Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Page 22

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Page 22
22 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 Í hugmyndafræði ljósmæðra er lögð áhersla á að ljósmæður standi vörð um eðlilegar fæðingar. Þrátt fyrir það hafa ljósmæður verið þátttakendur í að tæknivæða barneignarferlið og samkvæmt rann- sóknum virðast ljósmæður hafa tilhneigingu til að vanmeta það að heilbrigð kona í eðlilegu ferli geti fætt eðlilega (Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2009). Almennt er áætlað að 70‒80% kvenna séu í eðlilegri meðgöngu og fæðingu (WHO, 1996). Takmarkið í heiminum er að tíðni keisaraskurða fari ekki upp fyrir 15% en samt sem áður hefur keisaratíðni í Bandaríkjunum hækkað upp í 31,8%. Í Victoria í Ástralíu hefur keisaratíðnin tvöfaldast frá árinu 1985 og var orðin 31% árið 2011 (McLachan o.fl., 2012). Til þess að sporna við þessari stöðugu hækkun hefur WHO ráðlagt að auka skuli rannsóknir og stefnumótun til þess að auka líkur á fæðingu um fæðingarveg og þá sérstaklega hjá konum með fyrsta barn (Kenn- edy, Grant, Shaw-Battista og Sandall, 2010; WHO, 2007). Líkur á að konur fæði án inngripa í fæðingu (gangsetningar, utanbastdeyf- ingar, svæfingar, sogklukku, tanga, spangarklippingar, keisaraskurðar og stjórnunar í fylgjufæðingu) og eigi náttúrulega fæðingu eru mun meiri á ljósmæðrareknum einingum (83%) og í heimafæðingum (88%) heldur en á hátæknisjúkrahúsum (58%) (Birthplace in England Collaborative Group, 2011). Rannsóknir á Nýja-Sjálandi hafa sýnt að konur í eðlilegum fæðingum verða fyrir áhrifum frá fæðingarstað. Ljósmæðrum þar finnst erfiðara að bjóða upp á eðlilegar fæðingar á hátæknisjúkrahúsum vegna ytri hömlunar, svo sem plássleysis, skorts á viðeigandi stuðningi, einkarými, baðaðstöðu, frelsi til að geta hreyft sig og verklagsreglna (Davis, Baddock, Pairman, Hunter, Benn, Wilson, Dixon og Herbison, 2011). Tilhneigingin hefur verið sú að líta á allar fæðingar eins og þær séu með sömu áhættu en það getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér og haft áhrif á þjálfun heilbrigðisstarfsfólks, notkun tækni og aðferðar (WHO, 1996). Þegar vinnuálag er mikið á stórum fæðingarstofnunum og yfirsetan minnkar fjölgar inngripum í eðlilegt ferli. Yfirsetan hefur áhrif á upplifun ljósmæðra og sjálfræði í ljósmóðurstarfinu (Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2009). Meðgöngujóga Jóga á meðgöngu getur stytt fyrsta stig fæðingarinnar, gert konur meðvitaðri um líkama sinn og fengið þær til að treysta honum betur í fæðingunni. Auk þess getur það leitt til þess að konur séu afslapp- aðri og öruggari í fæðingunni sjálfri (Chuntharapt, Petpichetchian og Burns, 2008; Sun, Hung, Chang og Kuo, 2009; Babbar, Parks- -Savage, Chauhan, 2012). Öndunarmynstur getur hjálpað konu að hafa stjórn á fæðingunni, ásamt því að það getur aukið súrefn- isflæði til fóstursins og þar með aukið vellíðan þess. Með því að nota öndunina í fæðingu er verið að viðhalda stjórn og fylgja eftir takti hríðanna og bjóða þær velkomnar í stað þess að berjast á móti þeim. Þetta getur valdið því að upplifun konu af fæðingu verði jákvæðari (Chuntharapt o.fl., 2008; Singh, 2006; Babbar o.fl., 2012). Auk þess hefur verið sýnt fram á að jógaástundun færir konum meira sjálfs- traust í fæðingu og því upplifi þær minni verki en aðrar konur (Sun o.fl., 2009). Talið er að jóga dragi úr kvíða fyrir fæðingunni ásamt því að þær sofa betur og hafi aukna orku (Kinser og Williams, 2008; Babbar o.fl., 2012). Undirbúningsnálar Ein leiðin til að styrkja og undirbúa konur til að geta fætt á náttúrulegan hátt er að bjóða upp á svokallaðar undirbúningsnálar á meðgöngu og undirbúa þannig líkama og sál síðustu vikur meðgöngu. Nálastungur á síðustu vikunum fyrir fæðinguna geta stytt fyrsta stig fæðingar ásamt því að undirbúa legið og andlega þáttinn (Hope-Allan, Adans, Sibbritt, Tracy, 2004; Zeisler, Tempfer, Mayerhofer, Barrada og Husslein, 1998; Betts og Lennox, 2006; Kubista og Kucera, 1974). Undirbúningsnálar eru boðnar konum einu sinni í viku sem hluti af meðgöngueftirliti frá 36 vikna meðgöngu og fram að fæðingu. Meðferðin styttir fyrsta stig fæðingar, minnkar líkur á gangsetningum, utanbastdeyfingum og keisaraskurðum. Auknar líkur eru á að konur fæði um fæðingarveg. Einnig virðast undirbúningsnálarnar hafa áhrif á þroskun leghálsins (Betts og Lennox, 2006; Zeisler o.fl., 1998). Kubista og Kucera (1974) rannsökuðu 60 frumbyrjur sem voru undirbúnar fyrir fæðingu með nálastungum og allar fæddu um fæðingarveg með barn í höfuðstöðu. Meðallengd fæðingar var 6,5 klst. Þeir notuðu punkta sem eru slakandi og auka blóðflæði til grindarholsins. Niðurstöðurnar voru þær að nálastungumeðferð til undirbúnings fyrir fæðingu virðist hafa áhrif til að minnka hræðslu, spennu og verki í fæðingu. Fræðsla Mikilvægt er fyrir konur og makar þeirra að geta búið sig undir fæðinguna. Ljósmæður geta haft mikil áhrif á fræðslu til foreldra á meðgöngu og eru meðgönguverndin og foreldrafræðslunámskeiðin góð tækifæri til þess, þar sem reynslan hefur sýnt að konur fæða frekar án verkjalyfja ef þær eru betur undirbúnar. Í rannsókn Kemp og Sandall (2008) kemur fram að ekki næst eins góður árangur við að búa foreldra undir fæðinguna eins og áður var talið með foreldrafræðslunámskeiðum, því hefur komið til annars konar fræðsla til foreldra. Hún byggist á einstaklingshæfðu viðtali við 36 vikna meðgöngu. Tilgangur með slíkum viðtölum er að byggja upp trú konunnar á jákvæða og eðlilega fæðingu og byggja upp sjálfstraust hennar til þess hún geti fætt án inngripa. Slíkt fæðingarsamtal hefur áhrif á getu konunnar til að fæða án inngripa og eykur sjálfsöryggi hennar til fæðingarinnar og trú á sjálfri sér (Jónína Birgisdóttir, 2014). Vatnsböð og vatnsfæðingar Á ljósmæðrastýrðum einingum eru notaðar náttúrulegar verkja- meðferðir sem styðja við eðlilegt ferli fæðingarinnar. Slakandi vatnsböð eru hjálpleg í fæðingum. Slökunin hefur áhrif á framleiðslu adrenalíns þar sem framleiðslan minnkar þegar einstaklingurinn er slakur og því eru minni líkur á því að finna fyrir sársauka. Konur eru léttari á sér í vatninu og hafa aukið svigrúm til þess að hreyfa sig. Heitt vatn hjálpar til við samdrátt legvöðvans og eykur súrefnisríkt blóð til hans sem verður til þess að hann vinnur betur og hefur áhrif á að stytta fæðinguna (Lichy og Herzberg, 1997; Odent, 2011). Vatnsfæðingar minnka líkur á inngripum, verkjastillingu eins og utanbastsdeyfingu, leghálsdeyfingu og svæfingu í fæðingu (Cluett og Burns, 2004; Cluett, Nikodem, McCandlish og Burns, 2006; Thoeni og Zech, 2012). Notkun vatnsbaða stuðlar að slökun í fæðingu og hjálpar konum að komast í gegnum hana í rólegu umhverfi og hvetur til hormónajafnvægis hjá konunni (Lichy og Herzberg, 1997; Odent, 2011). AÐFERÐAFÆÐI Í rannsókninni var notað lýsandi afturvirkt rannsóknarsnið. Upplýs- inga var aflað úr sjúkraskrám. Úrtakið voru allar konur sem fæddu

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.