignarþjónustunnar. Í starfi ljósmæðra felast mikil samskipti og þar er ráðgjöf mjög stór þáttur. En það er ekki sama hvernig við veitum upplýs- ingar – að veita ráðgjöf er vandasamt, sérstaklega ef við sjálf höfum fyrirfram gefnar hugmyndir um hvaða ákvörðun við viljum helst að viðkomandi taki. Vald til að taka ákvörðun - má ég...? Þessi orð heyrast því miður of oft frá skjólstæðingum okkar og bendir til þess að það sé eitthvað eða einhver annar sem hefur vald til þess að taka ákvörðun fyrir viðkomandi. Í fyrr nefndri rannsókn á íslenskum ljósmæðrum (Valgerður Lísa Sigurðardóttir, 2008) kom fram að ljós- mæðrum fannst vera ýmsar hindranir á að konur hefðu tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir. Orðaval þeirra benti til að vald til ákvarðanatöku væri ekki alltaf í höndum kvennanna sjálfra t.d. ...hún á að fá [epid- ural]... eða ... það fá ekki allar konur að fæða í vatni... eða ...nú fá þær ekki lengur þessa 24 tíma [eftir að legvatn fer]. Annað dæmi sem heyrist stundum er þegar komið er að umræðu um framköllun fæðingar: ...ef þú verður ekki búin að fæða fyrir 42 vikur verður fæðingin sett af stað... eða ...svo gangsetjum við þig.... Þetta orðaval gefur ekki mikið færi á að fá fram sjón- armið konunnar og ekki líklegt að hún upplifi að hún hafi valkosti. Upplýsingar til að byggja ákvörðun á Hvaðan fær fólk upplýsingar? Sú kynslóð sem er í barneignum í dag er tölvuvædd – fólk er vant að leita sér upplýsinga á veraldarvefnum og því er mikilvægt að þar séu aðgengilegar upplýsingar sem byggjast á gagnreyndri þekkingu. Tilkoma verald- arvefsins hefur ekki dregið úr framlagi fagfólks í fræðslu nema síður sé en hefur breytt hlutverki okkar að vissu leyti. Það er mikilvægt að fagfólk meti gæði þeirra upplýsinga sem settar eru fram þannig að við getum leiðbeint fólki um hvert það á að leita og að sjálfsögðu þurfum við að nýta þennan öfluga miðil til að miðla fræðslu. Í rannsókn Churchill og Benbow (2000) kom fram að 78% kvenna höfðu fengið upplýsingar til að byggja upplýsta ákvörðun á frá ljósmæðrum. Í vettvangs- ferð Valgerðar Lísu til Bretlands haustið 2009 kynntist hún því hvernig ljósmæður þar hafa sérstakt viðtal í kringum 36 vikna meðgöngu þar sem rædd var áætlun fyrir fæðinguna eða svokallað birth plan. Þar var markvisst farið í hvaða valkostir stæðu til boða í tengslum við fæðinguna. Verð- andi foreldrar höfðu þá áður fengið í hend- urnar blað þar sem eftirfarandi þættir voru til umhugsunar og ákvarðanatöku fyrir þau: • Stuðningur í fæðingu: hvern viltu hafa hjá þér? • Að vita kynið: kíkja sjálf eða á ljósmóðir að segja það? • Klippa á naflastrenginn: pabbinn eða mamman. • Virk eða lífeðlisleg umönnun á 3. stigi fæðingar: ljósmóðir athugar hvernig forsendur eru ef konan velur lífeðlislega umönnun t.d. hvernig konan er í Hb og samþykkir val um lífeðlislegt 3. stig ef allt er í lagi. • Stellingar í fæðingu • Verkjameðferð í fæðingu • Fyrsta brjóstagjöfin og snerting húð við húð • Viltu að barnið þitt fái K-vítamín? Og þá í formi mixtúru eða með sprautu í vöðva? • Við hverju er að búast ef hlutirnir þróast öðruvísi en búist var við: bráðakeisari, áhaldafæðingar, spangarskurður, örvun, gangsetning. • Heimafæðing • Vatnsfæðing • Hvað á að taka með sér á fæðingarstað? • Hvenær ætti að fara á fæðingarstað? • Eitthvað annað sem þú óskar eftir? Viðtal af þessum toga er kjörið tækifæri til að opna fyrir umræðuna um upplýst val en margir gera sér hreinlega ekki grein fyrir því að þeir hafi val eða hvaða valkostir eru í boði. Til undirbúnings fyrir slík viðtöl getur komið sér vel fyrir fagfólk að geta bent á vandað fræðsluefni sem byggir á gagnreyndri þekkingu og það ætti að gagnast verðandi foreldrum. Bæklingar koma að sjálfsögðu aldrei í stað fræðslu eða ráðgjafar fagfólks en geta veitt stuðning og lagt grunninn að umræðu um valkosti í barneignarferlinu. Fyrsti áfangi – 10 bæklingar • K-vítamín • Þriðja stig fæðingar • Verkjameðferð án lyfja • Verkjameðferð með lyfjum • Hlustun fósturhjartsláttar • Vatnsfæðingar • Stuðningur og yfirseta í fæðingu • Fæðingaþunglyndi • Val á fæðingarstað • Lengd meðganga

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.