Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Síða 18
18 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
var ein algengasta viðbótarmeðferðin, 159 konur í þeirra rannsókn
(49,5%) fóru í nudd á meðgöngunni. Niðurstöður okkar voru einnig
nokkuð samhljóða þeirra niðurstöðum varðandi notkun ilmkjarna-
olíu og jóga á meðgöngu.
Ljósmæður eru helstu hvatningaraðilar um notkun
viðbótarmeðferða á meðgöngu og konur fá helst upplýsingar um
notkun meðferðanna frá þeim. Niðurstöðurnar sýndu að tæplega
helmingur kvennanna, 20 (45,5%), hafði fengið hvatningu til að nota
viðbótarmeðferðir á meðgöngu og fengu 14 konur (45,2%) hvatningu
frá ljósmæðrum, 5 konur (16,1%) fengu hvatningu frá læknum
og 11 konur (36,7%) frá vinum. Rannsóknir sýna að ljósmæðrum
finnst viðbótarmeðferðir gagnast barnshafandi konum og
ljósmæðrunum finnst jafnframt að með því að ráðleggja um og beita
viðbótarmeðferðum öðlist þær aukinn fjölbreytileika og dýpt í starfi
sínu (Gaffney og Smith, 2004; Williams og Mitchell, 2007 ). Á sama
tíma finnst konunni að verið sé að veita henni einstaklingsmiðaða
þjónustu sem eykur ánægju hennar með þjónustuna (Anna Sigríður
Vernharðsdóttir o.fl., 2009). Séu niðurstöður þessarar rannsóknar
bornar saman við erlendar rannsóknir þá kemur í ljós að um
65‒100% ljósmæðra víða um heim nota óhefðbundnar meðferðir í
starfi sínu (Bayles, 2007; Hall, Griffiths og McKenna 2012b; Kalder
o.fl., 2011; Mitchell, Hobbs og Pollard, 2006). Þá hvetja 78‒96%
ljósmæðra í Ástralíu barnshafandi konur að leita til aðila sem stunda
viðbótarmeðferðir (Gaffney og Smith, 2004) sem er hærra hlutfall
en þessi forprófun gefur vísbendingar um. Til þess að álykta hvers
vegna íslenskar ljósmæður virðast hlutfallslega sjaldnar nota og
ráðleggja um notkun viðbótarmeðferða en erlendir kollegar þyrfti
stærra úrtak og mögulega rannsókn á þeim þáttum sem eru hindrandi
og hvetjandi varðandi ráðleggingar og notkun viðbótarmeðferða hér
á landi. Einnig þyrfti að skoða meðal ljósmæðra hve stórt hlutfall
þeirra notar viðbótarmeðferðir í meðgönguvernd. Þó má benda á
að í leiðbeiningum um meðgönguvernd fyrir heilbrigðar konur er
það tekið fram að fáar óhefðbundnar meðferðir séu taldar öruggar
og áhrifaríkar og hefur það mögulega áhrif á upplýsingagjöf
ljósmæðra og notkun þessara meðferða (Embætti Landlæknis,
2010). Rannsóknir sýna að almennt virðast viðhorf ljósmæðra og
hjúkrunarfræðinga gagnvart viðbótarmeðferðum jákvæðari en lækna
(Gaffney og Smith, 2004; Münstedt o.fl., 2009; Samuels o.fl., 2010).
Þátttaka lækna er lítil í meðgönguvernd hjá heilbrigðum konum hér
á landi og því erfitt að draga ályktanir út frá okkar aðstæðum og bera
saman við erlendar rannsóknir sem framkvæmdar eru á stöðum þar
sem læknar gegna stærra hlutverki í meðgönguvernd.
Veikleiki rannsóknarinnar er smæð úrtaksins og að allar konurnar
fæddu á sama staðnum. Bakgrunnsupplýsingar úrtaksins samræmast
tölum um þýðið. Það styrkir gildi rannsóknarinnar að niðurstöður
samræmast að miklu leyti erlendum rannsóknum.
LOKAORÐ
Út frá þessum niðurstöðum er hægt að álykta að fræðsla um
viðbótarmeðferðir og hvatning um að nota öruggar meðferðir frá
ljósmæðrum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem veita þjónustu í
meðgönguvernd geti stuðlað að árangursríkari notkun meðferðanna.
Að konum líði vel á meðgöngu er kappsmál þeirra sem vinna með
barnshafandi konum. Að sama skapi er mikilvægt að ráðleggja
konum hvað þær eiga að forðast varðandi viðbótarmeðferðir þar sem
ekki hefur verið sýnt fram á skaðleysi með rannsóknum og einnig að
þær sjálfar séu gagnrýnar á hvað þær nota og gera á meðgöngunni.
Fræðsla á meðgöngu, byggð á áreiðanlegum upplýsingum sem
kemur til móts við einstaklingsbundnar þarfir barnshafandi kvenna
er besti grunnurinn að traustu sambandi ljósmóður og skjólstæðings
hennar. Fjölbreytni í þjónustu eykur einnig ánægju hjá bæði
ljósmóður og barnshafandi konum en skoða þarf betur notkun
viðbótarmeðferða hjá konum á meðgöngu með stærra úrtaki og ætti
að vera hægt að nýta þennan spurningalista til þess. Einnig mætti
kanna hvort einhver tengsl eru á milli notkunar viðbótarmeðferða
meðal barnshafandi kvenna og þekkingar ljósmæðranna sem sinna
þeim á meðgöngu og/eða í fæðingu. Þar sem inntaka vítamína
virðist í samanburði við erlendar rannsóknir vera mikil í úrtakinu
væri fróðlegt að rannsaka nánar notkun vítamína, bætiefna og
jurtalyfja þar sem ekki er mikið vitað um áhrif ýmsa bætiefna á
heilbrigði fósturs. Auk þess væri áhugavert að skoða skráningu á
viðbótarmeðferðum í meðgönguvernd.
ÞAKKIR
Við þökkum þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni fyrir að
leggja okkur lið og þeim ljósmæðrum sem kynntu rannsóknina og
söfnuðu gögnum.
HEIMILDASKRÁ
Adams, J., Sibbritt, D. W., Easthope, G. og Young, A. F. (2003). The profile of women
who consult alternative health practitioners in Australia. Medical Journal of
Australia, 179(6), 297‒301.
Adams, J., Lui, C. W., Sibbritt, D., Broom, A., Wardle, J og Homer, C. (2009). Attitudes
and referral practices of maternity care professionals with regard to complementary
and alternative medicine: An integrative review. Journal of Advanced Nursing,
67(3), 472‒483.
Adams, J., Sibbritt, D. og Lui, C.‒W. (2011). The use of complementary and alternative
medicine during pregnancy: A longitudinal study of Australian women. Birth, 38(3),
200‒206.
Anna Sigríður Vernharðsdóttir, Stefanía Guðmundsdóttir, Helga Sigurðardóttir,
Þóra Jenný Gunnarsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir. (2009). Nálastungumeðferð
í ljósmóðurstarfi. Í Helga Gottfreðsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir (ritstj.),
Lausnarsteinar. Ljósmóðurfræði og ljósmóðurlist. (bls. 123‒143) Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, Ljósmæðrafélag Íslands.
Bishop, J. L., Northstone, K., Green, J. R. og Thompson, E. A. (2011). The use
of complementary and alternative medicine in pregnancy: Data from the Avon
longitudinal study of parents and children (ALSPAC). Complementary Therapies in
Medicine, 19(6), 303‒310.
Björg Helgadóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Þóra Jenný Gunnarsdóttir. (2010). Notkun
óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknablaðið, 95(4), 267‒273.
Brynja Örlygsdóttir og Erla Kolbrún Svavarsdóttir. (2005). Alþjóðlegar og
þvermenningarlegar rannsóknir: Aðferðir við þýðingu á mælitækjum. Tímarit
hjúkrunarfræðinga, 3(81), 8‒14.
Comley, A. L. (2008). A comparative analysis of Orem´s self-care model and Peplau’s
interpersonal theory. Journal of Advanced Nursing, 20(4), 755‒760.
Costa, D., Dritsa, M., Verreault, N., Balaa, C., Kudzman, J. og Khalifé, S. (2010). Sleep
problems and depressed mood negatively impact health-related quality of life during
pregnancy. Archives of Women‘s Mental Health, 13(3), 249‒257.
Dillman, D. A. (2000). Mailand Internet surveys: The tailored design method (2.
útgáfa). New York: JohnWiley & Sons, Inc.
Embætti landlæknis. (2008). Matur og meðganga. Sótt 14. apríl 2013 af: http://www.
landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11446/version16/MaturMedganga3ja_
utg_2008.pdf
Embætti landlæknis. (2010). Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu.
Klínískar leiðbeiningar. Sótt 29. mars 2013 af: http://www.landlaeknir.is/servlet/file/
store93/item2548/4407.pdf
Evans, M. (2009). Post date pregnancy and complementary therapies. Complementary
Therapies in Clinical Practice, 15(4), 220‒224.
Gaffney, L. og Smith, C. A. (2004). Use of complementary therapies in pregnancy: The
perceptions of obstetricians and midwives in South Australia. The Australian and
New Zealand Journal of Obstetrics and Gynaecology, 44(1), 24‒29.
Grigg, C. (2006).Working with women in pregnancy. Í S. Pairman, J. Pincombe, C.
Thorogood og S. Tracy (ritstj.), Midwifery: Preparation for practice (bls. 341‒374).
Australia: Churchill Livingstone.
Green, J. M. og Baston, H. A. (2003). Feeling in control during labor: Concepts,
correlates, and consequences. Birth, 30(4), 235‒247.
Hagstofa Íslands. (2012). Mannfjöldi eftir menntunarstöðu 2003‒2011, hlutfallsleg
skipting. Sótt 17. apríl 2013 af: http://hagstofa.is/?PageID=2604&src=/temp/Dialog/
varval.asp?ma= SKO00010%26ti=Mannfj%F6ldi+eftir+menntunarst%F6%F0u+
2003%2D2011%2C+hlutfallsleg+skipting++++++++++++%26path=../Database/
skolamal/yfirlit/%26lang=3%26units=hlutfall
Hagstofa Íslands. (2013). Fæddir og dánir. Sótt 17. apríl 2013 af: http://hagstofa.is/
Hagtolur/Mannfjoldi/Faeddir-og-danir
Hall, H. G., Griffiths, D. L. og McKenna, L. G. (2011). The use of complementary
and alternative medicine by pregnant women: A literature review. Midwifery, 27(6),
817‒824.
Hall, H. G., McKenna, L. G. og Griffiths, D. L. (2012a). Complementary and
alternative medicine for induction of labour. Women and Birth, 25(3), 142‒148.
Hall, H. G., McKenna, L. G. og Griffiths, D. L. (2012b). Midwives’ support for
Complementary and Alternative Medicine: A literature review. Women and Birth,
25(1), 4‒12.
Kalder, M., Knoblauch, K., Hrgovic, I. og Münstedt, K. (2011). Use of complementary
and alternative medicine during pregnancy and delivery. Archives of Gynecology and
Obstetrics, 283(3), 475‒482.
Maio, G. R. og Haddock, G. (2010). The Psychology of Attitudes and Attitude Change.
(2. útgáfa). London: Sage Publications.
Með því að nota mild þvottaefni
eins og MILT, dregur þú úr líkum
á því að þú eða einhverjir í þinni
fjölskyldu fái ofnæmi eða exem.
ÁN OFNÆMIS-
VALDANDI EFNA
Farðu mildum höndum um þIg, þVOttINN og uMhVErFIð
40 þVOttAr
í 2 kg pAkkA
Þú þarft minna
af MILT því það
er sérþróað fyrir
íslenskt vatn.