Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Síða 17
17Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
nudds, jóga, nálastungumeðferða eða meðgöngusunds sýndu að ekki
var um marktækt samband að ræða milli tíðni kvilla og notkunar
á meðgöngu. Þannig virðast konur með stoðkerfisvandamál, bak-
og grindarverki, ekki frekar leita eftir viðbótarmeðferðum sem
sérstaklega miða að því að meðhöndla þá kvilla.
Konurnar voru spurðar hvort þær myndu nota einhverjar af þeim
meðferðum sem þær höfðu notað á þessari meðgöngu á næstu
meðgöngu. Meðferðarlistinn samanstóð af 15 meðferðum og var
svarmöguleikinn já eða nei. Í lokin var opin spurning fyrir annað
en listinn samanstóð af. Niðurstöður sýndu að 37 konur (82%) gátu
hugsað sér að nota vítamín á næstu meðgöngu, sama gilti fyrir 25
konur (56%) varðandi nudd, 13 konur (29%) varðandi jóga og 20
konur (44%) varðandi meðgöngusund.
Spurt var um notkun viðbótarmeðferða á síðustu dögum eða
vikum fyrir fæðingu sem myndu stuðla að betri fæðingu. Þær sem
höfðu notað einhverjar meðferðir til undirbúnings fyrir fæðingu voru
17 (37,8%). Algengustu meðferðirnar voru nálastungur og nudd.
Rannsóknarspurning 3 ‒ Hvaðan fá konur ráðleggingar,
hvatningu og upplýsingar varðandi notkun viðbótarmeðferða?
Niðurstöður sýndu að af þeim 44 konum sem svöruðu
spurningunni höfðu 20 (45,5%) verið hvattar til að nota einhverjar
viðbótarmeðferðir á meðgöngu. Hægt var að merkja við fleiri en
einn möguleika. Þeir sem hvöttu til notkunar voru oftast ljósmæður
(45,2%), en einnig vinir eða vinkonur (sjá mynd 3). Þrjár konur
merktu við liðinn annað og þar var um að ræða hvatningu frá
fjölskyldu eða af námskeiðum, til dæmis fæðingarfræðslunámskeiði.
Síðasta spurningin sneri að því hvert konurnar hefðu leitað varð-
andi upplýsingagjöf um notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu og í
fæðingu. Möguleikarnir voru fimm ásamt opnum svarmöguleika í
lokin. Þrjátíu og sex konur svöruðu þessari spurningu og 21 kona
(58%) sagði að upplýsingar hefðu verið fengnar frá ljósmóður en
22 konur (61%) fengu upplýsingar með lestri bóka/tímarita (sjá
mynd 4). Þrjár konur sem merktu við valmöguleikann annað tiltóku
upplýsingar frá ættingjum, fæðingarfræðslunámskeiði eða upplýs-
ingar fengnar á jóganámskeiði.
UMRÆÐUR
Í þessari rannsókn voru spurningalistarnir þróaðir frá grunni og því
ferli fylgt eins og því er lýst af Dillman (2000) og Rea og Parker
(2012). Gagnlegar ábendingar komu fram í þeirri vinnu sem felast
ekki síst í því að hægt væri nú að leggja könnunina fyrir stærra úrtak.
Jafnframt benda niðurstöður okkar til að notkun kvenna á viðbót-
armeðferðum sé umtalsverð. Þó gefa niðurstöður til kynna að ljós-
mæður hér á landi hvetji konur síður til að nota viðbótarmeðferðir
en sumstaðar erlendis. Ef miðað er við tölur frá Hagstofu Íslands
virðist úrtakið vera lýsandi fyrir þýðið, meðalaldur kvenna í rann-
sókninni var 29,98 ár en á því ári var meðalaldur allra kvenna sem
fæddu hér á landi 29,9 ár. Meðalbarnafjöldi hjá þátttakendum var
1,87 barn en 2,037 hjá þeim konum sem fæddu hér á landi árið 2012
(Hagstofa Íslands, 2013). Af hópnum höfðu 57,8% lokið grunn- eða
framhaldsnámi í háskóla, á móti 39,5% þýðisins (Hagstofa Íslands,
2012). Mögulega er þetta háa menntunarstig bundið við búsetu á
höfuðborgarsvæðinu, aðeins 5 konur sem svöruðu listunum bjuggu
utan þess. Þar sem búseta hópsins var nokkuð einsleit og úrtakið
lítið var samband milli búsetu og annarra breyta ekki skoðað nánar.
Því er erfitt að áætla hvort hægt sé að yfirfæra niðurstöður á allt
þýðið. Varðandi þætti er lúta að fæðingarmáta og fæðingarstað
þá voru niðurstöður bornar saman við fæðingaskrá frá árinu 2011
(Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K.
Smárason og Gestur I. Pálsson, 2012). Samkvæmt fæðingaskrá var
tíðni keisaraskurða 16,6% á LSH árið 2011. Niðurstöður könnunar-
innar sýndu að sex konur (13,3%) fóru í keisaraskurð, þar af fjórar
konur (9,1%) sem fóru í fyrirfram ákveðinn keisaraskurð og tvær
(4,5%) fóru í bráðakeisaraskurð. Eðlilegar fæðingar voru 74,6%
á LSH árið 2011 í samanburði við 75% í þessari litlu könnun.
Fæðingarstaður var hjá 32 konum (71,1%) fæðingargangur, en 13
konur (28,9%) fæddu á Hreiðrinu sem er aðeins hærri tala en sú sem
gefin er upp í fæðingaskrá frá árinu 2011 þegar 22,8% allra fæðinga
voru á Hreiðrinu. Frumbyrjur voru 40% úrtaksins sem samræmist
tölum fyrir allar fæðingar á Íslandi árið 2011 en þá voru 39,7%
kvenna frumbyrjur (Ragnheiður I. Bjarnadóttir o.fl., 2012). Þannig
má segja að úrtakið sé sambærilegt við þýðið í þessari rannsókn
sem þó tekur aðeins til þeirra 45 kvenna sem svöruðu könnuninni.
Vísbendingar eru um að meðgöngukvillar séu algengir, um
35‒43% kvennanna stríddi við ógleði, bjúg, bak- og grindarverki
oft, mjög oft eða daglega og 65% tjáðu að þreyta væri eitthvað sem
angraði þær oft, mjög oft eða daglega. Það samræmist erlendum
rannsóknum þar sem konur telja lífsgæði minnkuð á meðgöngu
vegna meðgöngukvilla sem hefur hindrandi áhrif á þeirra daglega
líf (Costa o.fl., 2010; Wang o.fl., 2005). Niðurstöður okkar benda
jafnframt til að hluti þessara kvenna leiti í óhefðbundnar meðferðir
þó ekki hafi verið hægt að sýna fram á fylgni milli meðgöngu-
kvilla og notkunar á viðbótarmeðferðum á meðgöngu í rannsókn-
inni. Mögulega kæmi slík fylgni þó í ljós í stærra úrtaki. Erlendar
rannsóknir sýna fram á aukna notkun viðbótarmeðferða samfara
hærri aldri, meiri menntun og því að hafa meðgöngukvilla (Adams
o.fl., 2003; Bishop o.fl., 2011). Í þessu úrtaki var hvorki hægt að
sýna fram á marktæk tengsl milli menntunar og meðgöngukvilla
né menntunar og notkunar viðbótarmeðferða. Aftur á móti var
marktækt veikt samband á milli hærra aldurs og notkunar viðbót-
armeðferða á meðgöngu (p = 0.016). Niðurstöðurnar sýna að
notkun vítamíns á meðgöngu er algengasta viðbótarmeðferðin sem
konurnar í þessu litla úrtaki notuðu og samræmist það klínískum
leiðbeiningum (Embætti Landlæknis, 2010). Fyrir meðgöngu höfðu
40 konur (88%) tekið inn einhver vítamín, á meðgöngu tóku 15
konur inn vítamín oft eða mjög oft og 27 konur daglega. Flestar
konurnar (82,2%) sögðust myndu nota vítamín á næstu meðgöngu. Í
samanburði við ástralska rannsókn frá 2008 (Skouteris o.fl.) er þessi
notkun vítamína mjög mikil en í þeirri rannsókn notuðu 99 barns-
hafandi konur (30,8%) vítamín. Nudd er jafnframt algeng viðbót-
armeðferð samkvæmt okkar niðurstöðum en 11 konur höfðu notað
nudd einu sinni (25,6%) og 8 konur höfuð notað nudd oft (18,6%)
fyrir meðgöngu. Það samræmist íslenskri landskönnun frá árinu
2006 en samkvæmt henni höfðu 19% leitað til nuddara eða sjúkra-
nuddara og var það sú viðbótarmeðferð sem mest var notuð (Björg
Helgadóttir o.fl., 2010). Á meðgöngu höfðu 19 konur notað nudd
einu sinni (30,2%), oft (14%) eða mjög oft (9,3%). Þessi notkun
samræmist niðurstöðum Skoutouris og félaga (2008) þar sem nudd
Myndir
Mynd 1: Menntunarstig þátttakenda
Mynd 2: Tíðni og ðli meðgöng kvilla
Mynd 3: Hvatning um notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu
0
2
4
6
8
10
12
14
16
Grunnskólapróf
Hóf
framhaldsskólanám
Lauk
framhaldsskólanámi
Iðnám
eða
annað
starfsnám
á
Grunnnám
í
háskóla
BS/BA
Framhaldsnám
í
háskóla,
kandídatspróf,
Fjöldi
0
5
10
15
Ljósmæður
í
meðgönguvernd
Vinir/vinkonur
Læknar
sem
sinntu
á
meðgöngu
Fj
öl
di
Mynd 3: Hvatning um notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu
Mynd 4: Hvaðan upplýsingar um notkun viðbótarmeðferða voru fengnar
ynd 4: Hvaðan upplýsinga um notkun viðbótarmeðferða var aflað
0
5
10
15
20
25
Fj
öl
di