Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 37
37Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 ýmsum verkefnum. Það fyrsta sem komst til framkvæmda var grunnnámskeið 17. nóvember fyrir ljósmæður sem voru að hefja heimaþjónustu eða vildu skerpa á rekstr- arumgjörðinni. Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriði í samskiptum við stofnanir á borð við Landlæknisembættið, Sjúkratrygg- ingar Íslands, lífeyrissjóði og skattayfir- völd. Af annarri faglegri þróunarvinnu má nefna að verið er að skoða sérhæfð viðmið um heimaþjónustu og vinna bækl- inga með upplýsingum um heimaþjónustu til að afhenda sængurkonum. Einnig kom fagdeildin að vinnu við faglegar lágmarks- kröfur í heimafæðingum og heimaþjónustu í sængurlegu, sem væntanlegar eru frá Land- læknisembættinu. Ljósmæður fagdeildarinnar hafa setið fundi með fulltrúum Landspítala vegna umbóta á tilvísunarleiðum til og frá ljós- mæðrum í heimaþjónustu. Hluti þeirrar vinnu snýr að rammasamningum Sjúkratrygginga Íslands sem nú hefur verið framlengdur til ágústloka. Fræðslustarf Ljósmæðrafélagið hóf einnig samstarf með Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ) og þegar hefur eitt námskeið verið haldið í þeirri samvinnu og stendur meira til. Fræðslu- og endurmenntunarnefnd félagsins sér um samskipti við EHÍ hefur nóg úr að moða eftir skoðanakönnun meðal félagsmanna um námskeiðsframboð. Hringborðsumræður voru haldnar í þrígang s.l. vetur og var aðsókn dræm sem er synd því þetta fyrirkomulag hentar einkar vel sem samskiptaform lítillar fagstéttar. Það er ódýrt og ljósmæður hafa svo miklu að miðla hver til annarrar. Ný vefsíða að gjöf Vefsíða félagsins hefur verið óvirk í lengri tíma og hefur það valdið félagsmönnum óþægindum sem stjórn biðst afsökunar á. Ný vefsíða er í smíðum og er hún gjöf frá og TM Software og Norðurpólnum ehf, sem m.a. er í eigu Báru Hildar Jóhanns- dóttur ljósmóður. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Vefstjóri, Harpa Ósk Valgeirs- dóttir, hefur lagt nótt við dag í maí við að yfirfæra efni á síðuna. Við hlökkum til að fá virka og fallega félagsvefsíðu sem auðveldar upplýsingastreymi innan félagsins. Við getum nú þegar verið stoltar af ímynd ljós- mæðra í netheimum þar sem ljosmodir.is er með víðlesnustu vefsíðum landsins og eru þar m.a. nýkomnir fræðslubæklingar sem auðvelda eiga ljósmæðrum að styðja við upplýsta ákvarðanatöku skjólstæðinga sinna. Póstlisti félagsins Á meðan vefsíða félagsins hefur verið í endurvinnslu, hefur upplýsingagjöf til félags- manna farið fram í gegnum póstlistann. Til að tryggja endurnýjun og vörslu póstlistans, er hann hafður á google mail þar sem Guðrún Sigríður Ólafsdóttir ljósmóðir og tæknikona félagsins, hefur haldið utan um hann. Enn eru þó margir félagsmenn sem ekki eru á póstlistanum. Þeir félagsmenn sem ekki fá fjölpóst frá félaginu, eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna veffang til félagsins. Ljósmæðrablaðið og Fylgjan Starfsemi ritnefndar er öflug sem fyrr. Ljós- mæður gefa enn út tvö vegleg blöð árlega, sem beðið er af eftirvæntingu hvert vor og hver jól. Handbók ljósmæðra – Fylgjan kom nú út í 21. skipti og ber það kannski hógværð ritstjórans vitni, að ekki var haldið upp á útgáfu þessa þarflega rits þegar það stóð á tveimur tugum. Fyrir þær sem ekki hafa enn uppgötvað nytsemi Fylgjunnar, vil ég benda á að skoða hana gaumgæfilega og sjá þann hafsjó af upplýsingum sem þar er. Þar sem Fylgjan er yfirfarin fyrir árlega útgáfu, vil ég einnig biðja notendur hennar á að koma með ábendingar um efni og uppfærslu til ritstjóra hennar, Elínborgar Jónsdóttur (elvi@simnet. is) fyrir septemberlok, ef þær eiga að komast inn í næstu Fylgju, annars eru ábendingar alltaf vel þegnar. Breytingar á stjórn og starfsemi Hvað stjórn félagsins áhrærir höfum við misst tvo stjórnarmeðlimi á starfsárinu. Í september sagði Sigrún Valdimarsdóttir af sér gjaldkerastöðu af persónulegum ástæðum og tók þá varagjaldkeri, Árdís Kjartansdóttir fljótlega við störfum hennar. Í mars sagði Árdís svo af sér gjaldkerastöðu og störfum. Er þetta í fjórða sinn sem gjaldkeri félags- ins segir af sér, á þeim fimm árum sem gjald- kerastarfið hefur verið í núverandi mynd. Áður var það svo að skrifstofumaður (sem var alltaf ljósmóðir) og formaður félagsins sáu um daglegan rekstur félagsins og var þá starf gjaldkera mun viðaminna en það er nú. Það er skoðun núverandi stjórnar að núverandi fyrirkomulag gangi ekki upp og því verði að breyta. Þess vegna hefur stjórn nú auglýst eftir skrifstofumanni utan stjórnar, eins og áður tíðkaðist hjá félaginu. Það er ekkert launungarmál að átök hafa verið í Ljós- mæðrafélaginu frá síðustu kjarabaráttu. Til að reyna að leysa úr þeim ágreiningi boðaði stjórn félagsins til fundar með fyrrverandi og núverandi formönnum og starfsmönnum félagsins undir yfirskriftinni Sáttafundur um samskipti og vinnubrögð Ljósmæðra- félags Íslands. Tilgangur fundarins var að fá tillögur og aðstoð frá reyndum félagskonum og þeim þremur sem sagt höfðu af sér störfum vegna óánægju með formann og/eða stjórn og ræða samskipti og verklag innan félagsins út frá mismunandi sjónarhornum. Sr. Bragi Skúlason var fenginn sem utanaðkomandi fundarstjóri enda er hann reyndur í félags- störfum og óumdeildur og þekktur meðal ljósmæðra. Fundurinn var vel sóttur, þar mættu 14 ljósmæður af þeim 19 sem boðaðar voru og umræður gáfu stjórn gott veganesti til uppbyggingar félagsins sem varð kveikjan að tillögum stjórnar til aðalfundar um skipan vinnuhópa. Ljósmæðrafélagið okkar hefur stækkað og tímarnir breyst. Það er ljóst að nákvæmari vinnuferla skortir í starfsemi félagsins, sem valdið hefur óþarfa árekstrum síðustu misseri. Því vill stjórn félagsins nýta næsta ár til þess að félagsmenn endurskoði innviði og uppbyggingu félagsins og láti vilja sinn í ljós um hvernig Ljósmæðrafélag Íslands á að vera og hvert það á að stefna. Tillögur stjórnar um fjóra vinnuhópa (Kjara- stefnuhópur, Fagstefnuhópur, Lagahópur og Verkferlahópur) sem munu starfa milli aðal- funda 2010 og 2011 var samþykkt á aðalfundi. Nú liggur fyrir að skipa í vinnuhópana fjóra og er það í höndum tímabundinnar uppstill- inganefndar sem sitja Hildur Kristjánsdóttir, Steina Þórey Ragnarsdóttir og Valgerður Lísa Sigurðardóttir en var það fyrirkomulag einnig samþykkt af aðalfundi. Vinnuhóparnir munu fara í gegnum alla starfsemi félagsins hvað varðar daglegan rekstur félagsins, stefnu félagsins í kjara og réttindamálum, stefnu félagsins í fagmálum, endurskoða lög félags- ins, meta nauðsyn siðareglna innan félagsins og endurskoða eða gera verkferla í félaginu. Mikil umskipti voru í nefndum og stjórn félagsins á aðalfundinum. Alger umskipti voru í fræðslunefnd og mikil í kjaranefnd og inn komu þrír nýir stjórnarmeðlimir. Stjórn Ljós- mæðrafélags Íslands þakkar öllum þeim ljós- mæðrum sem nú láta af störfum fyrir félagið, þeirra framlag. Á sjötta tug ljósmæðra vinna sjálfboðavinnu fyrir Ljósmæðrafélagið, í stjórn, nefndum, deildum, sem trúnaðarmenn og við ýmsa útgáfustarfsemi. Í litlu stéttarfélagi skipta kraftar hverrar og einnar miklu máli og samein- aðar stöndum við enn sterkari. Sjálfboðavinna í þágu félags eins og okkar skiptir þar miklu máli. Án þessara einstaklinga mætti félagið sín lítils og ég vænti þess að félagsmenn sýni þessum sjálfboðaliðum þakklæti fyrir störf þeirra í þágu okkar allra. Strembnu en viðburðaríku ári í sögu Ljós- mæðrafélagsins er nú lokið. Það er ljóst að við þurfum að móta félagið okkar að nútímaþörfum ljósmæðra og aukinni stærð félagsins, þannig að Ljósmæðrafélag Íslands verði áfram sterkt og stöndugt félag. Félagið okkar er langt yfir persónulegar deilur hafið. Við berum ábyrgð á einu elsta stéttarfélagi kvenna á Íslandi og getum ekki látið persónulegan ágreining grafa undan trúverðugleika þess. Þær ljósmæður sem lagt hafa félaginu lið í gegnum árin hafa margoft staðið í mótvindi. Það var mikill sigur þegar tókst að fá sömu laun fyrir allar ljósmæður í kjarabaráttunni 1998 og það sameinaði ljósmæður. Sá sigur var grundvöllur að þeim miklu kjarabótum sem náðist 10 árum síðar, Á þessum sama tíma hafa ljósmæður sameinast í Ljósmæðra- félaginu og kjarafélagafjöldi þess aukist um tugi prósenta – yfir 95% starfandi ljósmæðra eru nú kjarafélagar. Við höfum reynt það áður að sameinaðar stöndum vér, sundraðar föllum vér. Guðleug Einarsdóttir Formaður UMFÍ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.