Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Síða 24
24 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
Útkoma barna mælt í Apgar og þyngd, lengd og höfuðmál barna sem
fæddust á HSS.
Marktækur munur fannst milli þeirra kvenna sem fengu engan
undirbúning á meðgöngu og þeirra sem fengu sérstakan undirbúning
þegar skoðuð var notkun vatnsbaðs í fæðingu. 80% þeirra kvenna
sem nutu undirbúnings notuðu baðið til verkjastillingar miðað við
57% kvenna sem fengu engan undirbúning og notuðu baðið. Það voru
hlutfallslega marktækt fleiri sem fóru í undirbúning og notuðu vatnsbað
samkvæmt Pearson´s Kí-kvaðratsprófi (x2(1) = 8,942, p = 0,003).
Kannað var hvort samband væri á milli undirbúnings á meðgöngu
og fæðingar án verkjalyfja. Af þeim sem fæddu með notkun sterkra
verkjalyfja voru 10 (7%) sem fengu engan undirbúning og 8 (5,5%)
sem fengu undirbúning á meðgöngu. Ekki fannst marktækur munur
þar sem úrtakið er lítið.
UMRÆÐUR
Almennt er útkoma úr fæðingum á HSS á rannsóknartímabilinu í
samræmi við rannsóknarniðurstöður annarra um útkomu eðlilegra
fæðinga á ljósmæðrareknum einingum eða heimafæðingum (Berglind
Hálfdánsdóttir, 2015; Sigrún Kristjánsdóttir, 2012; Blix o.fl., 2012;
Hodnett o.fl., 2007; Overgaard, o.fl., 2011; Barlow, 2008; Fenwick
o.fl., 2009). Niðurstöðunum svipar til niðurstaðna bæði innlendra og
erlendra rannsókna þar sem fram kemur að minna er um inngrip og
verkjalyfjanotkun hjá konum í eðlilegri fæðingu á ljósmæðrareknum
einingum miðað við hátæknisjúkrahús. Undirbúningur virðist
skila sér í minni notkun verkjalyfja og auka líkur á náttúrulegum
verkjastillingum eins og notkun vatnsbaðs.
Meðallengd fæðinga í rannsókninni var 7,35 klst., miðað við
virkan gang fæðingar. Fæðingin gekk hraðar hjá þeim konum sem
höfðu farið í undirbúningsnálar eða 6,04 klst. sem kemur heim og
saman við það sem rannsóknir segja, að undirbúningsnálar geti stytt
útvíkkunarstigið (Betts og Lennox, 2006; Zeisler o.fl., 1998; Hope-
Allan o.fl., 2004).
Það sem þótti áhugavert við niðurstöður rannsóknarinnar er að
útkoma alvarlegra fæðingaáverka hjá konum eru mjög fáir. Engin
kona hlaut alvarlegan áverka (4°) og ein kona hlaut meðalalvarlegan
áverka (3°) og má skoða það hvort það sé vegna fylgni við háa tíðni
vatnsfæðinga en við HSS fæða 45% kvenna í vatni. Ekki var sérstakur
munur á milli þeirra sem fóru í undirbúning undir fæðinguna og
hinna. Það má segja að útkoma spangar hjá meðgöngujógahópnum
var best varðandi 1° rifu en kom verst út með 2° rifu og svo var eina
konan í úrtakinu með 3° rifu úr þessum hóp.
Marktækur munur var milli þeirra sem fengu sérstakan
undirbúning á meðgöngu og notuðu vatnsbað sem verkjastillingu
og þeirra sem fengu engan sérstakan undirbúning. Sýnt hefur verið
fram á tengsl milli vatnsfæðingar og lítillar notkunar á verkjalyfjum
(Thoeni og Zech, 2012). Konur notuðu baðið í 67% tilfella á HSS en
notkun vatnsbaða á LSH var 16% árið 2010 og á HSU notuðu konur
vatnið í 51% tilvika á árinu 2010 (Ragnheiður I. Bjarnadóttir o.fl.,
2011).
Meðgöngujóganámskeiðið virðist undirbúa konurnar í því að
nota vatnsbað til verkjastillingar og búa þær undir að fæða án lyfja
þar sem jógahópurinn var með minnstu verkjalyfjanotkunina og
notuðu baðið í 85% tilvika. Flestar konurnar sem höfðu farið í jóga á
meðgöngunni notuðu baðið og luku 58% þeirra fæðingunni í vatninu.
Þær konur sem fengu undirbúningsnálar voru einnig duglegar að nota
vatnsbaðið til verkjastillingar en þær voru 62,5% og 37,5% þeirra
fæddu í vatni. Þetta kemur heim og saman við aðrar rannsóknir
þar sem undirbúningsnálar hvetja til náttúrulegra fæðinga og geta
minnkað líkur á verkjalyfjanotkun ásamt því að minnka hræðslu,
spennu og verki í fæðingu og sársaukaskynjun kvenna er minni (Betts
og Lennox, 2006; Kubista og Kucera, 1974; Hope-Allan o.fl., 2004;
Smith, Collins, Cyna, og Crowther, 2006; Betts og Lennox, 2006).
Lítið er um notkun sterkra verkjalyfja og einungis 12% kvenna nota
pethidín og phenergan sem eru sterk verkjalyf, en hafa verið notuð
í einstaka tilfellum þar sem konan hefur ekki viljað láta flytja sig
á fæðingarstað með aukið þjónustustig til að fá mænurótardeyfingu
og náttúruleg verkjastilling ekki dugað. Þessi verkjastilling hefur nú
minnkað enn frekar eftir að þessi rannsókn var gerð. Kemur það ekki
á óvart þar sem meiri líkur eru á að konur noti vatnsböð og fæði án
verkjalyfja á ljósmæðrastýrðri einingu en á áhættudeild (Overgaard
o.fl., 2011). Við HSS eru ljósmæður í yfirsetu með konunum til
þess að styðja þær við að fæða á náttúrulegan hátt án verkjalyfja
og deyfinga. Þetta er samkvæmt hugmyndum Odent (2011) um að
minnka ótta, huga að hormónajafnvægi konunnar í fæðingu og styðja
við lífeðlislegt barneignarferli, en yfirveguð ljósmóðir gefur lítið af
streituhormónum frá sér.
Niðurstöður rannsókna sýna að konur sem fæða á ljósmæðrarekinni
einingu eru ekki eins líklegar til þess að lenda í blæðingu eftir
fæðingu þar sem minna er um notkun inngripa (Overgaard o.fl.,
2011). Fáum konum blæðir ríflega eftir eðlilega fæðingu á HSS og
gæti skýringin verið sú að lítið er um inngrip í fæðinguna.
Tafla 1: Meðaltöl, spönn og staðalfrávik á útkomu barna
Meðaltal Spönn sf
Þyngd barns 3.668 gr 2.235–4.695 443
Lengd barns 51 cm 45–56 2
Höfuðmál barns 35 cm 32–39 1,4
Apgar e. 1 mín 8,5 4–10 1,4
Apgar e. 5 mín. 9,7 7–10 0,6
Mynd 4: Verkjastilling kvennanna sem fengu sérstakan undirbúning á meðgöngu og hinna sem fengu
engan undirbúning
Mynd 5: Konur sem fóru í sérstakan undirbúning miðað við þær konur sem fengu engan undirbúning
og notuðu sterk verkjalyf (pet+phen)
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
%
Enginn
undirbúningur
Jóga
Nálar
Fræðsla
Fleiri
en
1
undirbúningur
0
1
2
3
4
5
6
7
8
%
Sterk
verkjalyf
Tafla 1: Meðaltöl, spönn og staðalfrávik á útkomu barna.
Tafla 1: Meðaltöl, spönn og staðalfrávik á útkomu barna
Meðaltal Spönn sf
Þyngd barns 3.668 gr 2.235–4.695 443
Lengd barns 51 cm 45–56 2
Höfuðmál barns 35 cm 32–39 1,4
Apgar e. 1 mín 8,5 4–10 1,4
Apgar e. 5 mín. 9,7 7–10 0,6
Mynd 4: Verkjastilling kvennanna sem fengu sérstakan undirbúning á meðgöngu og hinna sem fengu
eng undirbúning
Mynd 5: Konur sem fóru í sérstakan undirbúning miðað við þær konur sem fengu engan undirbúning
og notuðu sterk verkjalyf (pet+phen)
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
%
Enginn
undirbúningur
Jóga
Nálar
Fræðsla
Fleiri
en
1
undirbúningur
0
1
2
3
4
5
6
7
8
%
Sterk
verkjalyf
Tafla 1: Meðaltöl, spönn og st ð lfrávik á útkomu barna
Meðaltal Spönn sf
Þyngd barns 3.668 gr 2.235–4.695 443
Lengd barns 51 cm 45–56 2
Höfuðmál barns 35 cm 32–39 1,4
Apgar e. 1 mín 8,5 4–10 1,4
Apgar e. 5 mín. 9,7 7–10 0,6
Mynd 4: Verkjastilling kv nnanna sem f ngu sér a an undirbúning á meðgöngu og hinna sem fengu
engan undirbúning
Mynd 5: Konur sem fóru í sérstakan undirbúning miðað við þær konur sem fengu engan undirbúning
og notuðu sterk verkjalyf (pet+phen)
0
10
2
3
4
5
60
70
80
90
100
%
Enginn
undirbúningur
Jóga
Nálar
Fræðsla
Fleiri
en
1
undirbúningur
0
1
2
3
4
5
6
7
8
%
Sterk
verkjalyf
Mynd 4: Verkjastilling kvennanna sem fengu sérstakan undirbúning á meðgöngu
og hi na sem fengu engan undirbúning.
Mynd 5: Konur sem fóru í sérstakan undirbúning miðað við þær konur sem
fengu engan undirbúning og notuðu sterk verkjalyf (pet+phen).