Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 22
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Meðan þjóðin er beðin um að sýna aðhald og sparnað skal bruðlað í bankakerf- inu. Tölvuleikja- iðnaðurinn hefur vaxið ört undan- farin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009-2017 Þjóðin kannast vel við hvatningarorð um nauðsyn þess að hún leggi sig fram við að sýna samfélagsábyrgð. Það þýðir til dæmis að hún á að stilla sig um að fara fram á of háar launahækkanir þar sem þær eru sagðar ógna stöðugleika og efla verðbólgudrauginn til dáða. Það vill auðvitað enginn. Samt er alls ekki ætlast til að allir leggist á eitt. Sumir eru greinilega alveg lausir við þá kvöð að þurfa að sýna samfélags- ábyrgð. Það á ekki hvað síst við um forstjóra ríkis- fyrirtækja sem fá með reglulegu millibili glaðning í formi ríflegrar launahækkunar, nú síðast var létt verulega undir með bankastjóra Landsbankans. Sá gjörningur varð á sama tíma og viðkvæmar kjara- viðræður standa yfir. Þessi launahækkun ber vott um veruleikafirringu og hroka. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort þeim einstaklingum sem tóku ákvörðun um hana sé sjálfrátt. Eitt er þó alveg víst og það er að þeir sömu eru illa læsir á samtíma sinn. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði á Facebook-síðu sinni að Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans yrðu að sýna í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Hann virðist efast um hæfni þeirra til þess. Hann er sannarlega ekki einn um efasemdir sínar. Í barnslegri einlægni myndu kannski einhverjir ætla sem svo að bankar ættu að þjóna fólki. Þeir sem þar eru við völd virðast alls ekki sérlega áhugasamir um það. Bönkum virðist nánast ætlað að vera must- eri. Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni eru gott dæmi um það. Sá sem gengur þar inn og býst við því í hrekkleysi sínu að þar fari fram venjuleg þjónustu- starfsemi og ætlar sér til dæmis að greiða reikning áttar sig samstundis á því að hann hefur rambað inn á sérkennilegan stað. Það fyrsta sem við honum blasir er veglegur gosbrunnur og gott ef bíósalur er ekki skammt undan. Umgjörðin er slík að hinn almenni borgari áttar sig samstundis á að þarna er honum alls ekki ætlaður staður og hrökklast út. Í hjarta bæjarins er unnið ötullega að því að reisa annað musteri fyrir Landsbankann. Þar er víst ekkert til sparað og gera á enn betur en í fína Arion bankanum þar sem ekki er ætlast til að venjulegt fólk láti sjá sig. Meðan þjóðin er beðin um að sýna aðhald og sparnað skal bruðlað í bankakerfinu. Það er engu líkara en fjöldi einstaklinga hér á landi geti ekki beðið eftir að hefja nýjan hrunadans. Í stað þess að þjóna viðskiptavinum sínum er eins og leitað sé allra ráða í bönkum landsins til að hafa sem mest af viðskiptavinunum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, nefndi það nýlega í erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins að erfitt sé fyrir almenning að skilja verðskrá bankanna. Það er rétt hjá honum. Eitt veit almenningur þó og það er að rukkunarkerfi bankanna einkennist af græðgishugsun, ekki þjónustulund. Það er helst að viðskiptavinurinn finni skjól hjá samviskusömum og velviljuðum þjónustufulltrúa, óspilltum af þeirri græðgishugsun sem gegnsýrir bankakerfið.  Í bankanum Ófeigur • Skólavörðustíg 5 • ofeigur.is • S: 5511161 Valentine’s Day Every story has a bead HJARTA ARMBAND sterling silfur ARMBAND með ástargauki & rósakvars 11.980 KR. 14.700 KR. 2019_Valentines_Retailer_AD_99,3x100mm.indd 1 08/02/2019 16:10 Þar sem er reykur ... Í öllum sínum aðgerðum ber stjórnvöldum að fylgja gildandi lögum og reglum. Þau sem fylgst hafa með Reykjavíkurborg undan- farna mánuði hafa séð að það gengur nú hálf brösuglega hjá borginni. Trekk í trekk berast úr ráðhúsinu fregnir sem eru í besta falli aulalegar. Ítrekað lenda kjörnir fulltrúar í þeirri aðstöðu að þurfa að draga fram slökkvitækið og svara fyrir obbossí starfsmanna þar innanhúss auk sinna eigin axarskafta. Það getur ekki annað verið en að það hafi verið högg fyrir nýkjörna borgarfulltrúa að átta sig á því að samhliða kjörinu hafi þeir endað sem slökkviliðsmenn. … þar er eldur En þó að slökkvitækin séu á lofti virðast alltaf blossa upp bál hér og þar. Það hlýtur að þýða að annaðhvort sé Reykja- víkurborg svona ótrúlega óheppin eða að innan veggja ráðhússins leynist aðilar sem séu sífellt að gleyma potti á hellunni. Kannski væri ráð að skella starfsfólki á eldvarn- anámskeið og ef það dugir ekki til að henda öfugum út þeim sem alltaf eru að setja kerti upp að gluggatjöldum. joli@frettabladid.is Menntadagur atvinnulífsins er í dag en þá gefst stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til að bera saman bækur sínar og líta til fram- tíðar. Góð samvinna þessara aðila gerir okkur betur kleift að auka samkeppnishæfni Íslands. Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt sam- komulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnu- lífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira. Nýja námsleiðin er til marks um grósku í íslensku menntakerfi og er til þess fallin að styðja við hugverka- drifið hagkerfi framtíðarinnar. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið ört undanfarin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009- 2017. Innan iðnaðarins fyrirfinnast fjölbreytt, spenn- andi og verðmæt störf sem byggja á hugviti. Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjöl- breyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030. Áherslur stjórnvalda á nýsköpun, starfs- og tækni- menntun má glöggt sjá í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar og fjármálaáætlun hennar. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi nýja námsleið fær þegar skráning hefst síðar í vetur. Ég hvet alla til þess að kynna sér þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast í íslenskum skólum og vera vakandi fyrir þeim tæki- færum sem opnast með aukinni menntun og nýrri þekkingu. Stúdentspróf í tölvuleikjagerð Lilja Alfreðsdóttir 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 1 -C F 0 8 2 2 5 1 -C D C C 2 2 5 1 -C C 9 0 2 2 5 1 -C B 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.