Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 54
ÞESSI SÝNING ER
HLUTI AF ÞEIRRI
ENDURSKOÐUN SEM Á SÉR STAÐ
UM ALLAN HEIM UNDIR
#METOO.
Nýjasta testamentið er heiti sýningar Gjörningaklúbbsins í Hverfisgalleríi. Í Gjörningaklúbbn-um eru myndlistar-
konurnar Eirún Sigurðardóttir og
Jóní Jónsdóttir en þær hafa unnið
saman frá árinu 1996, allt frá því
þær útskrifuðust úr Myndlista- og
handíðaskóla Íslands. Þær hafa
sýnt í söfnum og galleríum um
allan heim þar á meðal í ARoS lista-
safninu í Danmörku, MoMA sam-
tímalistasafninu í New York, Kunst-
halle Vienna í Austurríki, Schirn
Kunsthalle og samtímalistasafninu
Hamburger Bahnhof í Þýskalandi,
Amos Anderson listasafninu í Hels-
inki og Lilith Performance Studio í
Svíþjóð.
Tákn fyrir vatnið
Öll verkin á sýningunni eru ný. Eitt
aðalverkið er Aqua María sem er víd-
eóverk. Listakonurnar sömdu sam-
nefnt ljóð árið 2017, að þeirra eigin
sögn þegar Aqua María birtist þeim
fyrst og fengu svo Ólaf Björn Ólafs-
son tónskáld til að gera remix af Ave
Maríu eftir Schubert og Ave Maríu
Sigvalda Kaldalóns, við ljóðið.
„Á myndbandinu syngur óperu-
söngkona Aqua María. Það er eins og
hún sé í óræðu rými og þegar líður
á myndbandið fer vatn að dropa
af henni,“ segir Jóní og bætir við: „Í
verkinu erum við að fjalla um það
hvernig við mannfólkið, og þá sér-
staklega konur, erum eins og vatnið,
við rísum alltaf einhvers staðar upp.
Aqua María er tákn fyrir vatnið sem
finnur alltaf leið.“
Gömul hugmynd sprengd upp
Meðal annarra verka á sýningunni
eru vatnslitaverk sem heita Pissed
off! og voru fyrst sýnd í gjörningi í
Neskirkju á boðunardegi Maríu á
síðasta ári. „Þetta eru pissumálverk,
uppreisnar- og mótmælaverk, og
við gerð þeirra pissum við á vatns-
litapappír,“ segja listakonurnar. Á
sýningunni er líka verkið Samþykki
sem gert er úr sokkabuxum og ull og
annað sem nefnist Uppreisnarpok-
inn en þar er að finna ýmsa hluti eins
og hamar, heklunál og varalit.
Verk á sýningunni heitir, eins og
sýningin sjálf, Nýjasta testamentið.
„Þarna er um að ræða hljóðbók þar
sem við lesum sjálfar upp,“ segir
Eirún: „Þetta er brot úr gjörningi sem
við frömdum í Neskirkju þar sem við
vorum að skila eldgamalli skömm
til Guðs fyrir hönd Maríu meyjar.
Hann fékk engil til að segja henni að
hún væri ólétt en láðist að biðja um
samþykki hennar. Því er lýst sem fal-
legri stund þegar engillinn tilkynnir
henni að hún sé barnshafandi en í
ljósi tímans er það ekki svo fallegt.
Við erum að sprengja upp þessa
gömlu hugmynd. Þessi sýning er
hluti af þeirri endurskoðun sem á sér
stað um allan heim undir #metoo.“
Spurðar um hina nánu og sterku
samvinnu sína í myndlistarheim-
inum segir Eirún: „Við erum eins og
vatnið, við höfum farið í gegnum
þennan tíma saman og finnum allt-
af leið. Að vinna saman getur verið
eins og foss eða lækur eða lind.“ Og
Jóní bætir við: „Eða eins og hver eða
ísnálar, það eru alls konar tilfinn-
ingar í vatninu og samvinnunni í
listinni.“
Við erum eins og vatnið
Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir sýna verk sín í
Hverfis galleríi. Hafa unnið í áratugi sem Gjörningaklúbburinn.
Eirún og Jóní fyrir framan vídeóverkið af óperusöngkonunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
LEIKHÚS
Velkomin heim
Trigger Warning í samvinnu við
Þjóðleikhúsið
Leikkona og höfundur: María
Thelma Smáradóttir
Meðhöfundur, leikstjóri og
dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálms-
dóttir og Kara Hergils
Leikmynda- og búningahönnuður:
Eleni Podara
Tónlist og hljóðmynd: Ragnheiður
Erla Björnsdóttir og Ingibjörg Ýr
Skarphéðinsdóttir
Ljósahönnun: Hafliði Emil Barða-
son og Kjartan Darri Kristjánsson
Heima er hverfult hugtak og persónubundið. Heima getur verið staður, manneskja eða
tilfinning. Heima getur verið lit-
rík íbúð í Kópavoginum á Íslandi,
matarlyktin á götum Bangkok í
Taílandi eða hvort tveggja. Mann-
eskjan er þeim einstöku hæfileikum
búin að þola hugrænt misræmi þar
sem tvær mjög ólíkar hugmyndir
starfa samtímis. Einstaklingar af
blönduðum uppruna á Íslandi, sem
og annars staðar, feta f lókin skref
til að brúa bilið á milli menningar-
heima sem eru oftar en ekki mjög
ólíkir. Velkomin heim, frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu nýlega í boði sviðs-
listahópsins Trigger Warning í sam-
vinnu við leikkonuna Maríu Thelmu
Smáradóttur, fjallar um uppruna og
leitina að samastað, fjölbreyttar fjöl-
skyldur og sköpun sjálfsmyndar.
Handrit og úrvinnsla Velkomin
heim er einkar vel leyst að f lestu
leyti. Hreinskilið og áhugavert, per-
sónulegt og pólitískt, framsækið
hvað efnistök varðar en hugar líka
að forminu. Andrea Elín Vilhjálms-
dóttir og Kara Hergils, í samvinnu
við Maríu Thelmu, finna þessari
sögu góðan farveg, þræða saman
þrjár kynslóðir kvenna, ýta undir
sértæk efnistök en gæta þess að
framvindan leysist ekki upp í sjálf-
hverfu. Miðpunkturinn er María
Thelma og hennar sýn á sögu móður
sinnar skreytt með sinni eigin
reynslu, þá sérstaklega upplifun
hennar sem leikkona af blönduðum
uppruna.
María Thelma er tiltölulega nýtt
andlit á leiksviðinu en hún hefur
fjölmargar sögur að segja; sögur
sem byrja á fæðingu móður hennar,
ferðalaginu til Íslands, uppeldisár-
unum í úthverfunum og alla leið í
samtímann. Hún heldur áhorfend-
um í hendi sér með berskjaldaðri
túlkun á textanum. Bæði María
Thelma og móðir hennar, Vala Rún
Tuankrathok , hafa barist við mót-
læti í formi fordóma og halda áfram
að berjast enn í dag. Hlutverkin sem
Maríu Thelmu bjóðast eru til dæmis
af skornum skammti enda litrófið á
leiksviði landsins takmarkað, sem
og ímyndunaraflið hvað varðar hlut-
verkaskipan. Þrátt fyrir að hún sé
fædd og uppalin á Íslandi segir hún
frá því að vera ekki nægilega skand-
inavísk fyrir kvikmyndaheiminn en
að sama skapi er hún ekki nægilega
asísk heldur. Oftast er umræðan um
fordómana og fáfræðina vel heppn-
uð af hendi Maríu Thelmu, full af
innsýn og með dass af húmor. Einn
af fáum göllum handritsins er atriðið
um fyrirmyndir sem byggist að
stórum hluta á Emmy-ræðu leikkon-
unnar Violu Davis. Gallinn er ekki
tengdur innihaldinu heldur frekar
vegna þess að senan er illa saumuð
inn í sýninguna. Annaðhvort hefði
þurft að sleppa henni algjörlega eða
umbreyta framsetningunni.
Leik my nd Eleni Podara er
snilldar smíð, einföld og fagur-
fræðilega skýr. Svið Kassans er upp-
hækkað, veggirnir svartir að venju
og í bakgrunni er breiður skjár sem
sýnir myndbrot tengd sýningunni.
En það er sviðið sjálft sem skín, bók-
staflega, klætt biksvörtum dansdúk
og á honum þrír hrísgrjónahaugar
sem leika stórt hlutverk í þessari litlu
sýningu. Ragnheiður Erla Björns-
dóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðins-
dóttir þræða fallega hljóðmynd inn
í framvinduna, upptökurnar af Völu
Rún sjálfri virka afskaplega vel og
gefa henni tækifæri til að færa sína
eigin rödd inn í sýninguna. Minna
fer fyrir ljósahönnun Hafliða Emils
Barðasonar og Kjartans Darra Krist-
jánssonar en þeir gera vel að skapa
ljóslifandi ramma utan um Vel-
komin heim.
Vala Rún er hugrekkið og eljan
uppmáluð. Hún, eins og mannfólkið
almennt, er auðvitað ekki fullkomin,
en hennar saga er áhrifarík og eftir-
minnileg. María Thelma skilar sögu
móður sinnar af alúð og lipurð með
hjálp frá öf lugu listrænu teymi.
Trigger Warning er einn áhuga-
verðasti sviðslistahópur landsins
starfandi í dag. Síðustu augnablik
sýningarinnar kristalla það sem á
undan hefur komið einstaklega vel;
veröldin og við sem þar búum erum
síbreytileg blanda af einstakling-
um og menningarlegum áhrifum
sem hafa einstakar og hjartnæmar
útkomur. Velkomin heim er vel stað-
sett í Þjóðleikhúsinu þar sem raddir
allra landsbúa eiga að heyrast.
Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Persónuleg og töfrandi
sýning.
Í leit að heimahögum
„Handrit og úrvinnsla er einkar vel leyst að flestu leyti.“ MYND/OWEN FIENE
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
4
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
5
1
-C
5
2
8
2
2
5
1
-C
3
E
C
2
2
5
1
-C
2
B
0
2
2
5
1
-C
1
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K