Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Page 12
12 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
var talsvert ólík þáttabyggingu BATM en þáttabygging Í-OBSC var
svo til sambærileg OBSC. Hvað varðar Í-BATM þá hefur einungis
einn þáttur, Leynd, svo til sömu byggingu í úrtökum sem listarnir
tveir byggjast á, en einn þáttur BATM (Ánægjulegar) dettur alveg
út úr íslensku útgáfunni og annar þáttur (Máttur) er í Í-BATM en
ekki BATM. Hvað veldur ólíkum þáttabyggingum er erfitt að segja
til um. Þættirnir í Í-BATM byggjast á úrtaki hjúkrunarfræðinema
og er kannski um frekar einsleitan hóp að ræða. Sama má segja um
útgáfu BATM sem byggist á frekar litlum úrtökum bandarískra og
mexíkóskra háskólastúdenta. Þáttahleðslur atriða á þætti eru ekki
alveg ótvíræðar í Í-BATM en sjö atriði hlaðast umtalsvert á aðra
þætti. Þetta bendir til þess að viðhorf til tíðablæðinga sé flókið
hugtak sem ekki sé einfalt að mæla á afdráttarlausan hátt. Innra
samræmi þátta í Í-BATM var hins vegar gott en Cronbachs-α var í
öllum tilvikum yfir 0,7 sem er vel viðunandi þegar til skoðunar eru
sálfræðileg hugtök líkt og viðhorf eru (Field, 2013, bls.709). Fylgni
milli þátta var jafnframt þokkaleg. Í heild þýðir það að þættirnir
mæla afstöðu til mismunandi hugmynda um blæðingar og gefa mynd
af viðhorfum íslenskra kvenna til blæðinga. Í ljósi þessa var ákveðið
að nota þáttabygginguna sem kom fram í okkar greiningu í Í-BATM.
Hins vegar eru þættirnir ekki að öllu leyti sambærilegir við BATM
og ber því að fara varlega í að bera saman niðurstöður rannsókna
sem nota þessar tvær útgáfur af mælitækinu.
Þáttabygging Í-OBSC er að mestu sambærileg við OBSC og
þáttahleðslur bærilegar. Einungis eitt atriði hlóðst í annan þátt í
íslensku útgáfunni en í þeirri bandarísku og er það fyllilega viðunandi
en smávægilegur munur getur verið á því hvernig atriði hlaðast í
mismunandi úrtökum innan sama menningarsvæðis (Field, 2013).
Fylgni milli þáttanna er viðunandi. Þetta þýðir að þættirnir mæla
mismunandi hugmyndir og til samans gefa þeir mynd af hlutgerðri
líkamsvitund íslenskra kvenna og unnt er að bera niðurstöður saman
við niðurstöður rannsókna sem nota bandarísku útgáfuna.
Viðhorf þátttakenda til blæðinga voru frekar hlutlaus. Konunum
finnst þó frekar skapraun að þeim en telja ekki að þeim beri að
leyna. Í samanburði við mexíkósk og bandarísk úrtök háskólastúdína
(Marván o.fl., 2006) finnst íslenskum hjúkrunarstúdínum síður
skapraun af blæðingum og þær leyna þeim síður. Eins og hefur
komið fram féll þátturinn Ánægjulegar úr BATM svo til alveg inn
í þáttinn Skapraun í Í-BATM og getur það skýrt mun á niðurstöðum
varðandi þann þátt. Að því sögðu þá eru viðhorf þátttakenda í
íslensku rannsókninni jákvæðari en þátttakenda ýmissa annarra
rannsókna á viðhorfi kvenna til blæðinga (Marván og Trujillo, 2009;
Kim, 2005; Charlesworth, 2001; Lu, 2001).
Fram kemur ákveðin þversögn í niðurstöðum varðandi hlutgerða
líkamsvitund en þátttakendur hallast frekar að því að það sé í góðu
lagi þó líkaminn falli ekki alveg að menningarlegum kröfum um
hvernig hann eigi að líta út, telja sig geta stjórnað útliti sínu og
fylgjast vel með því og hugsa meira um líkamann út frá ásýnd hans
en líkamlegri líðan. Þeir reyndust jafnframt talsvert frábrugðnir
bandarísku háskólastúdínunum þegar horft var til hlutgervingar
líkamsímyndar. Þversögnin felst í því að segja að það sé allt í lagi að
vera öðruvísi en jafnframt vera frekar upptekin af útliti líkamans og
telja sig hafa fulla stjórn á því.
Takmarkanir
Aukinn breidd í aldri, menntun, starfi og búsetu í úrtakinu hefði
aukið á fjölbreytileika þess en einsleitni úrtaks er ókostur þegar
þáttabygging hugtaka er til skoðunar. Áhugavert verður að skoða
hvort munur verður á þáttabyggingu mælitækjanna tveggja í
fjölbreyttara úrtaki. Þá má kannski finna að því að ekki var beitt
staðfestandi þáttagreiningu (e. confirmatory factor analysis)
í greiningu okkar. Ástæðan er að markmiðið var að skoða
þáttabyggingu í íslensku úrtaki en ekki endilega staðfesta að
mælitækið væri eins og bandarísku útgáfurnar. Vikið var frá því
skilyrði að við þáttabyggingar skyldu öll atriði hafa þáttahleðslu yfir
0,35 eins og ráðlagt er. Innra samræmi þáttanna var hins vegar meira
þegar atriðin voru höfð með og teljum við það fullnægjandi rök fyrir
því að halda atriðunum inni.
Ályktun
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þáttabygging Í-BATM
og Í-OBSC sé nothæf og mæli annars vegar viðhorf til tíðablæðinga
og hins vegar hlutgerða líkamsvitund íslenskra kvenna. Endanleg
staðhæfing á hæfi þáttanna fæst fyrst með rannsókn á fjölbreyttara
úrtaki.
ÞAKKARORÐ
Höfundar vilja þakka þátttakendum rannsóknarinnar fyrir þátttökuna
og starfsfólki á skrifstofu Hjúkrunarfræðideildar fyrir veitta aðstoð.
HEIMILDASKRÁ
Brantelid, I. E., Nilvér, H. og Alehagen, S. (2014). Menstruation during a lifespan: A
qualitative study of women‘s experiences. Health Care for Women International,
35(6), 600‒616.
Brynja Örlygsdóttir og Erla Kolbrún Svavarsdóttir (2005). Alþjóðlegar og
þvermenningarlegar rannsóknir: Aðferðir við þýðingu á mælitækjum. Tímarit
hjúkrunarfræðinga, 3(81), 8‒14.
Charlesworth, D. (2001). Paradoxical constructions of self: Educating young women
about menstruation. Women and Language, 24(2), 13‒20.
Erchull, M. J. (2013). Distancing through objectification? Depictions of women‘s
bodies in menstrual product advertisements. Sex Roles, 68, 32‒40.
Field, A. (2013). Discovering statistics using IBM SPSS statistics. London: Sage.
Forbes, G. B., Jobe, R. L. og Revak, J. A. (2006). Relationships between dissatisfaction
with specific body characteristics and the sociocultural attitudes toward appearance
questionnaire-3 and objectified body consciousness scale. Body Image, 3(3),
295‒300.
Fredrickson, B. L. og Roberts, T. A. (1997). Objectification theory: Toward
understanding women‘s lived experiences and mental health risks. Psychology of
Women Quarterly, 21(2), 173‒206.
Herdís Sveinsdóttir (2012). Varð ég kona í dag? Í Helga Gottfreðsdóttir (ritstjórar) og
Herdís Sveinsdóttir, Við góða heilsu? Konur og heilbrigði í nútímasamfélagi (bls.
19‒29). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Johnston-Robledo, I., Ball, M., Lauta, K. og Zekoll, A. (2003). To bleed or not to bleed:
Young women’s attitudes toward menstrual suppression. Women & Health, 38,
59–75.
Johnston-Robledo, I., Sheffield, K., Voigt, J. og Wilcox-Constantine, J. (2007).
Reproductive shame: Self-objectification and young women‘s attitudes toward their
reproductive functioning. Women & Health, 46(1), 25‒39.
Johnston-Robledo, I. og Chrisler, J. C. (2013). The menstrual mark: Menstruation as
social stigma. Sex Roles, 68(1‒2), 9‒18.
Jones, P. S., Lee, J. W., Phillips, L. R., Zhang, X. E. og Jaceldo, K. B. (2001). An
adaptation of Brislin‘s translation model for cross-cultural research. Nursing
Research, 50(5), 300‒304.
Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is Fást í öllum helstu apótekum um land allt VELJUM ÍSLENSKT
Barnalínan frá Gamla apótekinu inniheldur engin viðbætt ilm-
og litarefni. Vörurnar í Barnalínunni eru íslenskar vörur þróaðar
í samstarfi við lækna og lyfjafræðinga.
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
31
03
2
/ BARNIÐ
Verndar
og nærir
dýrmæta húð