Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 2
Veður
Suðvestan kaldi eða strekkingur en
allhvass vindur fyrir austan. Lægir
smám saman er líður á daginn
með lítilsháttar éljum en bjartviðri
NA-lands. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0
til 5 stig við suður- og suðaustur-
ströndina. SJÁ SÍÐU 34
Það er alveg sama
hversu marga dálks-
entimetra Jón Baldvin
Hannibalsson tekur undir
þessar greinar sínar.
Helgi Seljan
fréttamaður
Krefjast þess að brottvísunum verði hætt
Flóttafólk efndi til mótmæla við Hallgrímskirkju í gær. Sex karlar sem hingað
komu í leit að hæli tóku til máls. Hópurinn krefst þess að brottvísunum verði hætt
og hælisleitendum verði tryggður réttur til vinnu og húsnæðis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ALVÖRU MATUR
Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM
DÓMSMÁL Fréttamaðurinn Helgi
Seljan á RÚV gefur lítið fyrir kröfur
um afsökunarbeiðni og boðaða
málsókn hjónanna Jóns Bald
vins Hannibalssonar og Bryn
dísar Schram gegn honum, Sigmari
Guðmundssyni og Magnúsi Geir
Þórðar syni útvarpsstjóra.
„Það er alveg sama hversu marga
dálksentimetra Jón Baldvin Hanni
balsson tekur undir þessar greinar
sínar og hversu oft hann birtir þær,
það er bara einn maður sem hefur
orðið uppvís að því að halla réttu
máli í sínum málf lutningi vegna
þessa alls og það ítrekað. Kenni
talan hans er í Mogganum
í dag, er mér sagt,“ sagði
Helgi Seljan um málið.
Grein, undirrituð af
Jóni Baldvini og Bryndísi
með kennitölum þeirra,
var birt í Morgunblaðinu
í gær. Í henni er út varps
stjóra gef inn sjö daga
frestur til að draga til
baka ummæli sem féllu
í útvarpsþætti þar sem
Sigmar og Helgi ræddu
við Aldísi Schram,
dóttur þeirra hjóna.
Einnig segja þau að
útvarpsstjóri eigi að veita
Helga og Sigmari al var
lega áminn ingu fyr ir
gróf brot á siðaregl um
Rík is út varps ins og að
biðja eigi áheyrendur
afsökunar á vinnu
brögðum þeirra.
„En ef þér, hr. út
va r ps st jór i , k jó sið
að bregðast ekki við
þess ari áskor un okk ar áskilj um
við okk ur all an rétt til að stefna
yður, fyr ir hönd Rík is út varps ins,
og starfs mönn um yðar, sem og
viðmæl end um, fyr ir rétt, til þess að
fá meiðyrði, rang hermi og til hæfu
laus ar ásak an ir, dæmd ar dauðar
og ómerk ar. Og að Rík is út varp inu
verði skylt að bæta þolend um þess
ar ar ófræg ing ar her ferðar það tjón,
sem þau hafa orðið fyr ir af völd um
RÚV,“ skrifa þau Bryndís og Jón.
Fjöl skylda þeirra hafi beðið óbæt
an legt tjón af völd um um fjöll unar
frétta manna RÚV.
Útvarpsstjóri telur heldur ekki
til efni til þess biðja hjónin af
sökunar. Hann segir fréttagildi
viðtalsins hafi verið ótvírætt og
að siðareglur hafi verið virtar við
gerð þess. Magnús sagði Jón Bald
vin ekki hafa haft beint samband
við sig vegna málsins. Ef þau Jón
Baldvin og Bryndís telji á sér brotið
bendir Magnús Geir á siðanefnd
RÚV eða siðanefnd Blaðamanna
félags Íslands. Þangað sé alltaf hægt
að leita. gar@frettabladid.is
Sé bara einn uppvís að
því að halla réttu máli
Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hvorki útvarpsstjóri né
fréttamennirnir Helgi
Seljan og Sigmar Guð-
mundsson á RÚV telja
sig skulda Jóni Baldvin
og Bryndísi Schram af-
sökunarbeiðni, líkt og
þau hjónin fara fram á.
Útvarpsstjóri segir siða-
reglur hafa verið virtar.
LÖGREGLUM ÁL
L ö g r e g l a n á
Írlandi leit ar
en n að Jón i
Þresti Jónssyni.
H a n n h e f u r
ekki sést síðan
kl. 11 á laugar
d a g s m o r g u n
í W hitehall í
Dyf linni. Fjöl
skylda hans er
farin til Írlands. Í tilkynningu frá
þeim segir að þau séu í áfalli en vilji
að öðru leyti ekki tjá sig.
Í gær birti lögreglan nýja mynd af
Jóni Þresti á samfélagsmiðlum þar
sem aftur var biðlað til almennings
um upplýsingar um hvar Jón Þröst
ur er niðurkominn. Írska lögreglan
gat lítið tjáð sig um málið í samtali
við blaðamann að öðru leyti en því
að leitin væri í höndum lögreglu
stöðvarinnar í Ballymun í norður
hluta Dyflinnar. Jón Þröstur er 41
árs og um 182 cm á hæð. – ab
Leit að Jóni Þresti
stendur enn yfir
TRÚMÁL Fjöldi kaþólskra hér á landi
hefur þrefaldast síðan 1998 sem
hlutfall allra landsmanna. 3,85%
landsmanna eru nú innan kaþólsku
kirkjunnar. Hefur kaþólskum því
fjölgað mest á síðustu árum og eru
nú rúmlega 13.000 kaþólskrar trúar
hér á landi.
Árið 1998 voru rúmlega 3.200
landsmanna innan kaþólsk u
kirkjunnar eða rétt rúmt eitt pró
sent landsmanna á þeim tíma. Nú,
tveimur áratugum seinna, telur
Hagstofan að kaþólskir séu um
13.400 talsins. Séra Patrick Breen,
prestur kaþólsku kirkjunnar í
Reykjavík, segir töluna þó mun
hærri.
„Hingað hafa flust margir frá Pól
landi, Litháen og Filippseyjum, kaþ
ólskum löndum, og SuðurAmeríku.
Það er meginskýringin,“ segir sr.
Patrick. „Tölurnar um kaþólska á
Íslandi gefa hins vegar ranga mynd
af fjöldanum sem kirkjan þjónar.
Hér eru um 23 þúsund Litháar og
Pólverjar við störf. Megnið af því
fólki er kaþólskt. Þannig að við
getum reiknað með að hér séu um
25 þúsund kaþólikkar. Við teljum
að 2.000 manns, sem eru af íslensku
bergi brotnir, séu kaþólskrar trúar.“
Það er því í mörg horn að líta hjá
prestum kirkjunnar og þar sem
kaþólskir eru duglegir við að iðka
trú sína þarf að messa oft. „Það er
liður í okkar trú að mæta til messu
og vera virkur í starfinu. Til að
mynda erum við með sex sunnu
dagsmessur í Landakoti. Þær eru
mjög vel sóttar.“ – sa
Telja Hagstofu
vantelja fjölda
kaþólikka
Hér eru um 23
þúsund Litháar og
Pólverjar við störf. Megnið
af því fólki er kaþólskt.
Séra Patrick Breene
Magnús Geir
Þórðarson
útvarpstjóri.
Fleiri myndir er að finna á +Plússíðu Fréttablaðs-
ins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og
PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
Jón Þröstur
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
5
1
-9
D
A
8
2
2
5
1
-9
C
6
C
2
2
5
1
-9
B
3
0
2
2
5
1
-9
9
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K