Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 16
megninu til fram í Kína þar sem er lítil eftirspurn eftir umhverfisvott- un,“ segir Elva. „Svo koma reglulega upp svona æði og það er erfitt fyrir foreldra að standa í fæturna. Eins og með bless- að slímið. Þegar svona mál koma upp, þá er mikilvægt að fræðslan um þessi efni og áhrif þeirra sé hávær. Þannig að foreldrar geti tekið réttar ákvarðanir og tekið umræðu við börnin sín sem skilja yfirleitt vel að efni geti verið skaðleg,“ segir Elva og rifjar upp að á síðasta ári hafi komist í hámæli krabbameins- valdandi efni í mjúkum vinsælum leikföngum. „Börn gætu verið hinir fullkomnu neytendur í hringrásarkerfið. Þau vaxa upp úr fötum og hlutum. Og þá fleygjum við þeim eða gefum. Á meðan við fullorðna fólkið söfnum hlutum. Við ættum að koma upp fyrirkomulagi þar sem börn leigja leikföng eða eitthvað slíkt,“ segir Elva. Sterk eiturefni og kokteiláhrif Elva segist aðspurð hafa mestar áhyggjur af skordýrahamlandi efnum sem eru notuð við fram- leiðslu. „Þau geta verið gífurlega kröftug, þetta eru sterk eiturefni sem við erum að nota á matvæli. Það er auðvitað ekki algilt að efnin rati í vörurnar. En það að vita hversu sterk efnin eru vekur óhug. Það er eitthvað fylgst með þessum vörum í formi markaðsleyfa en það þyrftu að vera miklu f leiri og ítar- legri rannsóknir á langtímaáhrifum efnanna. Það er eitt að prófa efnin í sterílu umhverfi. Það er annað hvernig þau virka í náttúrunni. Þegar þau komast í snertingu við lífræn efni og önnur efni, þá er stundum talað um svo- kölluð kokteiláhrif. Við vitum að í sumum tilfellum eru mörg efni notuð á sömu uppsker- una,“ segir Elva. Þyrmir aldrei yfir þig? „Jú, það þyrmir yfir mann á tímabilum, en við höfum samt ákveðin tól sem við verðum að halda áfram að nýta: Umhverfis- vottuðu merkin og eftirfylgni á markaðssetningu efna í Evr- ópu.  Hlutverk neytandans er samt gríðarlega mikilvægt. Hann þarf að leggja mat á hvaða vöru hann kaupir. Ætla ég að kaupa þessa plastvöru sem ilmar? Þótt hún sé uppfull af hormónaraskandi þalötum? En hann getur auðvitað bara borið ábyrgð viti hann hvaða efni eru í vörunum og hvaða áhrif þau hafa,“ segir hún og segir höfuð- ábyrgðina liggja hjá framleiðanda. „Það er að vissu leyti  erfitt að fylgjast með efnavörum, það er mikill hraði á vöruframleiðslu og sífellt að aukast notkun á nýjum efnum. Á móti þá sér framleiðand- inn í auknum mæli hag sinn í að vera með ábyrga og f lotta fram- leiðslu. Það er liðin tíð að framleið- endur vilji ekki eftirlit. Þeir vilja geta sagt: Ég er með allt á hreinu.“ Elva segir meðvitund fólks sífellt að aukast. „Það kemur manni samt á óvart hversu víða krabba- meinsvaldandi og hormón- araskandi efni er að finna. Ég hef unnið í tíu ár hjá Um hver f i s st of nu n og finnst hafa orðið vakning. Almenningur er meira meðvitaður og ráðamenn eru að verða móttæki- legir fyrir því að ræða breytingar á lögum til að stýra þessu.“ Plastvörur, til dæmis leikföng, eru stöðugt að losa sig við efni. Elva Rakel Jónsdóttir, Umhverfis- stofnun Hvað eru þalöt? Þalöt (e. phtalates) er samheiti yfir efni sem hafa þá eiginleika að gefa plasthlutum mýkt. Þau eru notuð í mörgum vöruteg- undum sem við notum daglega. Mjúkir plasthlutir innihalda oft þalöt sem eru afar óæskileg efni og geta valdið varanlegum skaða á heilsu barna sem stinga þeim upp í sig og sjúga eða naga. Slíkir hlutir eru oft í umhverfi barna hvort sem það eru leikföng (t.d. plastendur, bækur, boltar) eða aðrir hlutir sem notaðir eru af börnum (t.d. dýnur, föt, ábreiður, smekkir, áhöld, uppblásanlegir hlutir eins og kútar). Þalötin BBP, DBP og DEHP eru bönnuð í leik- föngum og vörum til nota við umönnun barna og í efnavörum fyrir neytendur. Skrautlegu penn- arnir á meðfylgjandi mynd voru gerðir upptækir úr verslunum í Evrópu á dögunum. Eftirlitsstofn- anir hafa ekki undan að banna vörur vegna hættu- legra efna. Þalöt geta haft skaðleg áhrif á frjósemi og skaðað fóstur. Skaðsemi þalat- anna díbútýlþalats (DBP) og bis(2-etýlhexýl)þalats (DEHP) á frjósemi manna hefur verið kunn um ára- tugaskeið og eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum. Konur á barneignaraldri sem fá þalöt í líkama sinn bera þau í ófætt barn sitt og getur það skaðað þroska þess. Það á líka við um lítil börn sem eiga eftir að taka út mikinn þroska. Þalöt hafa fundist í brjóstamjólk. Systurstofnanir Neyt-endastofu í Evrópu ætla að fara í sameig-inlegt átak og athuga innihaldsefni í slími. Sl ím hef u r not ið gríðarlegra vinsælda meðal barna hér á landi og víðar, en á dögunum kom í ljós að slímið inniheldur mikið magn af bórati sem er afar skaðlegt. „Í leikföngum úr mjúku plasti eru það efnasambönd sem kallast þalöt (e. phthalates) sem eru algeng- ust en þau eru notuð til að mýkja plastið,“ segir Guðrún Lárusdóttir, gæðastjóri Neytendastofu. Önnur efni sem eru gríðarlega skaðleg hafa verið að finnast í barnavörum. Blý í barnarúmi „Blý hefur ekki verið mikið í vörum undanfarin ár en blý hefur fundist í málningu. Fyrir þremur árum fannst blý í barnarúmi en á gaf li rúmsins var máluð mynd af skipi. Neytendastofa athugaði á síðasta ári ýmsar barnavörur og hvort það fyndust hættuleg efni í vörum,“ segir Guðrún. Leikföngin sem voru prófuð voru meðal annars plastendur sem lítil börn fá gjarnan til að leika með í baðkari, leikfangabyssur og ýmis- legt f leira. „En það reyndust ekki hættuleg efni í þeim vörum sem voru próf- aðar. En blý hefur fundist í leik- föngum og nú er sem dæmi verið að innkalla leikfang, skjaldböku, þar sem blý fannst í augum mjúkdýrs- ins. Sem betur fer eru þetta undan- tekningar að hættuleg efni finnist í leikföngum og barnavörum,“ segir Guðrún. Illgresiseyðir í morgunkorni Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir reglu- lega fréttir af skaðlegum efnum í matvælum og ýmsum vörum á heimilinu. Í ágúst á síðasta ári mældist til að mynda plöntueyðir- inn Roundup í að minnsta kosti 43 matvælategundum, til að mynda Cheerios sem er vinsælt morgun- korn barna. Nánar tiltekið er um að ræða efnið glýfosat sem er ill- gresiseyðir. Börnin fá stærri skammt efna Leikfangaframleiðslu segir hún áhyggjuefni. „Við búum okkur til ákveðna mýtu, að vörur séu stöð- ugar. Svo þegar við f leygjum þeim þá byrji þær að brotna niður. En plastvörur, til dæmis leikföng, eru stöðugt að losa sig við efni. Á meðan þær eru notaðar og handfjatlaðar. Efni úr leikföngum losna úr læðingi í barnaherbergjum. Og þar er oft gríðarlega mikið af hlutum. Miklu meira en inni í öðrum herbergjum. Börn fá því miklu stærri skammt af efnum í loftið en aðrir heim- ilismeðlimir. Það er virkilega stórt verkefni að fylgjast með þessu. Að það sé ekki mikið af leikföngum í umhverfi barnanna,“ segir Elva og gefur ráð til foreldra sem hafa áhyggjur af þessu. „Það er gott ráð að loka leik- föng í kössum og taka aðeins fram þau sem eru notuð hverju sinni. Ég geri þetta sjálf. Foreldrar geta prófað að loka plastleikföng í kassa og prófa svo að opna hann tveimur mánuðum seinna. Þá gýs upp sterk lykt, segir Elva sem mælir einnig með því að foreldrar lofti vel út og ryksugi reglulega í barnaher- bergjum. „Mikið af efnunum fer í rykið.“ Leikfangaiðnaður í ógöngum En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það svo að á heim- ilinu eru barnaherbergin ekki trygg- ust? „Framleiðsla leikfanga fer að Óæskileg efni í leikföngum og mat  Afar fátítt er að mjög hættuleg efni á borð við blý finnist í leikföng- um og barnavörum. Þó eru mörg leikföng, framleidd úr plasti, sem gefa stöðugt frá sér efni á meðan þau eru í notkun og handfjötluð. Blý Blý er mjög hættulegt fóstrum og einnig börnum undir sex ára aldri. Allir sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda að sér blýgufum geta fengið blýeitrun. Einkenni blýeitrunar eru margvísleg og fara nokkuð eftir því á hversu háu stigi eitrunin er. Helstu ein- kennin eru skjálfti, kippir, krampar, vöðvaeymsli, þreyta, máttleysi, sársauki í liðum og skortur á samhæfingu. Bórat Bórat getur borist inn í líkamann við handfjötlun í gegnum húð. Þekktar eiturverkanir vegna bórats eru samkvæmt vefsíðu Landlæknis m.a. húðerting með útbrotum, jafnvel miklum roða og blöðrum, skjálfti, flog, höfuðverkur, meltingartruflanir, þunglyndi og örlyndi. Einnig er hægt að greina einkenni frá miðtaugakerfi og jafnvel ofskynj- anir og einkenni sem hreinlega geta líkst geð- rofi. Bóron kemst inn í líkamann í gegnum snertingu eða meltingarveg. Sé það í of miklu magni getur það valdið ýmiss konar ertingu og meðal annars haft áhrif á þroska æxlunarfæra hjá börnum. Hætta á efnahvörfum í heimatilbúnu hreinsiefni Nærri helmingur símtala til Eitrunar- miðstöðvar LSH  er vegna hugsan- legrar eitrunar vegna efna. „Efnin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg en oft er hringt vegna efna sem notuð eru til heimilisþrifa,“ segir Helena Líndal hjá Eitrunarmiðstöð. „Fólk er mikið að blanda eigin hreinsunar- efni heima við og vill vera um- hverfisvænt.“   Eru dæmi um að þetta fari illa? „Ég mæli alls ekki með slíku þar sem oft er hætta á að efnin hvarfist saman og myndi eitraðar loftgufur sem eru mjög hættulegar,“ segir hún. Er hægt að sulla með efnin út í fjöru? Elva bendir fólki sem vill bæði taka tillit til heilsu og umhverfis á að reiða sig á umhverfisvottaðar vörur. „Þetta eru vörur sem við erum að nota á yfir- borð fatnaðar og á mannslíkamann. Efnin fara á húðina á okkur og líka út í sjó. Við vitum að frárennsliskerfin okkar eru gróf. Við verðum að bera það traust til vörunnar að hvert og eitt okkar geti farið með brúsann og sullað úr honum beint út í fjöru. Þangað sem efnin fara á endanum,“ segir hún. „Það er langein- faldast að reiða sig á umhverfisvottuðu merkin. En það er líka gott að nota ein- faldar vörur, nota minna af efnum og draga úr neyslu,“ segir Elva. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is TILVERAN 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 1 -9 8 B 8 2 2 5 1 -9 7 7 C 2 2 5 1 -9 6 4 0 2 2 5 1 -9 5 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.