Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Side 40

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Side 40
40 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 Sama dag og koddarnir voru gefnir voru þeir horfnir frá sængurkonunum. Ég skildi ekkert í þessu og reyndi eins vel og ég gat á swahili ásamt ensku að spyrja þær hver hefði tekið koddana. Þeir lágu á hvíldarrúmum ljósmæðranna og ljósmæðurnar horfðu á mig eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þarna varð ég reið, gerði mig skiljanlega um að þessir koddar væru fyrir skjólstæðinga/sjúklinga sjúkrahússins og tók þá og gaf sængurkonunum aftur. Seinna þennan dag hafði þetta endurtekið sig en þá var búið að fela koddana undir dýnunum í rúmum ljósmæðranna. Þá skrifaði ég með stórum stöfum á báðar hliðarnar: THIS PILLOW IS FOR THE PATIENTS AND NOT FOR THE STAFF! Síðan fór ég með þá á sinn stað. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir voru koddarnir alveg horfnir. Eftir ellefu daga sjálfboðastarf (sem hljómar ekki mikið, en upplifunin var eins og sjötíu dagar) fann ég að ég var komin yfir mín mörk. Tveimur dögum áður mátti ég ekki bjarga nýfæddu barni og blása lofti í lungun. Mér var bandað frá tvisvar sinnum á meðan sogað var uppúr barninu niður í maga og lungu stanslaust í svona tíu mínútur. Ekki kom mikið slím. Þá þurfti ég að yfirgefa herbergið því að ég áttaði mig á því að þetta barn myndi enda mikið skaðað ef það myndi lifa af og ég gat ekkert gert! Starfsfólkið skildi ekkert í mér og allir voru fegnir að barnið hefði lifað af. Yfirlæknirinn, sem ég kallaði á, samþykkti ekki að flytja það yfir á nýburadeildina sem var á öðru sjúkrahúsi þrátt fyrir að það væri hálf grátt á litinn, slappt og ætti greinilega erfitt með að anda. Mér fannst ég hafa fallið á einhverju prófi þegar ég ákvað að hætta fyrr en ég hafði ætlað mér því áður en ég fór út fannst mér þrjár vikur ekki vera langur tími. Þá þurfti ég að spyrja sjálfa mig af hverju ég hefði aftur ákveðið að fara í svona ferð og það var til að kynnast öðrum menningarháttum í barneignarferlinu, ekki til að bjarga heiminum. Fjóra síðustu dagana mína sem sjálfboðaliði notaði ég til að fara á munaðarleysingjahæli og í skóla fyrir munaðarlaus börn þar sem ég fræddi þau um the baby in the belly. Sú vinna var allt önnur og var eiginlega aðeins minni hryllingur en á spítalanum, þó svo að aðstæður barnanna þar væru ekkert betri. Það var mikill léttir að ekki var framkvæmd spangarklipping í fæðingunum, því ég hafði heyrt frá samnemendum mínum í ljósmæðranáminu að í nokkrum Afríkulöndum sé alltaf klippt (meira að segja ef barnið hefur fæðst mjög hratt og ekki náðst að klippa, þá er samt klippt eftir að barnið er fætt því það á alltaf að klippa!). Fæðandi konur á mínum spítala þurftu allavega ekki að ganga í gegnum þá meðhöndlun þótt að einu sinni teldi ég ástæðu til að klippa hjá frumbyrju vegna ástands fósturs en það var ekki gert og endaði með rifu 3B. Stundum fannst mér heilbrigðisþjónustan vera svo slæm að ég átti erfitt með að sjá eitthvað jákvætt við það að konurnar væru í eftirliti á meðgöngu og í fæðingu. Eftir mesta menningarsjokkið reyndi ég að sjá björtu hliðarnar og áttaði mig á því að ég horfði á aðstæður fólksins út frá minni eigin reynslu og aðstæðum í lífinu. Ég get ekki dæmt heilbrigðisstarfsfólkið fyrir kunnáttu sína eða færni. Þau eru að gera sitt besta miðað við menntun og upplifun. Þetta eru svakalega harðar lífsaðstæður og svo hrikalega mikil fátækt á allan hátt. Konur í fæðingu eru í alvöru betur settar á Ngarenaro Maternity Clinic en aleinar úti á landi. Mér finnst það forréttindi að hafa fengið að upplifa svona ólíkan heim og ég mun örugglega í framtíðinni fara aftur út í sjálfboðastarf. Lífsviðhorf eru breytt og kröfur um alls konar hluti sem skipta engu máli hafa minnkað. En fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að búa í samfélagi þar sem góð skólaganga fyrir börn er til staðar og læknisþjónustuna sem við getum nýtt okkur, auk þess að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk sé að taka ákvarðanir sem eru okkur í hag. Hlutir sem margir líta á sem sjálfsagðan. Vala Védís Guðmundsdóttir ljósmóðir á Landspítala Tansanía Ísland Bandaríkin Indland Fólksfjöldi x 1000 (2013) 49.253 330 320.051 1.252.140 Lífslíkur í árum (2012) 61 82 79 66 Miðgildi aldurs í árum (2013) 18 36 37 23 Líkur á dauðsfalli fyrir 15 ára aldur (2012) 21,5% 1% 3,5% 22% Algengasta orsök dauðsfalla (2012) HIV,TBC, Malaría Hjarta- og æðasjúkdómar Hjarta- og æðasjúkdómar Hjarta- og æðasjúkdómar Maternal mortality ratio (per 100 000 live births) 2013 410 4 28 190 Umönnun fæðinga af menntuðu heilbrigðisstarfsfólki (2007) 49% ekki skráð hjá WHO 99% 67% Heimild: Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organisation, WHO) (Vefslóð: http://www.who.int/countries/en/). Vala að vinna í mæðravernd. Heilbrigðisstarfsmaður gengur á milli rúma og gefur nýbura bólusetninguna gegn berklum og A-vítamín dropa.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.