Fréttablaðið - 14.02.2019, Side 12

Fréttablaðið - 14.02.2019, Side 12
Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur. Þá væri hugsanlega hægt að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn því hann er orðinn nægilega stór. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármála- fyrirtækja 3,4 milljarðar króna voru iðgjöld aðildarfyrirtækja Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á árinu 2017. Aðalfundur Össurar 2019 Athygli hluthafa er vakin á því að þann 6. desember 2017 voru viðskipti með hlutabréf Össurar hf. sameinuð í kauphöll Nasdaq Copenhagen. Þá var öllum hlutabréfum Össurar hf. sem voru til viðskipta í Kauphöll Íslands umbreytt í hlutabréf sem eru til viðskipta í kauphöll Nasdaq Copenhagen. Við umbreytinguna voru hlutabréfin færð á safnreikninga og frá þeim tíma hafa hluthafar ekki verið skráðir undir eigin nafni í hlutaskrá Össurar hf. Hluthafar sem vilja nýta atkvæðisrétt sinn á aðalfundinum þurfa því að afla fullnægjandi staðfestingar á eignarhlut sínum frá þeirri fjármálastofnun sem er með hlutabréf þeirra í vörslu. Hluthafar eru hvattir til að afla staðfestingar frá vörsluaðila sínum sem fyrst svo unnt sé að tryggja að atkvæðisrétturinn verði virkur á aðalfundardegi. Hluthafar geta nálgast dagskrá fundarins, fundargögn og nánari upplýsingar um aðalfundinn á heimasíðu Össurar hf.: www.ossur.com/investors/AGM Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 5 í Reykjavík, fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 9:00 Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturns- ins að bankinn mætti einn leigu- taka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. Jafnframt hafnaði Landsréttur kröfum hugbúnaðarfyrirtækisins um að viðurkenndur yrði réttur þess til þess að hengja vörumerki sitt utan á stigahúsin fyrir ofan vörumerki Íslandsbanka sem yrði þá fært neðar. Harðar deilur spruttu upp um merkingar á byggingunni, sem er við Smáralind í Kópavogi, eftir að Íslandsbanki f lutti þangað haustið 2016 og kvörtuðu aðrir leigutakar í turninum, þar á meðal LS Retail, sárlega yfir þeirri ákvörðun stjórnar Norðurturnsins að leyfa bankanum einum að setja lógóið sitt á stigahús turnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið var fyrsti leigutakinn sem gekk til samninga við Norðurturninn í nóv- ember árið 2015. Héraðsdómur sýknaði Norður- turninn og bankann af kröfum LS Retail síðasta vor og hefur Lands- réttur staðfest þá niðurstöðu. Rétt- urinn bendir á að fyrirtækið geti ekki átt aðild að kröfu um ógildingu ákvörðunar stjórnar turnsins. – kij Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Norðurturninn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Eignir Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema meira en þre-faldri þeirri lágmarks- stærð sem miðað er við í evrópskum reglum um innstæðutryggingar. Þetta kemur fram í nýlegri umsögn Sambands íslenskra sparisjóða um þau áform Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að lækka almenna hluta iðgjaldsins til sjóðsins. Verði nýleg Evróputilskipun um innstæðutryggingakerfi innleidd hér á landi mun stærð íslenska sjóðsins, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema ríf lega fimm- faldri þeirri lágmarksstærð sem kveðið er á um í tilskipuninni. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræð- Eignirnar þrefalt meiri en viðmið  Almennt iðgjald í sjóðinn verður lækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hlutfall eigna Trygg- ingarsjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta af tryggðum innstæðum er margfalt hærra en miðað er við í Evrópu. Hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja segir að hugsanlegt sé að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn þar sem hann sé orðinn nægilega stór. ingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir innstæðutryggingasjóði sára- lítið notaða. Hugsanlegt sé að hætta greiðslu iðgjalda í íslenska sjóðinn þar sem hann sé orðinn nógu stór. Heildareignir innstæðudeildar sjóðsins námu 33,6 milljörðum króna í lok árs 2017 og voru iðgjöld aðildarfyrirtækja til hans um 3,4 milljarðar króna á árinu. Samband íslenskra sparisjóða telur í umsögn sinni full rök standa til þess að iðgjöld til íslenska trygg- ingasjóðsins verði lækkuð „mun meira“ en áformað er í frumvarpi fjármálaráðherra sem til stendur að leggja fram á þingi í vor. Svigrúm til minni vaxtamunar Í frumvarpinu er lagt til að almenni hluti iðgjaldsins til Tryggingar- sjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hefur það hlutverk að veita innstæðueigendum í bönkum og sparisjóðum lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fjármálafyrirtækis, úr 0,225 pró- sentum af iðgjaldagrunni á árs- grundvelli í 0,16 prósent. Í minnisblaði fjármála- og efna- hagsráðuneytisins, sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, er tekið fram að með lækkuninni muni svigrúm lánastofnana til þess að draga úr vaxtamun inn- og útlána aukast, neytendum og fyrir- tækjum til hagsbóta. Í umsögn Sambands íslenskra sparisjóða er bent á að nær öll ríki á EES-svæðinu hafi sett sér markmið um að eignir tryggingarsjóðs hvers ríkis nemi að lágmarki um 0,8 pró- sentum af tryggðum innstæðum. Er það í samræmi við ákvæði áður- nefndrar Evróputilskipunar. Miðað við núverandi túlkun á tryggðum innstæðum nemi hins vegar sam- bærilegt hlutfall í tilfelli íslenska sjóðsins um 2,6 prósentum eða „meira en þrefaldri þeirri lágmarks- stærð sem við er miðað samkvæmt Evrópureglum,“ að því er segir í umsögn sparisjóðanna. Sáralítið notaðir Yngvi Örn bendir á að samkvæmt tilskipuninni geti lágmarksstærðin farið niður í 0,5 prósent af tryggðum innstæðum sé mikil samþjöppun í fjármálakerfinu og um sé að ræða kerfislega mikilvæg fyrirtæki með mikla markaðshlutdeild. „Slík fyrir- tæki verða ekki tekin til innstæðu- tryggingameðferðar heldur skila- meðferðar,“ útskýrir Yngvi. Hann bendir meðal annars á að þegar íslensku bankanir fóru á hausinn haustið 2008 hafi ekkert verið borgað út úr tryggingasjóðnum vegna þeirra, heldur innlán færð til nýrra fyrirtækja og eignir á móti. „Fjölmargir sparisjóðir hafa jafn- framt farið í þrot á undanförnum áratugum og í nánast öllum til- fellum er farin sú leið að innstæður eru færðar til starfandi fyrirtækja og eignir á móti. Það má því segja að innstæðutryggingarsjóðir séu í raun sáralítið notaðir,“ segir Yngvi Örn. Aðspurður segir hann Samtök fjármálafyrirtækja fagna fyrirhug- aðri lækkun á almenna iðgjaldinu. Samtökin hafi lengi þrýst á um að iðgjöld til sjóðsins verði lækkuð. „Við vonumst til þess að frekari skref verði tekin í þessa átt í kjöl- farið og að Evróputilskipun um innstæðutryggingarkerfi verði inn- leidd hér á landi á þessu ári. Þá væri hugsanlega hægt að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn því hann er orð- inn nægilega stór. Nokkrar þjóðir, til dæmis Danir, hafa hætt að greiða í tryggingarsjóð því hann hefur náð þeirri 0,8 prósenta lágmarksstærð sem miðað er við í Evrópu.“ Það felist mikill kostnaður í því að greiða í sjóð sem sé þegar orðinn nógu stór. kristinningi@frettabladid.is Hlutafé Þórsmerk ur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að hlutafjáraukningin hafi öll komið frá þeim hluthöfum sem fyrir voru. Hluthafahópurinn sé því óbreyttur. „Félagið er í nýjum verkefnum og ýmsu sem þarf að standa straum af eins og gengur,“ segir Sigurbjörn í samtali við Markaðinn. Þórsmörk á 99 prósenta hlut í Árvakri sem er útgáfufélag Morgun- blaðsins, mbl.is og K100. Árvakur tapaði tapaði 284 milljónum króna árið 2017 samanborið við 50 millj- óna króna tap árið 2016. Útgáfufélagið sagði tapið skrifast á harðnandi samkeppni við Ríkis- útvarpið á auglýsingamarkaði. Þá hefði launakostnaður hækkað ört og uppbygging nýrrar starfsemi kostað töluvert fé. Stærstu hluthafar Þórsmerkur samkvæmt nýjustu tiltæku upplýs- ingum eru Guðbjörg Matthíasdóttir með 26 prósenta hlut og Eyþór Lax- dal Arnalds með tæplega 23 pró- senta hlut. Á meðal annarra hlut- hafa eru Kaupfélag Skagfirðinga og Skinney-Þinganes. – tfh Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé MARKAÐURINN 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 1 -C 0 3 8 2 2 5 1 -B E F C 2 2 5 1 -B D C 0 2 2 5 1 -B C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.