Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 10
Ég vildi einungis
vinna fyrir landið
og okkur Taílendinga.
Ubolratana, prins-
essa Taílands
LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500
Range Rover Sport HSE PHEV
Verð frá: 13.690.000 kr.
Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll
setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi
aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan
sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum
og umhverfisvænum kosti.
Verið velkomin í reynsluakstur!
RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ
Í RANGE ROVER
www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
1
7
3
R
a
n
g
e
R
o
v
e
r
S
p
o
rt
P
H
E
V
5
x
1
0
f
e
b
SPÁNN Pedro Sánchez, forsætisráð-
herra Spánar, beið ósigur á þingi í
gær þegar fjárlagafrumvarp minni-
hlutastjórnar Sósíalistaf lokksins
var fellt. Samkvæmt heimildum
spænskra miðla verður boðað til
nýrra kosninga sem trúlega fara
fram í apríl. Það hafði ekki gerst
þegar fréttin var skrifuð.
Atkvæðagreiðslan um frumvarpið
kom í raun á versta tíma fyrir
Sánchez. Stjórnin, sem tók
við eftir að vantraust var
samþykkt á Mariano Rajoy,
forsætisráðherra og þing-
mann Lýðflokksins, þurfti
að reiða sig á stuðning Pode-
mos, nokkurra smáf lokka
og bandalags þingmanna úr
katalónskum flokkum sjálfstæðis-
sinna.
Það er ekki nóg með að Katalónar
eigi í deilu við stjórnvöld vegna sjálf-
stæðismálsins alls, það er að segja
sjálfstæðisatkvæðagreiðslu- og yfir-
lýsingar haustsins 2017 og ákæranna
sem á eftir fylgdu, heldur hófust
réttarhöld yfir leiðtogum hreyf-
ingarinnar á þriðjudag. Þrír aðilar
sækja málið, tveir opinberir og svo
þjóðernishyggjuflokkurinn Vox, og
krefjast áratugafangelsis fyrir meðal
annars uppreisn, uppreisnaráróður
og skipulagða glæpastarfsemi.
Quim Torra, forseti Katalóníu,
sagði á þriðjudagskvöld að Kata-
lónar myndu ekki styðja frumvarpið
nema stjórnvöld mættu til viðræðna
til þess að ræða um sjálfsákvörð-
unarrétt Katalóna og möguleikann
á nýrri, opinberri atkvæðagreiðslu
um sjálfstæði héraðsins.
Það vildi Sósíalistaf lokkurinn
ekki gera. Stjórnin varaði við því
að íhaldsflokkarnir gætu tekið við
völdum ef frumvarpið yrði fellt og
að þeir yrðu harðari í afstöðu sinni
gegn Katalóníu. Allt kom þó fyrir
ekki.
Felldu fjárlög spænsku
ríkisstjórnarinnar
„Í dag vorum við
í fararbroddi þegar
ákvörðun var tekin
sem ég held að
marki tímamót á
þinginu. Eða, svo
ég orði þetta aðeins
öðruvísi, bindur
enda á forsætisráðherra-
tíð Pedros Sánchez,“ sagði Pablo
Casado, leiðtogi Lýðflokksins.
Samkvæmt könnunum mælist
Sósíalistaflokkurinn stærstur með
um þrjátíu prósent. Samanlagt hafa
Lýðflokkurinn og Borgaraflokkur-
inn, hægri f lokkarnir tveir, álíka
fylgi. Vox sækir svo í sig veðrið og
mun trúlega komast á kortið á lands-
vísu í næstu kosningum.
Annars staðar í Madríd, nánar
tiltekið í hæstarétti, hélt meðferð
Katalóníumálsins áfram. Á þriðju-
daginn höfðu verjendur f lutt sín
opnunarorð. Gagnrýnt meint brot
á tjáningar-, skoðana- og öðru frelsi
ákærðu, meinta hlutdrægni hæsta-
réttar sem og að þeir hafi ekki enn
fengið öll gögn í hendur. Verjendur
bentu einnig á að bæði uppreisn og
uppreisnaráróður þyrftu að fela í sér
eitthvert ofbeldi og sögðu að Kata-
lónarnir hefðu ekki staðið fyrir
neinu slíku heldur einvörðungu
spænska lögreglan.
Komið var að sækjendum í gær.
Það er að segja ríkissaksóknara, sak-
sóknara dómsmálaráðuneytisins og
öfgaflokknum Vox. Javier Zaragoza
frá embætti ríkissaksóknara sagði
að ekki væri verið að rétta yfir Kata-
lónunum vegna pólitískrar stefnu
þeirra heldur vegna gjörða þeirra.
„Hin ákærðu, sem brutu með
alvarlegum hætti gegn spænsku
stjórnarskránni, eru nú útmáluð sem
fórnarlömb ofsókna. En það voru
engar ofsóknir,“ sagði Zaragoza. Þá
hélt hann því einnig fram að Kata-
lónarnir hefðu staðið fyrir ofbeldi.
Meðal annars á kjördag og við mót-
mæli þann 20. september 2017.
„Ég held að ábyrgðin á ofbeldinu
á kjördag liggi ekki hjá spænsku lög-
reglunni heldur hjá þeim sem köll-
uðu saman þúsundir borgara í því
skyni að hindra störf lögreglu,“ sagði
Zaragoza aukinheldur en á kjördag
reyndu mótmælendur að koma í veg
fyrir að lögregla gerði kjörkassa upp-
tæka og lokaði kjörstöðum.
Samkvæmt heilbrigðisstofnun
Katalóníu leituðu alls 1.066 aðstoðar
eftir kjördag vegna áverka. Flestir
höfðu enga alvarlega áverka en tugir
höfðu opin sár, fengu heilahristing
eða beinbrot. Mörgum þykir því
spænska lögreglan hafa gengið of
hart fram á kjördag.
Rosa Maria Seoane, saksóknari
dómsmálaráðuneytisins, neitaði
alfarið þeim ásökunum verjenda
að réttarhöldin væru pólitísk og að
brotið væri á mannréttindum. „Þetta
eru hefðbundin sakamálaréttarhöld
og hér eru öll réttindi aðila sem eiga
hlut að máli tryggð. Málið er ekki
flóknara en svo.“
thorgnyr@frettabladid.is
Sánchez forsætisráðherra niðurlútur í þingsal í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Fjárlagafrumvarp
ríkisstjórnar Sósíal-
istaflokksins fellt á
spænska þinginu. Kata-
lónskir aðskilnaðar-
sinnar greiddu atkvæði
gegn því en hafa hingað
til varið stjórnina
vantrausti. Kosningar
líklegar. Réttarhöld
yfir Katalónum halda
áfram í Madríd.
TAÍLAND Tími Ubolratana, prins-
essu og systur Taílandskonungs,
sem forsætisráðherraefni Þjóð-
björgunar f lokks Taílands var
stuttur og sagði prinsessan í gær
að það ylli henni vonbrigðum.
Landskjörstjórn útilokaði framboð
hennar, fáeinum dögum etir að um
það var tilkynnt og Vajiralongkorn
konungur fordæmdi það enda engin
hefð fyrir þátttöku konungsfjöl-
skyldunnar í stjórnmálum.
„Ég er afar leið yfir þessu öllu
saman. Ég vildi einungis vinna fyrir
landið og okkur Taílendinga en það
hefur valdið vandamálum sem ættu
ekki að vera til nú til dags,“ sagði
Ubolratana á Instagram.
Í svari landskjörstjórnar við
framboði Ubolratana sagði að „allir
meðlimir konungsfjölskyldunnar
þyrftu að lúta sömu reglum um að
fjölskyldan væri hlutlaus og tæki
ekki þátt í stjórnmálum“. Kjörstjórn
hefur sömuleiðis tilkynnt um að
hún hyggist refsa Þjóðbjörgunar-
flokknum fyrir þetta meinta brot og
jafnvel er talið að hann verði leystur
upp.“ – þea
Vonsvikin
prinsessa
FILIPPSEYJAR Maria Ressa, forstjóri
filippseyska fjölmiðilsins Rappler,
hefur verið handtekin. Ressa segir
að handtakan sé liður í aðgerðum
Rodrigos Duterte, forseta landsins,
til að þagga niður í fjölmiðlum sem
gagnrýna hann. Ressa var hand-
tekin á skrifstofu Rappler í höfuð-
borginni Maníla.
Ressa var meðal þeirra fjögurra
blaðamanna sem hlutu verðlaunin
Manneskja ársins hjá tímaritinu
Time árið 2018. Fékk hún þau fyrir
gagnrýna umfjöllun sína um stríð
Dutertes á hendur fíkniefnum og
þeim sem þau selja á Filippseyjum.
Stjórnvöld segja handtöku Ressa
vera vegna umfjöllunar hennar í
tengslum við dómsmál yfir við-
skiptamanni á Filippseyjum árið
2012. Er henni gefið að sök að
hafa brotið lög með ærumeiðandi
umfjöllun vegna málsins. – dfb
Blaðamenn
enn ofsóttir á
Filippseyjum
ÞÝSKALAND Tveir sýrlenskir ríkis-
borgarar, sem handteknir voru
af þýskum lögregluyfirvöldum á
þriðjudaginn, eru grunaðir um gróf
mannréttindabrot og glæpi gegn
mannkyni. Mönnunum er gefið að
sök að hafa pyntað þúsundir ein-
staklinga á árunum 2011 til 2012.
Fórnarlömb mannanna eru sögð
hafa verið andófsfólk sem barðist
gegn Bashar al-Assad Sýrlandsfor-
seta.
Karlmennirnir sem voru hand-
teknir virðast báðir hafa sótt um
hæli í Þýskalandi eftir að þeir yfir-
gáfu Sýrland árið 2012. Annar þeirra,
Anwar R, er grunaður um glæpi gegn
mannkyninu. Hann á að hafa verið
yfirmaður í GSD-leyniþjónustunni
og starfrækt fangelsi þar sem að
minnsta kosti tvö þúsund manns
voru pyntuð á tímabilinu frá apríl
árið 2011 til september árið 2012.
Hinn maðurinn, Eyad A, er grun-
aður um að hafa aðstoðað hann við
verk sín í fangelsinu og er því einnig
grunaður um glæpi gegn mannkyn-
inu. Þriðji maðurinn, sem einnig er
talinn hafa starfað hjá fangelsinu,
var handtekinn í Frakklandi í gær
í samræmdri aðgerð Þjóðverja og
Frakka.
Ríkisstjórn Sýrlands hefur neitað
því að hafa myrt eða farið illa með
fanga. GSD er sögð ein valdamesta
leyniþjónustustofnun Sýrlands þar
sem starfsmenn hafa það hlutverk að
bæla niður mótþróa gegn sýrlensku
ríkisstjórninni. – la
Sakaðir um
glæpi gegn
mannkyni
Bashar
al-Assad
Sýrlands-
forseti.
DANMÖRK Engin þjóð kaupir jafn
mikið af lífrænum matvælum og
Danir samkvæmt nýrri úttekt
Swiss Independent. Úttektin leiðir
í ljós að árið 2017 voru 13,3 prósent
af matarinnkaupum danskra neyt-
enda lífræn matvæli. Þannig eru
Danir langt á undan neytendum í
Svíþjóð og Sviss þar sem hlutfallið
nam níu prósentum.
Rannsóknin varpar ljósi á þann
gríðarlega áhuga sem er fyrir lífræn-
um matvælum um þessar mundir.
Árið 2017 nam sala á slíkum afurð-
um 97 milljörðum Bandaríkjadala.
Hnattræn velta með lífræn matvæli
hefur tvöfaldast á 10 árum. – khn
Danir æstir í
lífræn matvæli
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
5
1
-D
3
F
8
2
2
5
1
-D
2
B
C
2
2
5
1
-D
1
8
0
2
2
5
1
-D
0
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K