Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 8 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9
Nú eru allar 55
stöðvar Orkunnar
þínar stöðvar.
Mörg leikföng framleidd
úr plasti gefa stöðugt frá
sér efni á meðan þau eru
í notkun og handfjötluð.
Eftirlitsiðnaður hefur ekki
undan að taka eitruð leik-
föng af markaði. Arsen og
þungmálmar greinast í
matvöru. Stjórnvöld sögð
sýna rannsóknum og eftir-
liti lítinn skilning. ➛ 16-18
Skaðleg efni
í mat og
leikföngum
12 MANNA
ÁSAMT FYLGIHLUTUM
MIKIÐ ÚRVAL
VERÐ FRÁ KR. 24.990
HNÍFAPARATÖSKUR
LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955
Blý er þungur og
mjúkur málmur
sem finnst í
mörgum mismun-
andi efnasam-
böndum. Blý er
eitrað og of mikið
blý í líkamanum
getur skaðað
rauðu blóðkornin
og taugakerfið.
Þroskaferli heilans
í fóstrum og
ungum börnum
er sérstaklega
viðkvæmt fyrir
áhrifum blýs.
Kvikasilfur er
eitt af frumefn-
unum og finnst
í hinum ýmsu
efnasamböndum.
Kvikasilfur getur
safnast fyrir og
magnast upp í
dýrum og mönn-
um og valdið
skaða á taugakerfi
og nýrum. Hár
styrkur í blóði
barnshafandi
konu getur valdið
fósturskaða.
Arsen er eitt af
frumefnum jarðar.
Hin ýmsu arsenik-
sambönd safnast
fyrir í plöntum og
dýrum í mismikl-
um mæli. Þau geta
verið mjög eitruð
og jafnvel valdið
krabbameini.
Kadmíum er
frumefni og
eyðist aldrei úr
náttúrunni. Fólk
fær kadmíum í sig
aðallega í gegnum
matinn sem
það borðar. Það
finnst í kornvöru,
rótarávöxtum og
grænmeti. Líka í
innmat og skel-
dýrum.
Kadmíum getur
skaðað nýru og
er talið krabba-
meinsvaldandi.
Cd
Kadmíum
48
As
Arsen
33
Hg
Kvikasilfur
80
Pb
Blý
82
STJÓRNSÝSLA Vanþekking á lögum
og reglum persónuverndarréttar
varð til þess að Reykjavíkurborg
braut persónuverndarlög í aðdrag-
anda borgarstjórnarkosninga. Þá var
í samskiptum borgarinnar við Per-
sónuvernd ekki öll sagan sögð.
Í ákvörðun Persónuverndar fyrir
helgi komst stofnunin að því að
sending borgarinnar á bréfum og
SMS-skilaboðum til tiltekinna hópa
í aðdraganda kosninganna hafi ekki
verið í samræmi við lög um persónu-
vernd. Þá mat stofnunin upplýsinga-
gjöf borgarinnar ámælisverða.
Fréttablaðið fékk afrit af bréfum
með samskiptum borgarinnar við
Persónuvernd. Af þeim samskiptum
má sjá að upplýsingar um veigamikil
atriði voru ekki send stofnuninni. Í
svari við fyrirspurn blaðsins, um hví
ekki var upplýst um öll atriði sem
máli skiptu strax í upphafi, segir að
starfsfólk borgarinnar hafi metið
það svo að það væri ekki að brjóta
persónuverndarlög. Því hafi ekki
verið leitað álits Persónuverndar
um það efni.
„Í gær kom sú niðurstaða frá Per-
sónuvernd að þar sem ekki væri
um markaðsefni að ræða, heldur
almenna miðlun upplýsinga, þá væri
ekki gerð við þetta athugasemd. […]
Allt þetta mál hefur verið unnið eftir
réttum leiðum og leikreglum,“ sagði
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
á fundi borgarstjórnar 15. maí 2018
um málið. – jóe / sjá síðu 6
Héldu að lögum hefði verið fylgt
KJARAMÁL Forsætisráðherra segir
ríkjan vilja hjá stjórnvöldum til þess
að greiða fyrir lausn kjaraviðræðna.
Hún segir samningaviðræður aðila
vinnumarkaðarins og aðkomu
stjórnvalda aðskilin ferli sem þurfi
þó að mætast á einhverjum tíma.
Samtök atvinnulífsins lögðu í
gær fram samningstilboð sem VR,
Efling, VLFA og VLFG munu svara
á fundi hjá ríkissáttasemjara á
morgun. Trúnaður ríkir um inni-
hald tilboðsins. Viðræðurnar eru á
afar viðkvæmu stigi.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
VLFA, segir aðkomu stjórnvalda
þurfa að liggja fyrir f ljótlega eftir
helgi. Tíminn verði nú nýttur til að
reikna út og skoða hlutina.
– sar / sjá síðu 4
Afar viðkvæm
staða uppi í
kjaraviðræðum
H E I LB R I G Ð I S M Á L A lþjóðaheil-
brigðismálastofnunin ætlar að
endurskoða skilgreiningar sínar á
kannabisefnum með það að leiðar-
ljósi að afskrá kannabis úr f lokki
hættulegra fíkniefna, líkt og lagt
er til í áliti sérfræðiráðs Samein-
uðu þjóðanna um málefnið. Málið
verður tekið fyrir í næsta mánuði
innan fagráðs um ávanabindandi
fíkniefni og kosið um hvort kann-
abis verði ekki lengur skilgreint sem
hættulegt fíkniefni.
Verði endurskoð-
unin samþykkt er
um að ræða formlega
viðurkenningu á því
að þjóðir heimsins
hafi haft rangt fyrir
sér um skaðsemi og
lækningamátt kanna-
biss í hálfa öld. Þessi nýja stefna
stofnunarinnar, ef af verður, kemur
á sama tíma og fjöldi ríkja hefur
horfið frá þeirri stefnu sinni að
gera neyslu og vörslu kannabisefna
refsiverða. Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnun er undirstofnun Samein-
uðu þjóðanna og er ráðgefandi um
öll heilbrigðismál innan SÞ. Líklegt
þykir að ráðgjöf stofnunarinnar
verði ofan á í atkvæðagreiðslunni í
næsta mánuði. – sa / sjá síðu 6
Vilja afskrá
kannabis af
fíkniefnalista
Dagur B.
Eggertsson
borgarstjóri.
Birna
Einars-
dóttir.
VIÐSKIPTI Mánaðarlaun Birnu
Einarsdóttur, bankastjóra Íslands-
banka, að undanskildum árangurs-
tengdum greiðslum, hækkuðu um
tæpa eina milljón króna í fyrra.
Fóru þau úr 4,03 milljónum króna
árið 2017 í 4,97 milljónir króna árið
2018. Þetta má lesa út úr skýringum
við ársreikning Íslandsbanka sem
birtur var í gærkvöldi.
Laun Birnu námu um 59,6 millj-
ónum króna í fyrra, sé ekki tekið
tillit til árangurstengdra greiðslna
sem námu samanlagt 3,9 millj-
ónum króna, en til samanburðar
voru laun bankastjórans um 48,3
milljónir króna, að undanskildum
árangurstengdum greiðslum upp
á samanlagt 9,7 milljónir króna, á
árinu 2017.
Heildarlaun Birnu námu 63,5
milljónum króna í fyrra, að því er
fram kemur í skýringum við árs-
reikning Íslandsbanka, en inni-
falið í þeim eru árangurstengdar
greiðslur frá árinu 2014 sem rekja
má til kaupaukakerfis sem var við
lýði innan bankans þar til í lok árs
2016.
Samkvæmt reglum Fjármálaeftir-
litsins um kaupaukakerfi ber að
fresta greiðslu á að minnsta kosti
40 prósentum af kaupauka um að
lágmarki þrjú ár. Voru heildarlaun
Birnu 58,0 milljónir króna árið 2017.
Íslandsbanki greindi frá því í
tilkynningu á mánudag að laun
Birnu hefðu verið lækkuð að hennar
frumkvæði um 14,1 prósent, niður
í 4,2 milljónir króna, í nóvember
síðastliðnum. Var ákvörðunin sögð
tekin í ljósi „stöðunnar í íslensku
atvinnulífi og kjaraviðræðna sem
nú standa yfir“.
Hart hefur verið deilt á bankaráð
Landsbankans eftir að Fréttablaðið
greindi frá því að mánaðarlaun
bankastjórans Lilju
Bja rk a r Eina rs-
d ót t u r he f ð u
hækkað um 17
pr ó s ent , e ð a
s e m n e m u r
um 550 þúsund
krónum, í fyrra.
– kij
Föst laun Birnu
hækkuðu um
tæpa milljón
1
4
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
5
1
-9
8
B
8
2
2
5
1
-9
7
7
C
2
2
5
1
-9
6
4
0
2
2
5
1
-9
5
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K