Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 12
Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur. Þá væri hugsanlega hægt að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn því hann er orðinn nægilega stór. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármála- fyrirtækja 3,4 milljarðar króna voru iðgjöld aðildarfyrirtækja Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á árinu 2017. Aðalfundur Össurar 2019 Athygli hluthafa er vakin á því að þann 6. desember 2017 voru viðskipti með hlutabréf Össurar hf. sameinuð í kauphöll Nasdaq Copenhagen. Þá var öllum hlutabréfum Össurar hf. sem voru til viðskipta í Kauphöll Íslands umbreytt í hlutabréf sem eru til viðskipta í kauphöll Nasdaq Copenhagen. Við umbreytinguna voru hlutabréfin færð á safnreikninga og frá þeim tíma hafa hluthafar ekki verið skráðir undir eigin nafni í hlutaskrá Össurar hf. Hluthafar sem vilja nýta atkvæðisrétt sinn á aðalfundinum þurfa því að afla fullnægjandi staðfestingar á eignarhlut sínum frá þeirri fjármálastofnun sem er með hlutabréf þeirra í vörslu. Hluthafar eru hvattir til að afla staðfestingar frá vörsluaðila sínum sem fyrst svo unnt sé að tryggja að atkvæðisrétturinn verði virkur á aðalfundardegi. Hluthafar geta nálgast dagskrá fundarins, fundargögn og nánari upplýsingar um aðalfundinn á heimasíðu Össurar hf.: www.ossur.com/investors/AGM Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 5 í Reykjavík, fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 9:00 Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturns- ins að bankinn mætti einn leigu- taka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. Jafnframt hafnaði Landsréttur kröfum hugbúnaðarfyrirtækisins um að viðurkenndur yrði réttur þess til þess að hengja vörumerki sitt utan á stigahúsin fyrir ofan vörumerki Íslandsbanka sem yrði þá fært neðar. Harðar deilur spruttu upp um merkingar á byggingunni, sem er við Smáralind í Kópavogi, eftir að Íslandsbanki f lutti þangað haustið 2016 og kvörtuðu aðrir leigutakar í turninum, þar á meðal LS Retail, sárlega yfir þeirri ákvörðun stjórnar Norðurturnsins að leyfa bankanum einum að setja lógóið sitt á stigahús turnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið var fyrsti leigutakinn sem gekk til samninga við Norðurturninn í nóv- ember árið 2015. Héraðsdómur sýknaði Norður- turninn og bankann af kröfum LS Retail síðasta vor og hefur Lands- réttur staðfest þá niðurstöðu. Rétt- urinn bendir á að fyrirtækið geti ekki átt aðild að kröfu um ógildingu ákvörðunar stjórnar turnsins. – kij Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Norðurturninn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Eignir Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema meira en þre-faldri þeirri lágmarks- stærð sem miðað er við í evrópskum reglum um innstæðutryggingar. Þetta kemur fram í nýlegri umsögn Sambands íslenskra sparisjóða um þau áform Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að lækka almenna hluta iðgjaldsins til sjóðsins. Verði nýleg Evróputilskipun um innstæðutryggingakerfi innleidd hér á landi mun stærð íslenska sjóðsins, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema ríf lega fimm- faldri þeirri lágmarksstærð sem kveðið er á um í tilskipuninni. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræð- Eignirnar þrefalt meiri en viðmið  Almennt iðgjald í sjóðinn verður lækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hlutfall eigna Trygg- ingarsjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta af tryggðum innstæðum er margfalt hærra en miðað er við í Evrópu. Hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja segir að hugsanlegt sé að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn þar sem hann sé orðinn nægilega stór. ingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir innstæðutryggingasjóði sára- lítið notaða. Hugsanlegt sé að hætta greiðslu iðgjalda í íslenska sjóðinn þar sem hann sé orðinn nógu stór. Heildareignir innstæðudeildar sjóðsins námu 33,6 milljörðum króna í lok árs 2017 og voru iðgjöld aðildarfyrirtækja til hans um 3,4 milljarðar króna á árinu. Samband íslenskra sparisjóða telur í umsögn sinni full rök standa til þess að iðgjöld til íslenska trygg- ingasjóðsins verði lækkuð „mun meira“ en áformað er í frumvarpi fjármálaráðherra sem til stendur að leggja fram á þingi í vor. Svigrúm til minni vaxtamunar Í frumvarpinu er lagt til að almenni hluti iðgjaldsins til Tryggingar- sjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hefur það hlutverk að veita innstæðueigendum í bönkum og sparisjóðum lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fjármálafyrirtækis, úr 0,225 pró- sentum af iðgjaldagrunni á árs- grundvelli í 0,16 prósent. Í minnisblaði fjármála- og efna- hagsráðuneytisins, sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, er tekið fram að með lækkuninni muni svigrúm lánastofnana til þess að draga úr vaxtamun inn- og útlána aukast, neytendum og fyrir- tækjum til hagsbóta. Í umsögn Sambands íslenskra sparisjóða er bent á að nær öll ríki á EES-svæðinu hafi sett sér markmið um að eignir tryggingarsjóðs hvers ríkis nemi að lágmarki um 0,8 pró- sentum af tryggðum innstæðum. Er það í samræmi við ákvæði áður- nefndrar Evróputilskipunar. Miðað við núverandi túlkun á tryggðum innstæðum nemi hins vegar sam- bærilegt hlutfall í tilfelli íslenska sjóðsins um 2,6 prósentum eða „meira en þrefaldri þeirri lágmarks- stærð sem við er miðað samkvæmt Evrópureglum,“ að því er segir í umsögn sparisjóðanna. Sáralítið notaðir Yngvi Örn bendir á að samkvæmt tilskipuninni geti lágmarksstærðin farið niður í 0,5 prósent af tryggðum innstæðum sé mikil samþjöppun í fjármálakerfinu og um sé að ræða kerfislega mikilvæg fyrirtæki með mikla markaðshlutdeild. „Slík fyrir- tæki verða ekki tekin til innstæðu- tryggingameðferðar heldur skila- meðferðar,“ útskýrir Yngvi. Hann bendir meðal annars á að þegar íslensku bankanir fóru á hausinn haustið 2008 hafi ekkert verið borgað út úr tryggingasjóðnum vegna þeirra, heldur innlán færð til nýrra fyrirtækja og eignir á móti. „Fjölmargir sparisjóðir hafa jafn- framt farið í þrot á undanförnum áratugum og í nánast öllum til- fellum er farin sú leið að innstæður eru færðar til starfandi fyrirtækja og eignir á móti. Það má því segja að innstæðutryggingarsjóðir séu í raun sáralítið notaðir,“ segir Yngvi Örn. Aðspurður segir hann Samtök fjármálafyrirtækja fagna fyrirhug- aðri lækkun á almenna iðgjaldinu. Samtökin hafi lengi þrýst á um að iðgjöld til sjóðsins verði lækkuð. „Við vonumst til þess að frekari skref verði tekin í þessa átt í kjöl- farið og að Evróputilskipun um innstæðutryggingarkerfi verði inn- leidd hér á landi á þessu ári. Þá væri hugsanlega hægt að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn því hann er orð- inn nægilega stór. Nokkrar þjóðir, til dæmis Danir, hafa hætt að greiða í tryggingarsjóð því hann hefur náð þeirri 0,8 prósenta lágmarksstærð sem miðað er við í Evrópu.“ Það felist mikill kostnaður í því að greiða í sjóð sem sé þegar orðinn nógu stór. kristinningi@frettabladid.is Hlutafé Þórsmerk ur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að hlutafjáraukningin hafi öll komið frá þeim hluthöfum sem fyrir voru. Hluthafahópurinn sé því óbreyttur. „Félagið er í nýjum verkefnum og ýmsu sem þarf að standa straum af eins og gengur,“ segir Sigurbjörn í samtali við Markaðinn. Þórsmörk á 99 prósenta hlut í Árvakri sem er útgáfufélag Morgun- blaðsins, mbl.is og K100. Árvakur tapaði tapaði 284 milljónum króna árið 2017 samanborið við 50 millj- óna króna tap árið 2016. Útgáfufélagið sagði tapið skrifast á harðnandi samkeppni við Ríkis- útvarpið á auglýsingamarkaði. Þá hefði launakostnaður hækkað ört og uppbygging nýrrar starfsemi kostað töluvert fé. Stærstu hluthafar Þórsmerkur samkvæmt nýjustu tiltæku upplýs- ingum eru Guðbjörg Matthíasdóttir með 26 prósenta hlut og Eyþór Lax- dal Arnalds með tæplega 23 pró- senta hlut. Á meðal annarra hlut- hafa eru Kaupfélag Skagfirðinga og Skinney-Þinganes. – tfh Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé MARKAÐURINN 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 1 -C 0 3 8 2 2 5 1 -B E F C 2 2 5 1 -B D C 0 2 2 5 1 -B C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.