Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 18
Rangar geymsluaðferðir og óæskileg efni í matvælum Grímur Eggert Ólafsson starfar hjá Matvælastofnun og er með doktorspróf í mat- vælafræði. Hans sérsvið snýr að snertiefnum matvæla, fullyrðing- um um mat og nýfæði. „Það er til reglugerð um snertiefni matvæla og hvað mikið af þeim má berast í matvæli. Mér finnst vel að þessu staðið hjá Evrópusambandinu,“ segir Grímur um þennan þátt mat- vælaöryggis á Íslandi. „Það að efni og hlutir í snertingu við matvæli séu örugg og beri ekki efnisþætti í magni sem gæti stofnað heilsu fólks í hættu,“ segir Grímur um áherslurnar. „Matvælaöryggisstofnun Evr- ópu (EFSA) metur öryggið og hversu mikið snertiefna má berast í matvæli. Það eru alltaf gerðar smávegis breytingar á þessu á hverju ári,“ segir Grímur til marks um það hvað eftirlitið er gott. Hann bendir á að röng notkun um- búða og íláta geti leitt til þess að óæskileg efni berist úr þeim í matvæli. Þetta geti gerst á heimilum fólks þegar fólk geymir matvæli í ísskáp eða frysti. „Fólk ætti aðeins að nota ílát og umbúðir sem eru ætlaðar til að snerta matvæli. Alls ekki nota sorppoka eða innkaupapoka. Ég myndi til dæmis aldrei frysta kjöt eða fisk í burðarplastpoka. Hann er alls ekki ætlaður til að snerta matvæli í beinni snertingu. Eins ef fólk er með box af ís. Það ætti ekki að setja heitan mat í slíkt box. Það þarf að kæla matinn áður því slík box eru aðeins ætluð til að geyma í kæld matvæli,“ segir Grímur og bendir á að leið- beiningar um þetta sé að finna á heimasíðu MAST. Matís rekur gagna­grunninn Ísgem. Hann er fyrst og fremst saman­settur af upp­lýsing u m u m næringarefnin. Þungmálmarnir fljóta þó með. Markmiðið er að veita almenningi og atvinnulífi aðgang að bestu fáanlegu gögnum sem eru til á hverjum tíma. Vandamálið er að við höfum ekki haft fjármagn til að upp­ færa gagnagrunninn í mörg ár, það er galli,“ segir Ólafur. Helga tekur undir. „Við ættum ekki að vera í þessari stöðu, það eru mörg ár síðan grunnurinn var síðast uppfærður,“ segir hún og segir að það þurfi að gera reglulegar rannsóknir á mataræði þjóðarinnar og fjármagna slíkar kannanir og rannsóknir. Síðasta landsrannsóknin á matar­ æði þjóðarinnar var gerð 2010. Ólaf­ ur segir samsvarandi gagnagrunna til í öllum nágrannalöndum Íslands. „Þeir eru í raun til í öllum þróuðum löndum og eru notaðir í lýðheilsu­ rannsóknum,“ segir hann. „Við erum að gera okkar besta hjá Matís. En því miður er lítill skilningur á forvarnargildi þessara rannsókna hjá stjórnvöldum og lítið fjármagn sett í lýðheilsurannsóknir af þessu tagi,“ segir Helga. Á meðal þeirra þungmálma sem mældir hafa verið í fæðu eru kvika­ silfur, arsen, kadmíum og blý. „Við erum ekki með nýleg gögn um magn þessara efna í fæðu. En almennt séð, ef fólk borðar fjöl­ breytta fæðu úr öllum fæðuflokkum þá er það betur statt,“ segir Helga sem segir óþarfa fyrir neytendur að fyllast hræðslu gagnvart fæðu­ flokkum sem innihalda lítið magn þungmálma. „Það eru þessi sértilfelli þar sem há gildi mælast, svo sem í hákarli og fiski sem nær háum aldri. Arsen getur verið áhyggjuefni hjá börnum ef maturinn sem þau borða er byggður að miklu leyti á hrís­ grjónum og hrísgrjónamjólk,“ segir Helga. Hvers vegna er mikilvægt að fylgjast með innihaldi óæskilegra efna í fæðu? „Þessi gögn verða að vera til staðar og við þurfum að geta metið útsetningu mis­ munandi hópa fyrir efnunum. Það verða að vera til gögn frá óháðum aðilum um bæði næringar­ efni og óæskileg efni í matvæl­ um. Það er oft verið að tala um Ekki nóg fjármagn til að mæla þungmálma Ólafur Reykdal og Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís segja skorta gögn og mæl- ingar á óæskilegum efnum og næringarinnihaldi matvæla á Íslandi. Nýleg gögn séu ekki til. Stjórnvöld styðji ekki nægilega vel við slíkar rannsóknir. Rannsókn leiddi í ljós hættu fyrir börn Árið 2012 leiddi sænsk rannsókn á þungmálmum (blýi, arseni og kad- míni) og steinefnum (járni, kopar, mangani) í barnamat. Niður- stöðurnar sýndu að arsen finnst í hrísgrjónum og vörum fram- leiddum úr þeim, til að mynda hrís- grjónagrautum og drykkjum markaðs- settum fyrir börn. Arsenið fannst óháð því hvort hrís- grjónin voru lífrænt ræktuð eða ekki. Allar vörurnar sem stofnunin rannsakaði innihéldu arsen.  Í hluta sýnanna fundust fleiri þungmálmar. Til að mynda í vörum fyrir börn með sér- stakar næringarþarfir vegna sjúkdóma. Í þeim fannst of mikið af mangani. Sænska mat- vælastofnunin mælti eindregið með því að foreldrar gættu að fjölbreytni í fæðuvali fyrir börn sín yngri en sex ára. Það þyrfti að vernda börn yngri en sex ára fyrir skaðlegum áhrifum arsens og þungmálma. Árið 2013 lögðu Matvæla- stofnun og Embætti landlæknis til að sænsku ráðleggingarnar yrðu teknar upp á Íslandi og foreldrum í kjölfarið ráðlagt að gefa ekki börnum undir sex ára aldri hrís- grjónadrykki.    Blý í leirhlutum Glerungur á leirhlutum getur innihaldið blý og kadmí- um og ríkulega litskreyttir leirhlutir geta einnig gefið frá sér mikið magn af þungmálmum. Það er oft verið að tala um að íslensk matvæli séu heilnæm og ómenguð en gögn sem styðja það eru af skornum skammti. Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur á Umhverfis- stofnun að íslensk matvæli séu heilnæm og ómenguð en gögn sem styðja það eru af skornum skammti,“ segir Helga. Hvað finnst ykkur að neytandinn ætti að vera meðvitaður um? „Þetta er yfirgripsmikil spurning. Það má þó segja að neytendur verða að vera vakandi fyrir því að upplýs­ ingar um óæskileg efni og magn nær­ ingarefna sé til staðar,“ segir Helga. „Fólk getur líka fengið of mikið af næringarefnum, til dæmis A­víta­ míni, seleni og fleiri efnum. Á sama tíma eigum við ekki að vera of hrædd, það getur farið út í öfgar. Í Bandaríkj­ unum var talað mikið um að túnfiskur inni­ héldi kvikasilfur og væri ekki örugg fæða fyrir konur og börn. Það varð til þess að með tímanum fékk þessi hópur of lítið af fjölómettuðum fitu­ sýrum. Fólk stendur oft frammi fyrir ákveðnu áhættu­ og ávinnings­ mati varðandi val á matvælum. Það er best að fylgja leiðbeiningum yfirvalda um mataræði og velja vel merktar vörur,“ segir hún. kristjana@frettabladid.is Kristall Geymið ekki púrtvín eða önnur súr matvæli í kristals- flöskum. Kristall inniheldur allt að 24% blý og ef geymd eru súr matvæli í honum þá flæðir blý út í þau, því meira eftir því sem þau eru súrari. Það er vandlifað nú til dags þegar svo mörg efni og efnasambönd eru allt í kring um okkur, sum hver meinlaus. Önnur talin valda skaða eins og bruna, ertingu, bólgu og svo jafnvel krabba­meini. Þá er einnig oft rætt um að við getum með fæðuvali skapað okkur áhættu á krabbameini og er vel þekkt að nýlega er búið að merkja til dæmis neyslu á rauðu kjöti í óhófi sem krabbameinsvaldandi. Áfengi er talið geta stuðlað að krabbameini og ýmis önnur neysluvara til við­ bótar. Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað í þeim snyrtivörum eða efnum sem við notum í kremi eða áburði og viðlíka geti haft áhrif. Margir telja að mörg þeirra efna og efnasambanda sem eru í þess háttar vöru geti truflað hormónastarfsemi líkamans og þannig óbeint stuðlað að vexti. Við þekkjum æxli líkt og brjósta­ og blöðruhálsmein sem og eggjastokkamein sem eru að hluta talin hormónanæm og meðferð að hluta byggir á að blokkera hormón í líkamanum til að hamla vexti þeirra og viðgangi. Umræða um litarefni og hársnyrtivörur hefur verið hávær en erfitt er að benda á beint orsaka­ samhengi í rannsóknum, en yfir 5.000 efni eru notuð í snyrtivöruheiminum hvað varðar t.d. þessar vörulínur. Húðvörur ýmsar innihalda efni líkt og 1,4 díoxan en í rannsóknum vestanhafs sýndi sig að allt að 28% af slíkum vörum innihéldu það þekkta krabbameinsvaldandi efni. Sjampó, sápur, hrukkukrem og vörur sem eiga að draga úr öldrun húðar sýndu að í allt að 40% þeirra voru efni sem talin eru heilsuspillandi. Polyethylene, glycol­efni og ýmis önnur, þ. á m. parabenefni, hafa verið nefnd til sögunnar. Plastefni líkt og þalöt höfum við rætt einnig á undanförnum vikum. Það verður að horfa til þess að efni sem við berum á okkur frásogast í gegnum húð og berast með þeim hætti í blóðrás og um líkamann. Eðlilega eru áhrifin að miklu leyti magnbundin og líklega í langflestum tilvikum lítilvæg. Það er þó engu að síður eðlilegt að benda á þá áhættu svo að neyt­ endur séu vakandi fyrir því sem getur mögulega valdið heilsutjóni. Margar vörur í gegnum tíðina hafa innihaldið formaldehýð, sem er vel þekktur skaðvaldur, og einnig asbest og tjara sem hafa verið notuð í snyrti­ vörur. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem einungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evrópu vegna gruns um heilsuspillandi áhrif. Niðurstaðan gæti þá verið, a.m.k. þar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann skuli almennt túlka innihald eða áhættu við hverja vöru fyrir sig, að velja evrópska framleiðslu. Við erum með þá löggjöf hér á Íslandi líka svo það er líklegt að við náum að verjast sæmilega. Aðalatriðið er að vera meðvitaður og líklega er orðatiltækið enska „less is more“ hér ágæt nálgun. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem ein- ungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evróðu vegna gruns um heilsuspill- andi áhrif. Teitur Guðmundsson læknir Minna er meira TILVERAN 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 1 -A 7 8 8 2 2 5 1 -A 6 4 C 2 2 5 1 -A 5 1 0 2 2 5 1 -A 3 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.