Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 32

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 32
32 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 tíma sínum í klíníska vinnu þannig að skjól- stæðingar njóta sérþekkingar þeirra. Stór hluti af störfum þeirra er að brúa bilið á milli rann- sókna og daglegra starfa og sumar stöðurnar eru tengdar við menntastofnanir. Þegar þær eru ekki í klínísku starfi veita þær ráðgjöf, taka þátt í rannsóknum, kennslu, þjálfun og þróun þjón- ustu og starfshátta. Sérfræðiljósmæður eru fyrst og fremst faglegir leiðtogar en ekki stjórnendur og hafa því ekki mannaforráð né bera ábyrgð á fjármálum en standa við hlið yfirljósmæðra og styðja við faglega þáttinn. Störf sérfræðiljós- mæðra í Bretlandi virðast því vera byggð upp á svipaðan hátt og störf sérfræðinga í hjúkrun á Landspítala. Ljósmæður ljósmæðranna! Í breska fagtímaritinu MIDWIVES hafa margar breskar sérfræðiljósmæður skrifað hugleiðingar um störf sín í dálk sem tileink- aður er sérfræðiljósmæðrum. Margar tala um það sem forréttindi að fá að vera í þessu starfi og aðrar nefna að það þurfi bjartsýni, góða kímnigáfu og þykkan skráp til að vera sérfræðiljósmóðir. Stephens (2004) sagði að líkja mætti starfi sínu sem sérfræðiljósmóðir við hríðar, með sínum hæðum og lægðum og svo væri það sársaukafullt á köflum. Gould (2004) lýsir því hvernig sérfræðiljósmóðir getur verið ljósmóðir ljósmæðranna í þeim skilningi að þær gefa öðrum ljósmæðrum ráð, vinna með þeim að faglegri þróun og styðja við góðar hugmyndir, hafa auga fyrir sérfræð- ingum framtíðarinnar, taka þátt í endur- menntun ljósmæðra og huga að vinnuum- hverfi þeirra. Það er mikilvægt að huga að vinnuumhverfinu því margar breskar ljós- mæður hafa flosnað upp úr ljósmóðurstarfinu á sjúkrahúsum þar sem óeðlilega mikið er um inngrip og eðlileg fæðing fær ekki að vera í friði fyrir sjúkdómsvæðingunni. Sérfræðiljósmóðir Starfsheitið sérfræðiljósmóðir er nýtt hér á landi og hefur komið upp umræða meðal ljós- mæðra um hvaða munur sé á sérhæfingu og sérfræði. Það er ekki spurning um að nú þegar eru margar ljósmæður sem hafa mikla þekk- ingu og reynslu á vissum sviðum t.d. á sviði fósturgreiningar, brjóstagjafar, viðtalsþjón- ustu við konur með erfiða fæðingarreynslu og svo mætti lengi telja. Það má kannski segja að munurinn liggi í fræðastörfum og rannsóknum því að gert er ráð fyrir að rannsóknir, kennsla og nýting rannsóknaniðurstaðna í daglegum störfum séu hluti af störfum sérfræðiljósmæðra ásamt klínísku starfi. Mikil þekking og sérhæfing er nú þegar meðal íslenskra ljósmæðra. Með tilkomu sérfræðiljósmæðra ætti að myndast sterkari tenging fræðastarfa og rannsókna við dagleg störf sem vonandi leiðir til enn betri þjón- ustu fyrir skjólstæðinga okkar. Það er örugg- lega hægt að taka undir það með bresku ljósmæðrunum að það séu forréttindi að fá að starfa sem sérfræðiljósmóðir. Það er með tilhlökkun sem við tökumst á við það verk- efni – að fá tækifæri til að vera leiðandi í þróun ljósmæðraþjónustu. Heimildir Byrom, S., Edwards, G. & Garrod, D. (2009). Consultant midwives – 10 years on! MIDIRS, 19 (1), 23-25. Gould, D. (2004). Midwife to the midwives. MIDWIVES, 7(11), 488-489. Landlæknisembættið (2009). Ársskýrsla Landlæknisemb- ættisins 2008. Sótt á vef Landlæknisembættisins 20. apríl 2010: http://www.landlaeknir.is/lisalib/getfile. aspx?itemid=4027 Landspítali (2006). Frétt: Ráðnir sérfræðingar í hjúkrun. Sótt á vef Landspítala 20. apríl 2010: http:// www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index2. html#frettir_3517 Landspítali (2010). Sérfræðingar í hjúkrun. Sótt á innri vef Landspítala 20. apríl 2010: http://innri.lsh.is/pages/5366 Reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun nr. 124/2003. Stephens, L. (2004). With woman, with midwife. MIDWIVES, 7(9), 400-401. Vefsíðuna ljosmodir.is þarf vart lengur að kynna, hvorki fyrir ljósmæðrum né verðandi foreldrum. Samkvæmt samræmdri vefmæl- ingu Modernus á Íslandi eru notendur nú hátt í 5.000 í hverri viku og vikulegar flettingar á síðunni eru að nálgast 60.000 (Modernus, 2010). Það er því ekki spurning að þar er svo sannarlega vettvangur til að miðla fræðslu til verðandi foreldra. Það er óhætt að segja að fræðslan hafi verið sniðin að þörfum notenda því meirihluti fræðslunnar á vefnum er í formi þess að ljósmæður svara fyrirspurnum sem notendur senda inn en þar er nú að finna um 3.600 svör við ýmis konar fyrirspurnum sem flestar tengjast meðgöngu og brjóstagjöf. Á vefnum er einnig að finna fræðsluefni um ýmislegt sem tengist meðgöngu, fæðingu og sængurlegu en það efni hefur lítið þróast frá því að vefurinn var opnaður árið 2003. Það hefur lengi staðið til að bæta úr þessu m.a. með því að gera bæklinga til að birta á vefnum. Upphaflega horfðum við til Bret- lands og gerðum samning um að þýða hluta þeirra bæklinga sem MIDIRS gefur út og nefndir eru Informed Choice eða upplýst val en það er einmitt sú hugmyndafræði sem við vildum ganga út frá við gerð bæklinganna. Því miður þá komu brestir í samstarfið við Bretana í kjölfar íslenska efnahagshruns- ins og því var hætt við þýðingu þeirra og ákveðið að ráðast í gerð íslenskra bæklinga. Haustið 2008 sótti hópur ljósmæðra, undir stjórn vefstjóra ljosmodir.is, um styrk til Styrktarsjóðs Ljósmæðrafélags Íslands til að gera 10 bæklinga og birta þá á vefnum ljosmodir.is. Sjóðanefnd samþykkti að veita styrk að upphæð 500.000 kr. Verkefnið er nú vel á veg komið og bæklingarnir eru farnir að birtast á vefnum, hver á fætur öðrum. Ákvarðanataka og gagnreyndir starfshættir Í klínískum leiðbeiningum frá Landlæknis- embættinu um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu kemur skýrt fram að gert er ráð fyrir að ákvarðanataka um meðferð og þjónustu sé í höndum konunnar sjálfrar, en þar segir: „Mikilvægt er að hverri konu sé gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um þá þjónustu sem hún þiggur á meðgöng- unni. Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna sem annast konuna að útskýra hvaða valkosti hún hefur og veita skýrar og óhlutdrægar upplýsingar. Virða ber þá ákvörðun sem konan tekur. Þetta er í samræmi við lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997.” (Landlæknisembættið, 2008). Þetta er hugmyndafræði sem er að öllu leyti í samræmi við gagnreynda starfshætti (evidence based practice), sem viðurkennd er í heilbrigðisþjónustu nútímans. Með gagn- reyndum starfsháttum er gert ráð fyrir að ákvarðanataka um umönnun og meðferð byggist á bestu þekkingu sem völ er á hverju sinni, klínísku mati fagaðila og vilja skjólstæð- ings (Sackett, Straus, Richardson, Rosenberg og Haynes, 2000; Sackett, Rosenberg, Gray, Haynes og Richardson, 1996). Breska ljósmóð- irin Lesley Page hefur einnig skrifað mikið um gagnreynda starfshætti ljósmæðra og sett fram ferli í fimm skrefum um hvernig ljósmæður geti viðhaft gagnreynd vinnubrögð í starfi sínu (Page, 2006): 1. Hvað er mikilvægt fyrir konuna og fjöl- skyldu hennar? 2. Meta upplýsingar sem fást með klínískri skoðun. 3. Afla gagnreyndra upplýsinga – rannsóknir – yfirlitsgreinar o.fl. 4. Ræða málið við konuna. 5. Fara yfir útkomuna. Þannig er gert ráð fyrir samráði við konuna um þá umönnun og meðferð sem henni er veitt og ákvörðun tekin í sameiningu. Page Val í barneignarþjónustu – hver tekur ákvörðun? Anna Sigríðu Vernharðsdóttir og Valgerður Lísa Sigurðardóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.