Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Side 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Side 6
6 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 Ég held að ég geti sagt með algjörri vissu að þessi vetur mun seint líða mér úr minni fyrir margra hluta sakir. Efst í huga mér er kjarabarátta félagsins ásamt félögum okkar í BHM. Atkvæðagreiðsla um verkfall var samþykkt af 80% félagsmanna okkar en þó voru skoðanir mjög skiptar um hvernig best væri að sækja fram. Ekki voru allir á eitt sáttir í upphafi og töluvert var tekist á enda „eru ljósmæður töffarar“ svo vitnað sé í samninganefnd ríkisins. Það gleður mig samt að segja að eftir því sem vikurnar liðu fór samstaða vaxandi, félagsmenn urðu jákvæðari í tali, mættu betur á fundi og stóðu mjög vel við bakið á kjaranefnd og formanni og er það ómetanlegt. Þegar þetta er skrifað er enn ósamið við ríkið og ekki komin niðurstaða úr félagsdómi varðandi launafrádrátt ljósmæðra. Það er þó farið að hilla undir samninga og þá tekur við líf að loknu verkfalli. Eftir átök sem hafa staðið í þetta langan tíma getur verið erfitt að byggja upp traust að nýju. Ég hef heyrt margar ljósmæður tala um vonbrigði sín með vinnustaðinn og finnst bæði virðingarleysi og ósanngirni hafa komið fram af hálfu spítalans. Til að byggja aftur upp góðan vinnuanda og þar með gott og faglegt starf þá er mikilvægt að sættast við vinnuveitandann og horfa fram á veginn, það sama gildir um innra starf félagsins. Það verða aldrei allir alveg á eitt sáttir með samninga eða framkvæmd kjarabaráttunnar en það er mikilvægt að halda áfram samstöðu og vinna að framgangi fagsins og félagsins. Mörg verkefni hafa verið sett á bið innan félagsins þar sem gríðarlegur tími hefur farið í kjaramál undanfarin tvö ár. Það er mikið verk óunnið og af nægu að taka. Eitt af því sem mér þykir aðkallandi er að félagið móti sér stefnu í þeim málum sem heitast brenna á faginu. Ljósmæður eru fáar og félagið lítið. Því er hver einstakur félagsmaður enn dýrmætari og hefur meira vægi. Meira mæðir á hverri ljósmóður að standa vörð um stéttina og fagið heldur en félagsmönnum stærri félaga. Mig langar til að nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim ljósmæðrum sem hafa sýnt kjarabaráttu okkar stuðning sinn bæði í verki og orðum, og eins og áður hefur komið fram þá er það ómetanlegt. Það er von mín að allar ljósmæður og fjölskyldur þeirra njóti sumarsins og komi fullar af eldmóði og úthvíldar næsta haust – tilbúnar í þá slagi sem taka þarf í framtíðinni. Áslaug Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands Ljósmæður eru töffarar Á V A R P F O R M A N N S L M F Í

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.